Bandaríkin færast nær því að fá konu á forsetastól Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2016 19:54 Eftir stórsigur Hillary Clinton í forkosningum Demókrata í Suður Karólínu í gær, gæti það ráðist í næstu viku hvort kona verður í fyrsta sinn formlegur frambjóðandi til embættis forseta í Bandaríkjunum. Á þriðjudag verður kosið í ellefu ríkjum og fjórum öðrum um næstu helgi. Sigur Hillary Clinton í Suður Karólínu í gær var stór en 75 prósent demókrata þar tóku hana fram yfir Bernie Sanders. Hillary hefur nú haft betur í þremur ríkjum af þeim fjórum sem forkosningar hafa farið fram og var sigurreif á fundi með stuðningsmönnum sínum í gærkvöldi. „Ég er afar þakklát vegna þess í dag hafið þið sent þjóðinni þau skilaboð að þegar við stöndum saman er engin hindrun svo stór að við komumst ekki yfir hana,“ sagði hún í ávarpi til þúsunda stuðningsmanna.Bernie Sanders vann með miklum mun í New Hampshare þar sem íbúarnir eru í miklum meirihluta hvítir. En Clinton nýtur mikils fylgis meðal svartra demókrata og þeir eru um helmingur skráðra flokksmanna í Suður Karólínu.Michelle Garcia-Daniels, stuðningskona á fertugsaldri af suðuramerískum uppruna, sagði þegar úrslitin lágu fyrir að New Hampshere endurspeglaði ekki bandarískt þjóðfélag eins vel og Suður Karólína. „Ég er í sjöunda himni yfir þeirri staðreynd að hún lagði Suður Karólínu að fótum sér. Nú get ég loksins sagt frú forseti,“ sagði Michelle. John Keith úr hópi svartra í stuðningsliði Clinton var sömuleiðis hæstánægður með úrslitin. „Ég bjóst ekki við að munurinn yrði eins mikill og raun ber vitni. Þetta er alveg frábær niðurstaða,“ sagði John.Mikilvæg vika fram undan Á þriðjudag, eða Super Tuesday eins og Kaninn kallar það, verður kosið í ellefu ríkjum, þar af sex í suðurríkjunum þar sem fyrir er að finna stóra minnihlutahópa sem Clinton höfðar mjög til. Þar verður tekist á um 875 landsfundarfulltrúa, rúmlega einn þriðja þess fjölda sem þarf til að hljóta útnefningu flokksins. „Við höfum nú lokið forvali í fyrstu fjórum ríkjunum. Ég vil óska senator Bernie Sanders til hamingju með að hafa rekið frábæra kosningabaráttu. En á morgun fer kosningabaráttan á landsvísu,“ sagði Hillary við mikinn fögnuð fundarmanna. Ef Hillary vinnur stórt á þriðjudag og síðan einnig um næstu helgi þegar forkosningar fara fram í fjórum ríkjum til viðbótar eru líkur á að Bernie Sanders hugsi sinn gang. En þótt hann höfði ekki eins mikið til svartra og Clinton nýtur hann mikils stuðnings og hefur safnað miklu fé frá venjulegu fólki í kosningabaráttu sína.Hillary skaut á Donald Trump en eitt hans aðal kosningamál er að reisa múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. „Þrátt fyrir allt sem þið heyrið er engin þörf á að gera Bandaríkin stórfengleg á nýjan leik. Bandaríkin hafa aldrei hætt að vera stórfengin. En við verðum að gera bandaríkin heil á nýjan leik. Í stað þess að reisa veggi verðum við að rífa niður múra,“ sagði Hillary Clinton í Suður Karólínu í gærkvöldi. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Sjá meira
Eftir stórsigur Hillary Clinton í forkosningum Demókrata í Suður Karólínu í gær, gæti það ráðist í næstu viku hvort kona verður í fyrsta sinn formlegur frambjóðandi til embættis forseta í Bandaríkjunum. Á þriðjudag verður kosið í ellefu ríkjum og fjórum öðrum um næstu helgi. Sigur Hillary Clinton í Suður Karólínu í gær var stór en 75 prósent demókrata þar tóku hana fram yfir Bernie Sanders. Hillary hefur nú haft betur í þremur ríkjum af þeim fjórum sem forkosningar hafa farið fram og var sigurreif á fundi með stuðningsmönnum sínum í gærkvöldi. „Ég er afar þakklát vegna þess í dag hafið þið sent þjóðinni þau skilaboð að þegar við stöndum saman er engin hindrun svo stór að við komumst ekki yfir hana,“ sagði hún í ávarpi til þúsunda stuðningsmanna.Bernie Sanders vann með miklum mun í New Hampshare þar sem íbúarnir eru í miklum meirihluta hvítir. En Clinton nýtur mikils fylgis meðal svartra demókrata og þeir eru um helmingur skráðra flokksmanna í Suður Karólínu.Michelle Garcia-Daniels, stuðningskona á fertugsaldri af suðuramerískum uppruna, sagði þegar úrslitin lágu fyrir að New Hampshere endurspeglaði ekki bandarískt þjóðfélag eins vel og Suður Karólína. „Ég er í sjöunda himni yfir þeirri staðreynd að hún lagði Suður Karólínu að fótum sér. Nú get ég loksins sagt frú forseti,“ sagði Michelle. John Keith úr hópi svartra í stuðningsliði Clinton var sömuleiðis hæstánægður með úrslitin. „Ég bjóst ekki við að munurinn yrði eins mikill og raun ber vitni. Þetta er alveg frábær niðurstaða,“ sagði John.Mikilvæg vika fram undan Á þriðjudag, eða Super Tuesday eins og Kaninn kallar það, verður kosið í ellefu ríkjum, þar af sex í suðurríkjunum þar sem fyrir er að finna stóra minnihlutahópa sem Clinton höfðar mjög til. Þar verður tekist á um 875 landsfundarfulltrúa, rúmlega einn þriðja þess fjölda sem þarf til að hljóta útnefningu flokksins. „Við höfum nú lokið forvali í fyrstu fjórum ríkjunum. Ég vil óska senator Bernie Sanders til hamingju með að hafa rekið frábæra kosningabaráttu. En á morgun fer kosningabaráttan á landsvísu,“ sagði Hillary við mikinn fögnuð fundarmanna. Ef Hillary vinnur stórt á þriðjudag og síðan einnig um næstu helgi þegar forkosningar fara fram í fjórum ríkjum til viðbótar eru líkur á að Bernie Sanders hugsi sinn gang. En þótt hann höfði ekki eins mikið til svartra og Clinton nýtur hann mikils stuðnings og hefur safnað miklu fé frá venjulegu fólki í kosningabaráttu sína.Hillary skaut á Donald Trump en eitt hans aðal kosningamál er að reisa múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. „Þrátt fyrir allt sem þið heyrið er engin þörf á að gera Bandaríkin stórfengleg á nýjan leik. Bandaríkin hafa aldrei hætt að vera stórfengin. En við verðum að gera bandaríkin heil á nýjan leik. Í stað þess að reisa veggi verðum við að rífa niður múra,“ sagði Hillary Clinton í Suður Karólínu í gærkvöldi.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Sjá meira