Lífið

„Með kúkinn næstum lafandi úr rassinum og æluna í kokinu brölti ég á sviðið“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bylgja Babýlons hefur slegið í gegn að undanförnu.
Bylgja Babýlons hefur slegið í gegn að undanförnu. vísir
Fólk er óþolandi er heitið á uppstandssýningu Bylgju Babýlons sem fer fram á Café Rosenberg annað kvöld.

Bylgja hefur verið í uppistandinu í tvö ár og staðið sig með prýði. Í síðustu viku skrifaði hún flottan pistil um einelti og hvernig fólk ætti að breyta sinni nálgun í þeim málaflokki. Sjálf varð Bylgja fyrir töluverður einelti í æsku.

Sjá einnig: Lögðu Bylgju í einelti og hlutu síðar dóma fyrir nauðgun og líkamsárásir

„Fyrir tveimur árum steig ég fyrst á svið til að vera með uppistand. Með kúkinn næstum lafandi úr rassinum og æluna í kokinu brölti ég á sviðið og á innan við tveimur mínútum var kúkurinn skriðinn aftur inn og ælan sest ofan í maga,“ segir Bylgja.

Þetta er í fyrsta skipti sem Bylgja stendur ein að uppistandssýningu. Þorsteinn Guðmundsson mun hita upp fyrir Bylgju annað kvöld. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×