Erlent

Messi sendi pokastráknum alvöru treyju

Samúel Karl Ólason skrifar
Murtaza Ahmadi virðist ánægður með treyjuna.
Murtaza Ahmadi virðist ánægður með treyjuna. Mynd/Unicef
Hinn fimm ára gamli Murtaza Ahmadi frá Afganistan varð heimsfrægur á dögunum. Myndir voru birtar af honum þar sem hann hafði klætt sig í röndóttan plastpoka. Pokann hafði hann skreytt til að gera Messi treyju úr honum.

Argentínski landsliðsmaðurinn sá myndina og með hjálp UNICEF sendi hann Ahmadi tvær raunverulegar treyjur sem hann hafði áritað. Einnig fékk Ahmadi fótbolta að gjöf.

Messi er velgjörðasendiherra UNICEF og hefur verið það um nokkurt skeið.

Myndin sem fór eins og eldur í sinu um internetið.
Samkvæmt BBC býr Ahmadi á mjög dreifbýlu svæði í Afganistan. Hann elskar fótbolta og hefur mikið dálæti á Messi. Faðir hans sagðist ekki hafa átt efni á því að kaupa treyju fyrir hann svo plastpoki hefi verið notaður í staðinn.

Ahmadi hefur heyrt af athyglinni sem hann hefur fengið og í lok janúar sagðist hann vonast til þess að fá að hitta Messi.

Hver man ekki eftir 5 ára Murtaza Ahmadi frá Afganistan sem spilaði fótbolta í heimagerðri Messi treyju úr röndóttum...

Posted by UNICEF á Íslandi on Thursday, February 25, 2016

Tengdar fréttir

Messi mun hitta krakkann í plastpokabúningnum

Fimm ára drengur frá Afganistan varð heimsfrægur á einum degi þegar mynd af honum í plastpokabúningi merktum Lionel Messi fór sem eldur í sinu um internetið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×