Innlent

Fundað í álversdeilu í dag

Gissur Sigurðsson skrifar
Deilan í álverinu hefur staðið mánuðum saman.
Deilan í álverinu hefur staðið mánuðum saman. Vísir/GVA
Stórt flutningaskip er væntanlegt til Straumsvíkur í dag með hráefni til álframleiðslu og er áætlað að það lesti svo ál til úrflutnings.

Eins og komið er fram hafa starfsmenn í álverinu sett útflutningsbann á ál, en hinsvegar er ekki innflutningsmbann á aðföng til álframleiðslu þannig að skipið verður væntanlega losað, en að því loknu taki útflutningsbannið við.

Ríkissátasemjari hefur boðað deilendur til fundar í dag, en eftir því sem fréttastofan kemst næst ríkir lítil bjartsýni á lausn í deilunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×