Í göngutúrnum uppljóstraði Sigmundur Davíð að hann hafi gert nokkrar myndir af húsum í miðbænum sem sýnir hvernig þau gætu litið út ef vinna væri lögð í að endurgera þau með áherslu á sögulegt útlit húsa í bænum.
„Fyrir nokkrum árum gerði ég það til gamans að teikna húsið upp eins og það væri ef það væri gert upp eins og það leit út áður,“ sagði Sigmundur Davíð í þættinum um eitt þessara húsa, Laugaveg 33. „Og mjög mörg hús hérna sem eru falleg núna hafa gengið í gegnum svona niðurlægingartímabil.“
Sigmundur Davíð lét 365 hafa þessar myndir og birtast þær hér fyrir neðan með þeim hætti að hægt er að sjá með skýrum hætti hvernig hugmyndir forsætisráðherrans myndu koma út samanborið við hvernig húsin eru í dag.