Tárvot Adele ótvíræður sigurvegari Brit verðlaunanna Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. febrúar 2016 23:38 Tilfinningarnar báru Adele ofurliði. vísir/afp Breska söngkonan Adele var óumdeildur sigurvegari bresku tónlistarverðlaunanna sem afhent voru í kvöld. Alls fór hún heim með fjögur verðlaun en hún var tilnefnd í fimm flokkum. Adele hlaut verðlaun sem besti kvenkyns sólólistamaðurinn, bestu bresku plötuna, bestu smáskífuna fyrir lagið Hello og „Global Success“ verðlaun. Hún þurfti að vísu að lúta í lægra haldi fyrir drengjasveitinni One Direction þegar veitt voru verðlaun fyrir besta tónlistarmyndbandið. „Að koma aftur eftir svona langt hlé og fá svona hlýjar móttökur hefur skipt mig svo miklu máli,“ sagði Adele klökk og með tárin í augunum þegar hún tók á móti verðlaunum sínum fyrir bestu bresku plötuna. „Ég vil þakka kærastanum mínum fyrir allt saman og hvernig hann hefur staðið við bakið á mér. Það var mjög, mjög erfitt að búa þetta plötu til. Takk fyrir allt.“ Hátíðin í ár var tileinkuð David Bowie sem lést fyrr á þessu ári eftir baráttu við krabbamein. Söngkonan Annie Lennox og leikarinn Gary Oldman héldu ræður til að minnast tónlistarmannsins en sá síðarnefndi tók einnig við heiðursverðlaunum fyrir hönd Bowie. „Þegar David sagði mér að hann væri með krabbamein sagði hann mér að hann hefði slæmar fréttir og góðar fréttir. Slæmu fréttirnar voru að hann væri með krabbamein en þær góðu voru að nú sæust kinnbeinin hans á nýjan leik,“ sagði leikarinn meðal annars í ræðu sinni. Hljómsveit Bowie lék síðan syrpu með lögum hans áður en nýsjálenska tónlistarkonan Lorde söng Life On Mars með þeim. Meðal annara verðlaunahafa má nefna að ástralska sveitin Tame Impala var valin besta erlenda sveitin meðan Coldplay hlaut verðlaun sem besta breska sveitin. Björk Guðmundsdóttir var tilnefnd sem besta erlendi kvenkyns sólólistamaðurinn en í karlaflokknum féllu verðlaunin í skaut Kanadamannsins Justin Bieber. Meðal þeirra sem tróðu upp á hátíðinni má nefna áðurnefndan Bieber og Coldplay. Rihanna og Drake stigu einnig á svið og fluttu lagið Work. Adele lokaði síðan hátíðinni með lagi sínu When We Were Young. Justin Bieber á Íslandi Tónlist Tengdar fréttir Þessi voru verst klædd á Brit Awards Brit Awards eru haldin hátíðleg í London í kvöld og var rauði dregillinn ansi skrautlegur 24. febrúar 2016 20:30 Þeir áttu rauða dregilinn Strákarnir stóðu sig mun betur en stelpurnar á rauða dreglinum á Brit Awards í kvöld. 24. febrúar 2016 21:30 Björk valin besti alþjóðlegi kvenlistamaðurinn Þetta eru fimmtu Brit verðlaun tónlistarkonunnar. 24. febrúar 2016 21:45 Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Breska söngkonan Adele var óumdeildur sigurvegari bresku tónlistarverðlaunanna sem afhent voru í kvöld. Alls fór hún heim með fjögur verðlaun en hún var tilnefnd í fimm flokkum. Adele hlaut verðlaun sem besti kvenkyns sólólistamaðurinn, bestu bresku plötuna, bestu smáskífuna fyrir lagið Hello og „Global Success“ verðlaun. Hún þurfti að vísu að lúta í lægra haldi fyrir drengjasveitinni One Direction þegar veitt voru verðlaun fyrir besta tónlistarmyndbandið. „Að koma aftur eftir svona langt hlé og fá svona hlýjar móttökur hefur skipt mig svo miklu máli,“ sagði Adele klökk og með tárin í augunum þegar hún tók á móti verðlaunum sínum fyrir bestu bresku plötuna. „Ég vil þakka kærastanum mínum fyrir allt saman og hvernig hann hefur staðið við bakið á mér. Það var mjög, mjög erfitt að búa þetta plötu til. Takk fyrir allt.“ Hátíðin í ár var tileinkuð David Bowie sem lést fyrr á þessu ári eftir baráttu við krabbamein. Söngkonan Annie Lennox og leikarinn Gary Oldman héldu ræður til að minnast tónlistarmannsins en sá síðarnefndi tók einnig við heiðursverðlaunum fyrir hönd Bowie. „Þegar David sagði mér að hann væri með krabbamein sagði hann mér að hann hefði slæmar fréttir og góðar fréttir. Slæmu fréttirnar voru að hann væri með krabbamein en þær góðu voru að nú sæust kinnbeinin hans á nýjan leik,“ sagði leikarinn meðal annars í ræðu sinni. Hljómsveit Bowie lék síðan syrpu með lögum hans áður en nýsjálenska tónlistarkonan Lorde söng Life On Mars með þeim. Meðal annara verðlaunahafa má nefna að ástralska sveitin Tame Impala var valin besta erlenda sveitin meðan Coldplay hlaut verðlaun sem besta breska sveitin. Björk Guðmundsdóttir var tilnefnd sem besta erlendi kvenkyns sólólistamaðurinn en í karlaflokknum féllu verðlaunin í skaut Kanadamannsins Justin Bieber. Meðal þeirra sem tróðu upp á hátíðinni má nefna áðurnefndan Bieber og Coldplay. Rihanna og Drake stigu einnig á svið og fluttu lagið Work. Adele lokaði síðan hátíðinni með lagi sínu When We Were Young.
Justin Bieber á Íslandi Tónlist Tengdar fréttir Þessi voru verst klædd á Brit Awards Brit Awards eru haldin hátíðleg í London í kvöld og var rauði dregillinn ansi skrautlegur 24. febrúar 2016 20:30 Þeir áttu rauða dregilinn Strákarnir stóðu sig mun betur en stelpurnar á rauða dreglinum á Brit Awards í kvöld. 24. febrúar 2016 21:30 Björk valin besti alþjóðlegi kvenlistamaðurinn Þetta eru fimmtu Brit verðlaun tónlistarkonunnar. 24. febrúar 2016 21:45 Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Þessi voru verst klædd á Brit Awards Brit Awards eru haldin hátíðleg í London í kvöld og var rauði dregillinn ansi skrautlegur 24. febrúar 2016 20:30
Þeir áttu rauða dregilinn Strákarnir stóðu sig mun betur en stelpurnar á rauða dreglinum á Brit Awards í kvöld. 24. febrúar 2016 21:30
Björk valin besti alþjóðlegi kvenlistamaðurinn Þetta eru fimmtu Brit verðlaun tónlistarkonunnar. 24. febrúar 2016 21:45