Lífið

Bruce Springsteen hrópaði nafnið á rangri borg á miðjum tónleikum í Cleveland

Birgir Olgeirsson skrifar
Bruce Springsteen
Bruce Springsteen Vísir/Getty
Bandaríski tónlistarmaðurinn Bruce Springsteen er á miklu tónleikaferðalagi um heimaland sitt með E Street Band vegna útkomu safndiskasettsins The Ties That Bind: The River Collection

Þessi 66 ára gamli rokkari er búinn að spila á sextán tónleikum frá því The River-tónleikaferðin hófst 16 janúar síðastliðinn. Tónleikarnir eru að jafnaði um þrjá og hálfan klukkutíma að lengd þar sem hann flytur rúmlega 30 lög. Á hann tugi tónleika eftir á þessu ferðalagi sem endar í Róm á Ítalíu í júlí næstkomandi.

Það er því ekki nema von að menn verði eilítið áttavilltir á slíku ferðalagi en Springsteen var að leika á tónleikum í borginni Cleveland, í Ohio-ríki Bandaríkjanna, í gærkvöldi þegar hann hrópaði nafnið á rangri borg þegar hann ávarpaði áhorfendur.

Party noise Pittsburgh,“ hrópaði Springsteen en leiðrétti það nokkrum sekúndum síðar. „And Cleveland too,“ hrópaði tónlistarmaðurinn og uppskar hlátur frá áhorfendum áður en hann byrjaði að spila lagið Sherry Darling.

Springsteen bætti einnig upp fyrir þetta með því að fleygja sér í áhorfendahópinn og lét hann bera sig um svæðið og tók meira að segja „selfie“ með einum af áhorfendunum.

Bandaríski fjölmiðillinn Billboard greinir frá því að þessi misskilningur Springsteen gæti hafa stafað af tónlistarmanninum Joe Gruschecky, sem er frá Pittsburgh. Hann er gamall vinur Springsteen og mætti á sviðið í gær til að flytja lagið Born to Run ásamt Springsteen og E Street Band. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.