Til stóð að Conor myndi berjast við Rafael dos Anjos um heimsmeistaratitilinn í léttvigt, en Conor varð heimsmeistari í fjaðurvigt í desember þegar hann rotaði Jose Aldo á tólf sekúndum.
Sjá einnig:Sjáðu síðasta bardaga hjá andstæðingi Conors
Dos Anjos meiddist og berst Conor því við Nate Diaz í veltivigt, en hún er tveimur þyngdarflokkum ofar en fjaðurvigtin. Írinn hefur ekki áhyggjur af þyngdarflokkum.
Conor rotar Aldo á tólf sekúndum:
„Eina þyngdin sem mér er ekki sama um er þyngd launaseðlanna minna. Launaseðlarnir mínir eru alltaf í súper-þungavigt,“ sagði Conor á blaðamannafundinum í gær.
Sjá einnig:Diaz við McGregor: Þú ert á sterum
Eins og við mátti búast spáði Conor sér sigri og nokkuð öruggum sigri. „Hann er með svo mjúkan líkama og fær lítinn tíma til að undirbúa sig,“ sagði Conor um Diaz. „Hann mun ekki ráða við grimmdina í mér.“
„Það ríkir gagnkvæm virðing á milli okkar en þetta eru bara viðskipti. Ég mun rota hann í fyrstu lotu,“ sagði Conor McGregor.