Bandaríkin færast nær því að fá konu á forsetastól Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2016 19:54 Eftir stórsigur Hillary Clinton í forkosningum Demókrata í Suður Karólínu í gær, gæti það ráðist í næstu viku hvort kona verður í fyrsta sinn formlegur frambjóðandi til embættis forseta í Bandaríkjunum. Á þriðjudag verður kosið í ellefu ríkjum og fjórum öðrum um næstu helgi. Sigur Hillary Clinton í Suður Karólínu í gær var stór en 75 prósent demókrata þar tóku hana fram yfir Bernie Sanders. Hillary hefur nú haft betur í þremur ríkjum af þeim fjórum sem forkosningar hafa farið fram og var sigurreif á fundi með stuðningsmönnum sínum í gærkvöldi. „Ég er afar þakklát vegna þess í dag hafið þið sent þjóðinni þau skilaboð að þegar við stöndum saman er engin hindrun svo stór að við komumst ekki yfir hana,“ sagði hún í ávarpi til þúsunda stuðningsmanna.Bernie Sanders vann með miklum mun í New Hampshare þar sem íbúarnir eru í miklum meirihluta hvítir. En Clinton nýtur mikils fylgis meðal svartra demókrata og þeir eru um helmingur skráðra flokksmanna í Suður Karólínu.Michelle Garcia-Daniels, stuðningskona á fertugsaldri af suðuramerískum uppruna, sagði þegar úrslitin lágu fyrir að New Hampshere endurspeglaði ekki bandarískt þjóðfélag eins vel og Suður Karólína. „Ég er í sjöunda himni yfir þeirri staðreynd að hún lagði Suður Karólínu að fótum sér. Nú get ég loksins sagt frú forseti,“ sagði Michelle. John Keith úr hópi svartra í stuðningsliði Clinton var sömuleiðis hæstánægður með úrslitin. „Ég bjóst ekki við að munurinn yrði eins mikill og raun ber vitni. Þetta er alveg frábær niðurstaða,“ sagði John.Mikilvæg vika fram undan Á þriðjudag, eða Super Tuesday eins og Kaninn kallar það, verður kosið í ellefu ríkjum, þar af sex í suðurríkjunum þar sem fyrir er að finna stóra minnihlutahópa sem Clinton höfðar mjög til. Þar verður tekist á um 875 landsfundarfulltrúa, rúmlega einn þriðja þess fjölda sem þarf til að hljóta útnefningu flokksins. „Við höfum nú lokið forvali í fyrstu fjórum ríkjunum. Ég vil óska senator Bernie Sanders til hamingju með að hafa rekið frábæra kosningabaráttu. En á morgun fer kosningabaráttan á landsvísu,“ sagði Hillary við mikinn fögnuð fundarmanna. Ef Hillary vinnur stórt á þriðjudag og síðan einnig um næstu helgi þegar forkosningar fara fram í fjórum ríkjum til viðbótar eru líkur á að Bernie Sanders hugsi sinn gang. En þótt hann höfði ekki eins mikið til svartra og Clinton nýtur hann mikils stuðnings og hefur safnað miklu fé frá venjulegu fólki í kosningabaráttu sína.Hillary skaut á Donald Trump en eitt hans aðal kosningamál er að reisa múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. „Þrátt fyrir allt sem þið heyrið er engin þörf á að gera Bandaríkin stórfengleg á nýjan leik. Bandaríkin hafa aldrei hætt að vera stórfengin. En við verðum að gera bandaríkin heil á nýjan leik. Í stað þess að reisa veggi verðum við að rífa niður múra,“ sagði Hillary Clinton í Suður Karólínu í gærkvöldi. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sjá meira
Eftir stórsigur Hillary Clinton í forkosningum Demókrata í Suður Karólínu í gær, gæti það ráðist í næstu viku hvort kona verður í fyrsta sinn formlegur frambjóðandi til embættis forseta í Bandaríkjunum. Á þriðjudag verður kosið í ellefu ríkjum og fjórum öðrum um næstu helgi. Sigur Hillary Clinton í Suður Karólínu í gær var stór en 75 prósent demókrata þar tóku hana fram yfir Bernie Sanders. Hillary hefur nú haft betur í þremur ríkjum af þeim fjórum sem forkosningar hafa farið fram og var sigurreif á fundi með stuðningsmönnum sínum í gærkvöldi. „Ég er afar þakklát vegna þess í dag hafið þið sent þjóðinni þau skilaboð að þegar við stöndum saman er engin hindrun svo stór að við komumst ekki yfir hana,“ sagði hún í ávarpi til þúsunda stuðningsmanna.Bernie Sanders vann með miklum mun í New Hampshare þar sem íbúarnir eru í miklum meirihluta hvítir. En Clinton nýtur mikils fylgis meðal svartra demókrata og þeir eru um helmingur skráðra flokksmanna í Suður Karólínu.Michelle Garcia-Daniels, stuðningskona á fertugsaldri af suðuramerískum uppruna, sagði þegar úrslitin lágu fyrir að New Hampshere endurspeglaði ekki bandarískt þjóðfélag eins vel og Suður Karólína. „Ég er í sjöunda himni yfir þeirri staðreynd að hún lagði Suður Karólínu að fótum sér. Nú get ég loksins sagt frú forseti,“ sagði Michelle. John Keith úr hópi svartra í stuðningsliði Clinton var sömuleiðis hæstánægður með úrslitin. „Ég bjóst ekki við að munurinn yrði eins mikill og raun ber vitni. Þetta er alveg frábær niðurstaða,“ sagði John.Mikilvæg vika fram undan Á þriðjudag, eða Super Tuesday eins og Kaninn kallar það, verður kosið í ellefu ríkjum, þar af sex í suðurríkjunum þar sem fyrir er að finna stóra minnihlutahópa sem Clinton höfðar mjög til. Þar verður tekist á um 875 landsfundarfulltrúa, rúmlega einn þriðja þess fjölda sem þarf til að hljóta útnefningu flokksins. „Við höfum nú lokið forvali í fyrstu fjórum ríkjunum. Ég vil óska senator Bernie Sanders til hamingju með að hafa rekið frábæra kosningabaráttu. En á morgun fer kosningabaráttan á landsvísu,“ sagði Hillary við mikinn fögnuð fundarmanna. Ef Hillary vinnur stórt á þriðjudag og síðan einnig um næstu helgi þegar forkosningar fara fram í fjórum ríkjum til viðbótar eru líkur á að Bernie Sanders hugsi sinn gang. En þótt hann höfði ekki eins mikið til svartra og Clinton nýtur hann mikils stuðnings og hefur safnað miklu fé frá venjulegu fólki í kosningabaráttu sína.Hillary skaut á Donald Trump en eitt hans aðal kosningamál er að reisa múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. „Þrátt fyrir allt sem þið heyrið er engin þörf á að gera Bandaríkin stórfengleg á nýjan leik. Bandaríkin hafa aldrei hætt að vera stórfengin. En við verðum að gera bandaríkin heil á nýjan leik. Í stað þess að reisa veggi verðum við að rífa niður múra,“ sagði Hillary Clinton í Suður Karólínu í gærkvöldi.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sjá meira