Sannleikurinn um fjármögnun heilbrigðisþjónustu á Íslandi Ólafur Ólafsson og Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 26. febrúar 2016 07:00 Allt frá árinu 2003 hefur hlutfall heilbrigðisþjónustu af vergri landsframleiðslu (VLF) farið lækkandi. Árið 2003 var það 10,1% en hefur hægt og bítandi lækkað niður í 8,8% árið 2014. Fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar hefur því ekki hækkað líkt og heyrst hefur frá stjórnarherrunum. Upplýsingar frá Landlækni og Kára Stefánssyni eru því réttar. Ísland leggur ekki jafnmikið til heilbrigðismála sem hlutfall af VLF eins og hin norrænu ríkin. Árið 2014 var hlutfall heilbrigðisútgjalda af VLF í Svíþjóð 11%, Danmörku 10,4%, 9,4% í Noregi og 8,7% í Finnlandi. Sömu sögu má segja ef tekið er mið af kaupmáttarjafnvægi mælt í dollurum[1] Gæði og árangur heilbrigðisþjónustu á Íslandi virðist vera góð í alþjóðlegum samanburði þangað til árin 2009–2010. Eftir 2009 höfum við ekki náð að halda þeim gæðum og árangri í heilbrigðisþjónustu sem við teljum viðunandi og vera í samræmi við lög um heilbrigðisþjónustu. Vegna lélegrar endurnýjunar á nauðsynlegum tækjum og búnaði ásamt skorti á læknum, hjúkrunarfræðingum og tæknifólki hafa biðlistar lengst. Nú um mundir hafa skapast óþolandi biðlistar jafnvel eftir einföldum augnaðgerðum, meðferð á hjartaóreglu, hjartaþræðingum og bráðnauðsynlegum krabbameinsrannsóknum og eftirliti. Að auki hefur skapast ógnvekjandi kostnaður hjá mörgum sjúklingum vegna notkunar á heilbrigðisþjónustu vegna sinnuleysis heilbrigðisyfirvalda. Á þetta sérstaklega við fólk sem glímir við krabbamein og langveikt fólk. Kannanir hafa sýnt að fleiri og fleiri hafa frestað ferð til læknis vegna kostnaðar. Þar fyrir utan hefur dregið stórlega úr innleiðingu á nýjum lyfjum. Ef þessi þróun heldur áfram og ekki meira fjármagni varið í heilbrigðisþjónustuna, bendir flest til þess að gæði og árangur hennar muni versna á næstu árum. Það þarf að forgangsraða betur og leggja meira fé í heilbrigðisþjónustuna. Ef meira fé fæst í heilbrigðismál á að nota það til að auka gæði og árangur heilbrigðisþjónustunnar og draga úr kostnaðarþátttöku almennings vegna heilbrigðisþjónustu. Við teljum það verðugt markmið að taka áskorun Kára Stefánssonar og stefna að því að 11% af vergri landsframleiðslu fari í heilbrigðismál, til að viðhalda þeim góðu gæðum og árangri sem við þegar höfðum náð. [1] Purchasing Power Parity – P.P.P OECD skýrslur París og skýrslur WHO 2005-2014 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Dálkur Kristrúnar í bak Dags B. var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Allt frá árinu 2003 hefur hlutfall heilbrigðisþjónustu af vergri landsframleiðslu (VLF) farið lækkandi. Árið 2003 var það 10,1% en hefur hægt og bítandi lækkað niður í 8,8% árið 2014. Fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar hefur því ekki hækkað líkt og heyrst hefur frá stjórnarherrunum. Upplýsingar frá Landlækni og Kára Stefánssyni eru því réttar. Ísland leggur ekki jafnmikið til heilbrigðismála sem hlutfall af VLF eins og hin norrænu ríkin. Árið 2014 var hlutfall heilbrigðisútgjalda af VLF í Svíþjóð 11%, Danmörku 10,4%, 9,4% í Noregi og 8,7% í Finnlandi. Sömu sögu má segja ef tekið er mið af kaupmáttarjafnvægi mælt í dollurum[1] Gæði og árangur heilbrigðisþjónustu á Íslandi virðist vera góð í alþjóðlegum samanburði þangað til árin 2009–2010. Eftir 2009 höfum við ekki náð að halda þeim gæðum og árangri í heilbrigðisþjónustu sem við teljum viðunandi og vera í samræmi við lög um heilbrigðisþjónustu. Vegna lélegrar endurnýjunar á nauðsynlegum tækjum og búnaði ásamt skorti á læknum, hjúkrunarfræðingum og tæknifólki hafa biðlistar lengst. Nú um mundir hafa skapast óþolandi biðlistar jafnvel eftir einföldum augnaðgerðum, meðferð á hjartaóreglu, hjartaþræðingum og bráðnauðsynlegum krabbameinsrannsóknum og eftirliti. Að auki hefur skapast ógnvekjandi kostnaður hjá mörgum sjúklingum vegna notkunar á heilbrigðisþjónustu vegna sinnuleysis heilbrigðisyfirvalda. Á þetta sérstaklega við fólk sem glímir við krabbamein og langveikt fólk. Kannanir hafa sýnt að fleiri og fleiri hafa frestað ferð til læknis vegna kostnaðar. Þar fyrir utan hefur dregið stórlega úr innleiðingu á nýjum lyfjum. Ef þessi þróun heldur áfram og ekki meira fjármagni varið í heilbrigðisþjónustuna, bendir flest til þess að gæði og árangur hennar muni versna á næstu árum. Það þarf að forgangsraða betur og leggja meira fé í heilbrigðisþjónustuna. Ef meira fé fæst í heilbrigðismál á að nota það til að auka gæði og árangur heilbrigðisþjónustunnar og draga úr kostnaðarþátttöku almennings vegna heilbrigðisþjónustu. Við teljum það verðugt markmið að taka áskorun Kára Stefánssonar og stefna að því að 11% af vergri landsframleiðslu fari í heilbrigðismál, til að viðhalda þeim góðu gæðum og árangri sem við þegar höfðum náð. [1] Purchasing Power Parity – P.P.P OECD skýrslur París og skýrslur WHO 2005-2014
Dálkur Kristrúnar í bak Dags B. var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Dálkur Kristrúnar í bak Dags B. var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt Skoðun