Lögreglan biður Hafnfirðinga um að sýna stillingu Ásgeir Erlendsson skrifar 25. febrúar 2016 20:31 Töluverður ótti hefur skapast á meðal íbúa Hafnarfjarðar eftir að fréttir bárust af því á mánudag að maður hafi ráðist öðru sinni gegn konu á heimili hennar í Móabarði. Aðstoðaryfirlögregluþjónn biður fólk um að halda ró sinni og treysta lögreglu til að tryggja öryggi borgaranna. „Við finnum það að það er mikill ótti hjá fólki sem skiljanlegt er. Það er að bregðast við með að safna sér einhverjum áhöldum eða bareflum jafnvel til þess að taka á móti einhverri ógn sem við teljum ekki vera. Fólk er að draga niður, slökkva ljós og svarar ekki dyrabjöllum þegar ættingjar eða vinir eru að koma,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Rannsókn málsins er í fullum gangi en lögreglan getur lítið tjáð sig um einstaka atriði þar sem hún er á viðkvæmu stigi en lögreglan vill þó koma þessum upplýsingum til almennings: „Sýna stillingu og lögreglan meti það þannig að það er ekki ástæða til að fara út í svona aðgerðir hjá fólki. Ef að lögreglan telur um einhverja almannahættu eða að fjölskyldur, einstaklingar eða hópar séu í einhverri hættu þá bregðumst við við því með einhverjum ráðstöfunum, með auknu eftirliti eða höfum samskipti við fólkið sem um ræðir.“ Ýmsar sögusagnir hafa farið af stað um málið sem eru víðs fjarri sannleikanum og Margeir segir mikilvægt að lögreglan haldi almenningi upplýstum. „Það er skiljanlegt að fólk er óttaslegið og að sjálfsögðu þarf lögreglan að grípa fyrr inn í. Við stjórnum kannski ekki umfjölluninni nema þá að grípa inn og koma upplýsingum til fólks og reyna svona aðeins að halda öllum upplýstum.“ Líkamsárás í Móabarði Tengdar fréttir Grunaður um árás á konu á heimili hennar Lögregla leitar árásarmannsins en konan var ein heima hjá sér með ungbarn á mánudagsmorgun þegar bankað var á dyrnar. 18. febrúar 2016 11:30 Óttaslegnir íbúar vígbúast í Móabarði Óhugur er í íbúum Móabarðs eftir alvarlegar árásir í götunni. Menn hafa gripið til varúðarráðstafana og eru undrandi yfir að lögregla yfirheyri þá ekki þar sem þeir hljóti að liggja undir grun. Engar nýjar vísbendingar, segir lög 24. febrúar 2016 07:00 Konan nýtur nú verndar Grunur leikur á að sami maður hafi í tvígang ráðist á konu á heimili hennar í Móabarði í Hafnarfirði. 22. febrúar 2016 21:33 Fjölmennt lið lögreglu aftur kallað út í Móabarð Lögregla leitar enn manns sem grunaður er um alvarlega líkamsárás síðastliðinn mánudag. 22. febrúar 2016 10:23 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Töluverður ótti hefur skapast á meðal íbúa Hafnarfjarðar eftir að fréttir bárust af því á mánudag að maður hafi ráðist öðru sinni gegn konu á heimili hennar í Móabarði. Aðstoðaryfirlögregluþjónn biður fólk um að halda ró sinni og treysta lögreglu til að tryggja öryggi borgaranna. „Við finnum það að það er mikill ótti hjá fólki sem skiljanlegt er. Það er að bregðast við með að safna sér einhverjum áhöldum eða bareflum jafnvel til þess að taka á móti einhverri ógn sem við teljum ekki vera. Fólk er að draga niður, slökkva ljós og svarar ekki dyrabjöllum þegar ættingjar eða vinir eru að koma,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Rannsókn málsins er í fullum gangi en lögreglan getur lítið tjáð sig um einstaka atriði þar sem hún er á viðkvæmu stigi en lögreglan vill þó koma þessum upplýsingum til almennings: „Sýna stillingu og lögreglan meti það þannig að það er ekki ástæða til að fara út í svona aðgerðir hjá fólki. Ef að lögreglan telur um einhverja almannahættu eða að fjölskyldur, einstaklingar eða hópar séu í einhverri hættu þá bregðumst við við því með einhverjum ráðstöfunum, með auknu eftirliti eða höfum samskipti við fólkið sem um ræðir.“ Ýmsar sögusagnir hafa farið af stað um málið sem eru víðs fjarri sannleikanum og Margeir segir mikilvægt að lögreglan haldi almenningi upplýstum. „Það er skiljanlegt að fólk er óttaslegið og að sjálfsögðu þarf lögreglan að grípa fyrr inn í. Við stjórnum kannski ekki umfjölluninni nema þá að grípa inn og koma upplýsingum til fólks og reyna svona aðeins að halda öllum upplýstum.“
Líkamsárás í Móabarði Tengdar fréttir Grunaður um árás á konu á heimili hennar Lögregla leitar árásarmannsins en konan var ein heima hjá sér með ungbarn á mánudagsmorgun þegar bankað var á dyrnar. 18. febrúar 2016 11:30 Óttaslegnir íbúar vígbúast í Móabarði Óhugur er í íbúum Móabarðs eftir alvarlegar árásir í götunni. Menn hafa gripið til varúðarráðstafana og eru undrandi yfir að lögregla yfirheyri þá ekki þar sem þeir hljóti að liggja undir grun. Engar nýjar vísbendingar, segir lög 24. febrúar 2016 07:00 Konan nýtur nú verndar Grunur leikur á að sami maður hafi í tvígang ráðist á konu á heimili hennar í Móabarði í Hafnarfirði. 22. febrúar 2016 21:33 Fjölmennt lið lögreglu aftur kallað út í Móabarð Lögregla leitar enn manns sem grunaður er um alvarlega líkamsárás síðastliðinn mánudag. 22. febrúar 2016 10:23 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Grunaður um árás á konu á heimili hennar Lögregla leitar árásarmannsins en konan var ein heima hjá sér með ungbarn á mánudagsmorgun þegar bankað var á dyrnar. 18. febrúar 2016 11:30
Óttaslegnir íbúar vígbúast í Móabarði Óhugur er í íbúum Móabarðs eftir alvarlegar árásir í götunni. Menn hafa gripið til varúðarráðstafana og eru undrandi yfir að lögregla yfirheyri þá ekki þar sem þeir hljóti að liggja undir grun. Engar nýjar vísbendingar, segir lög 24. febrúar 2016 07:00
Konan nýtur nú verndar Grunur leikur á að sami maður hafi í tvígang ráðist á konu á heimili hennar í Móabarði í Hafnarfirði. 22. febrúar 2016 21:33
Fjölmennt lið lögreglu aftur kallað út í Móabarð Lögregla leitar enn manns sem grunaður er um alvarlega líkamsárás síðastliðinn mánudag. 22. febrúar 2016 10:23