Geir: Naut og bernaise með mömmu í kvöld Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. febrúar 2016 18:56 Geir Guðmundsson fagnar með liðsfélögum sínum í leikslok. vísir/andri marinó Geir Guðmundsson, skytta Valsmanna, skoraði fjögur mörk og var sterkur í vörninni þegar Valur lagði Gróttu, 25-23, í bikarúrslitaleik karla í handbolta í dag. Valsmenn lögðu grunninn að sigrinum í byrjun seinni hálfleiks þar sem þeir náðu strax fimm marka forskoti. "Vörnin þéttist svakalega í seinni hálfleik og Bubbi varði eins og berserkur. Á sama tíma náðum við að mjatla inn nokkrum mörkum í sókninni og fengum mörk úr hraðaupphlaupum þannig þetta spilaðist eiginlega eins og við vildum," sagði Geir við Vísi eftir leik. "Við erum rosalega stoltir og ánægðir með þennan varnarleik sem við spiluðum um helgina. Vonandi getum við byggt ofan á þetta og mætt síðan strax ferskir í næsta leik á fimmtudaginn." Geir var nánast enn í losti eftir sigurinn þegar Vísir ræddi við hann. "Ég er varla búinn að átta mig á þessu enn þá. Ef ég á að lýsa í þessu í einu orði er það alsæla," sagði hann sáttur. Geir sagði þennan titil gefa Valsliðinu mikið og það hjálpaði til að vinna loksins Haukana aftur sem voru búnir að leggja Valsmenn sex sinnum í röð þar til í gærkvöldi. "Það var hrikalega sterkt fyrir okkur að vinna Haukana loksins. Við unnum þá reyndar í æfingaleik í janúar en það telur víst ekki. Það er bara frábært að þessi grýla sé loksins farin. Nú vitum við sjálfir að við getum unnið þá ef við spilum okkar leik," sagði Geir, en hvernig verður fagnað í kvöld? "Ég ætla að fara í nautakjöt og bernaise sósu hjá móður minni sem kom að norðan. Svo á pabbi á afmæli þannig ég fagna aðeins með þeim. Eftir það hitti ég svo strákana og við gerum eflaust eitthvað skemmtilegt saman," sagði Geir Guðmundsson. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - Valur 23-25 | Valur bikarmeistari í níunda sinn Valur lagði Gróttu í úrslitum Coca Cola-bikars karla í handbolta í Laugardalshöll í dag. 27. febrúar 2016 18:45 Hlynur: Svo stoltur af þessu liði að það hálfa væri nóg Hlynur Morthens, markvörður Vals, átti flottan leik þegar Hlíðarendapiltar lögðu Gróttu, 25-23, í úrslitaleik Coca Cola-bikars karla í handbolta í dag. 27. febrúar 2016 18:55 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Geir Guðmundsson, skytta Valsmanna, skoraði fjögur mörk og var sterkur í vörninni þegar Valur lagði Gróttu, 25-23, í bikarúrslitaleik karla í handbolta í dag. Valsmenn lögðu grunninn að sigrinum í byrjun seinni hálfleiks þar sem þeir náðu strax fimm marka forskoti. "Vörnin þéttist svakalega í seinni hálfleik og Bubbi varði eins og berserkur. Á sama tíma náðum við að mjatla inn nokkrum mörkum í sókninni og fengum mörk úr hraðaupphlaupum þannig þetta spilaðist eiginlega eins og við vildum," sagði Geir við Vísi eftir leik. "Við erum rosalega stoltir og ánægðir með þennan varnarleik sem við spiluðum um helgina. Vonandi getum við byggt ofan á þetta og mætt síðan strax ferskir í næsta leik á fimmtudaginn." Geir var nánast enn í losti eftir sigurinn þegar Vísir ræddi við hann. "Ég er varla búinn að átta mig á þessu enn þá. Ef ég á að lýsa í þessu í einu orði er það alsæla," sagði hann sáttur. Geir sagði þennan titil gefa Valsliðinu mikið og það hjálpaði til að vinna loksins Haukana aftur sem voru búnir að leggja Valsmenn sex sinnum í röð þar til í gærkvöldi. "Það var hrikalega sterkt fyrir okkur að vinna Haukana loksins. Við unnum þá reyndar í æfingaleik í janúar en það telur víst ekki. Það er bara frábært að þessi grýla sé loksins farin. Nú vitum við sjálfir að við getum unnið þá ef við spilum okkar leik," sagði Geir, en hvernig verður fagnað í kvöld? "Ég ætla að fara í nautakjöt og bernaise sósu hjá móður minni sem kom að norðan. Svo á pabbi á afmæli þannig ég fagna aðeins með þeim. Eftir það hitti ég svo strákana og við gerum eflaust eitthvað skemmtilegt saman," sagði Geir Guðmundsson.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - Valur 23-25 | Valur bikarmeistari í níunda sinn Valur lagði Gróttu í úrslitum Coca Cola-bikars karla í handbolta í Laugardalshöll í dag. 27. febrúar 2016 18:45 Hlynur: Svo stoltur af þessu liði að það hálfa væri nóg Hlynur Morthens, markvörður Vals, átti flottan leik þegar Hlíðarendapiltar lögðu Gróttu, 25-23, í úrslitaleik Coca Cola-bikars karla í handbolta í dag. 27. febrúar 2016 18:55 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - Valur 23-25 | Valur bikarmeistari í níunda sinn Valur lagði Gróttu í úrslitum Coca Cola-bikars karla í handbolta í Laugardalshöll í dag. 27. febrúar 2016 18:45
Hlynur: Svo stoltur af þessu liði að það hálfa væri nóg Hlynur Morthens, markvörður Vals, átti flottan leik þegar Hlíðarendapiltar lögðu Gróttu, 25-23, í úrslitaleik Coca Cola-bikars karla í handbolta í dag. 27. febrúar 2016 18:55