Agent Fresco, Emmsjé Gauti og Úlfur Úlfur á Þjóðhátíð 2016 Gunnar Leó Pálsson skrifar 25. febrúar 2016 06:30 Þórarinn Guðnason, Hrafnkell Örn Guðjónsson og Vignir Rafn Hilmarsson úr Agent Fresco liggja hér saman, ásamt þeim Helga Sæmundi Guðmundssyni úr Úlfi Úlfi og Emmsjé Gauta, þar sem þeir undirbúa sig andlega fyrir Eyjaferðina miklu. vísir/ernir Hljómsveitirnar Agent Fresco, Úlfur Úlfur og rapparinn Emmsjé Gauti koma fram á Þjóðhátíð 2016 en þetta eru fyrstu listamennirnir sem kynntir eru til leiks á þessa Þjóðhátíð sem er númer 142. Þetta er í annað sinn sem hljómsveitin Úlfur Úlfur kemur fram en dúettinn kom fram þar árið 2012. „Mér líst alveg heví vel á þetta. Ég hef reyndar bara einu sinni áður farið til Eyja og hef því ekkert ótrúlega mikla reynslu en mér finnst þetta geggjað,“ segir Arnar Freyr Frostason en hann myndar Úlf Úlf ásamt Helga Sæmundi Guðmundssyni. Arnar Freyr segir að þeir félagar komi til með að flytja sína helstu slagara í bland við glænýtt efni. „Við erum að vinna að nýju efni þessi dagana og höfum eiginlega verið að semja síðan síðasta plata kom út. Við eigum örugglega eftir að spila lög sem eru ekki einu sinni orðin hugmynd núna, það er svo langt í þetta,“ bætir Arnar Freyr við léttur í lundu. Rapparinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, er einnig að koma fram í annað sinn á Þjóðhátíð. „Mér fannst mjög gaman þarna síðast. Mér fannst reyndar hræðilegt að þurfa fara í Herjólf,“ segir Gauti en samgöngutæki eru ekki í miklu uppáhaldi hjá honum. „Ég er hræddastur við flugvélar, síðan við báta því ef þú ert ekki hræddur við sjóinn þá ertu ekki með gott ímyndunarafl og svo eru það bílar, því þetta er allt eitthvað sem klessist á og sekkur og maður hefur enga stjórn á þessu,“ bætir Gauti við. Hann er þó fullur tilhlökkunar. „Ég er mjög spenntur að fara aftur, þetta verður geggjað.“ Arnór Dan Arnarson, söngvari Agent Fresco, hlakkar sérlega mikið til, þar sem hann á afmæli á sama tíma. „Ég á afmæli sama dag og við erum að spila þannig að þetta verður án efa stærsta afmælispartíið mitt hingað til,“ segir Arnór Dan og hlær. Agent Fresco hefur einu sinni áður spilað á Þjóðhátíð og var það árið 2011. „Þar er einhver stemming sem er hvergi annars staðar. Þetta verður gott,“ segir Þórarinn Guðnason, gítarleikari Agent Fresco. Að undanförnu hafa þeir Agent Fresco-piltar Þórarinn, Hrafnkell Örn Guðjónsson trommuleikari og Vignir Rafn Hilmarsson bassaleikari leikið með bæði Úlfi Úlfi og Gauta á tónleikum. En koma þeir til með að spila með röppurunum í Eyjum? „Það er bara aldrei að vita,“ segir Þórarinn. Tilkynnt var á dögunum að Friðrik Dór og Sverrir Bergmann komi til með að syngja Þjóðhátíðarlagið í ár en Fjallabróðirinn Halldór Gunnar Pálsson semur lagið. Fleiri listamenn og hljómsveitir verða tilkynntar á næstunni en forsala miða á Þjóðhátíð hefst í dag á dalurinn.is. Tengdar fréttir Sverrir Bergmann og Friðrik Dór syngja Þjóðhátíðarlagið í ár Halldór Gunnar Pálsson mun sjá um að semja Þjóðhátíðarlagið í ár en hann samdi einmitt lagið Þar sem hjartað slær sem var Þjóðhátíðarlagið árið 2012. 19. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Fleiri fréttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Sjá meira
Hljómsveitirnar Agent Fresco, Úlfur Úlfur og rapparinn Emmsjé Gauti koma fram á Þjóðhátíð 2016 en þetta eru fyrstu listamennirnir sem kynntir eru til leiks á þessa Þjóðhátíð sem er númer 142. Þetta er í annað sinn sem hljómsveitin Úlfur Úlfur kemur fram en dúettinn kom fram þar árið 2012. „Mér líst alveg heví vel á þetta. Ég hef reyndar bara einu sinni áður farið til Eyja og hef því ekkert ótrúlega mikla reynslu en mér finnst þetta geggjað,“ segir Arnar Freyr Frostason en hann myndar Úlf Úlf ásamt Helga Sæmundi Guðmundssyni. Arnar Freyr segir að þeir félagar komi til með að flytja sína helstu slagara í bland við glænýtt efni. „Við erum að vinna að nýju efni þessi dagana og höfum eiginlega verið að semja síðan síðasta plata kom út. Við eigum örugglega eftir að spila lög sem eru ekki einu sinni orðin hugmynd núna, það er svo langt í þetta,“ bætir Arnar Freyr við léttur í lundu. Rapparinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, er einnig að koma fram í annað sinn á Þjóðhátíð. „Mér fannst mjög gaman þarna síðast. Mér fannst reyndar hræðilegt að þurfa fara í Herjólf,“ segir Gauti en samgöngutæki eru ekki í miklu uppáhaldi hjá honum. „Ég er hræddastur við flugvélar, síðan við báta því ef þú ert ekki hræddur við sjóinn þá ertu ekki með gott ímyndunarafl og svo eru það bílar, því þetta er allt eitthvað sem klessist á og sekkur og maður hefur enga stjórn á þessu,“ bætir Gauti við. Hann er þó fullur tilhlökkunar. „Ég er mjög spenntur að fara aftur, þetta verður geggjað.“ Arnór Dan Arnarson, söngvari Agent Fresco, hlakkar sérlega mikið til, þar sem hann á afmæli á sama tíma. „Ég á afmæli sama dag og við erum að spila þannig að þetta verður án efa stærsta afmælispartíið mitt hingað til,“ segir Arnór Dan og hlær. Agent Fresco hefur einu sinni áður spilað á Þjóðhátíð og var það árið 2011. „Þar er einhver stemming sem er hvergi annars staðar. Þetta verður gott,“ segir Þórarinn Guðnason, gítarleikari Agent Fresco. Að undanförnu hafa þeir Agent Fresco-piltar Þórarinn, Hrafnkell Örn Guðjónsson trommuleikari og Vignir Rafn Hilmarsson bassaleikari leikið með bæði Úlfi Úlfi og Gauta á tónleikum. En koma þeir til með að spila með röppurunum í Eyjum? „Það er bara aldrei að vita,“ segir Þórarinn. Tilkynnt var á dögunum að Friðrik Dór og Sverrir Bergmann komi til með að syngja Þjóðhátíðarlagið í ár en Fjallabróðirinn Halldór Gunnar Pálsson semur lagið. Fleiri listamenn og hljómsveitir verða tilkynntar á næstunni en forsala miða á Þjóðhátíð hefst í dag á dalurinn.is.
Tengdar fréttir Sverrir Bergmann og Friðrik Dór syngja Þjóðhátíðarlagið í ár Halldór Gunnar Pálsson mun sjá um að semja Þjóðhátíðarlagið í ár en hann samdi einmitt lagið Þar sem hjartað slær sem var Þjóðhátíðarlagið árið 2012. 19. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Fleiri fréttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Sjá meira
Sverrir Bergmann og Friðrik Dór syngja Þjóðhátíðarlagið í ár Halldór Gunnar Pálsson mun sjá um að semja Þjóðhátíðarlagið í ár en hann samdi einmitt lagið Þar sem hjartað slær sem var Þjóðhátíðarlagið árið 2012. 19. febrúar 2016 07:00
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“