Volkswagen XL3 árið 2018 Finnur Thorlacius skrifar 29. febrúar 2016 12:41 Volkswagen XL1 var stefnumarkandi bíll. Þrjú ár eru síðan Volkswagen sýndi sparneytna bílinn XL1 sem eyðir aðeins 1 lítra eldsneytis á hverja 100 ekna kílómetra. Með þeim bíl vildi Volkswagen sýna fram á áherslu fyrirtækisins í smíði eyðslugrannra bíla, en þessi bíll var mjög dýr og framleiddur í afar takmörkuðu upplagi. Nú vill Volkswagen færa þessum bíl stærra hlutverk og smíða hann í meira magni og bjóða hann á samkeppnisfæru verði. Því er stefnan að bjóða hann með 1,4 lítra vél sem skilar 140 hestöflum auk 35 hestafla rafmótor. Bíllinn verður áfram afar eyðslugrannur, þó svo hann muni ekki eyða svo litlu sem einum lítra eins og forverinn, en svona útbúinn mun hann eyða um 3 lítrum á hverja hundrað kílómetra og ökumenn hans geta ekið honum þónokkra vegalengd eingöngu á rafmagni. Bíllinn mun fá heitið Volkswagen XL3 og kosta um 30.000 evrur, eða 4,26 milljónir króna. Ein af aðalástæðum þess hve eyðslugrannur þessi bíll er, er hve léttur hann er, en ekki kemur fram hvort Volkswagen muni smíða hann úr eins léttum og dýrum efnum og XL1. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent
Þrjú ár eru síðan Volkswagen sýndi sparneytna bílinn XL1 sem eyðir aðeins 1 lítra eldsneytis á hverja 100 ekna kílómetra. Með þeim bíl vildi Volkswagen sýna fram á áherslu fyrirtækisins í smíði eyðslugrannra bíla, en þessi bíll var mjög dýr og framleiddur í afar takmörkuðu upplagi. Nú vill Volkswagen færa þessum bíl stærra hlutverk og smíða hann í meira magni og bjóða hann á samkeppnisfæru verði. Því er stefnan að bjóða hann með 1,4 lítra vél sem skilar 140 hestöflum auk 35 hestafla rafmótor. Bíllinn verður áfram afar eyðslugrannur, þó svo hann muni ekki eyða svo litlu sem einum lítra eins og forverinn, en svona útbúinn mun hann eyða um 3 lítrum á hverja hundrað kílómetra og ökumenn hans geta ekið honum þónokkra vegalengd eingöngu á rafmagni. Bíllinn mun fá heitið Volkswagen XL3 og kosta um 30.000 evrur, eða 4,26 milljónir króna. Ein af aðalástæðum þess hve eyðslugrannur þessi bíll er, er hve léttur hann er, en ekki kemur fram hvort Volkswagen muni smíða hann úr eins léttum og dýrum efnum og XL1.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent