Agent Fresco, Emmsjé Gauti og Úlfur Úlfur á Þjóðhátíð 2016 Gunnar Leó Pálsson skrifar 25. febrúar 2016 06:30 Þórarinn Guðnason, Hrafnkell Örn Guðjónsson og Vignir Rafn Hilmarsson úr Agent Fresco liggja hér saman, ásamt þeim Helga Sæmundi Guðmundssyni úr Úlfi Úlfi og Emmsjé Gauta, þar sem þeir undirbúa sig andlega fyrir Eyjaferðina miklu. vísir/ernir Hljómsveitirnar Agent Fresco, Úlfur Úlfur og rapparinn Emmsjé Gauti koma fram á Þjóðhátíð 2016 en þetta eru fyrstu listamennirnir sem kynntir eru til leiks á þessa Þjóðhátíð sem er númer 142. Þetta er í annað sinn sem hljómsveitin Úlfur Úlfur kemur fram en dúettinn kom fram þar árið 2012. „Mér líst alveg heví vel á þetta. Ég hef reyndar bara einu sinni áður farið til Eyja og hef því ekkert ótrúlega mikla reynslu en mér finnst þetta geggjað,“ segir Arnar Freyr Frostason en hann myndar Úlf Úlf ásamt Helga Sæmundi Guðmundssyni. Arnar Freyr segir að þeir félagar komi til með að flytja sína helstu slagara í bland við glænýtt efni. „Við erum að vinna að nýju efni þessi dagana og höfum eiginlega verið að semja síðan síðasta plata kom út. Við eigum örugglega eftir að spila lög sem eru ekki einu sinni orðin hugmynd núna, það er svo langt í þetta,“ bætir Arnar Freyr við léttur í lundu. Rapparinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, er einnig að koma fram í annað sinn á Þjóðhátíð. „Mér fannst mjög gaman þarna síðast. Mér fannst reyndar hræðilegt að þurfa fara í Herjólf,“ segir Gauti en samgöngutæki eru ekki í miklu uppáhaldi hjá honum. „Ég er hræddastur við flugvélar, síðan við báta því ef þú ert ekki hræddur við sjóinn þá ertu ekki með gott ímyndunarafl og svo eru það bílar, því þetta er allt eitthvað sem klessist á og sekkur og maður hefur enga stjórn á þessu,“ bætir Gauti við. Hann er þó fullur tilhlökkunar. „Ég er mjög spenntur að fara aftur, þetta verður geggjað.“ Arnór Dan Arnarson, söngvari Agent Fresco, hlakkar sérlega mikið til, þar sem hann á afmæli á sama tíma. „Ég á afmæli sama dag og við erum að spila þannig að þetta verður án efa stærsta afmælispartíið mitt hingað til,“ segir Arnór Dan og hlær. Agent Fresco hefur einu sinni áður spilað á Þjóðhátíð og var það árið 2011. „Þar er einhver stemming sem er hvergi annars staðar. Þetta verður gott,“ segir Þórarinn Guðnason, gítarleikari Agent Fresco. Að undanförnu hafa þeir Agent Fresco-piltar Þórarinn, Hrafnkell Örn Guðjónsson trommuleikari og Vignir Rafn Hilmarsson bassaleikari leikið með bæði Úlfi Úlfi og Gauta á tónleikum. En koma þeir til með að spila með röppurunum í Eyjum? „Það er bara aldrei að vita,“ segir Þórarinn. Tilkynnt var á dögunum að Friðrik Dór og Sverrir Bergmann komi til með að syngja Þjóðhátíðarlagið í ár en Fjallabróðirinn Halldór Gunnar Pálsson semur lagið. Fleiri listamenn og hljómsveitir verða tilkynntar á næstunni en forsala miða á Þjóðhátíð hefst í dag á dalurinn.is. Tengdar fréttir Sverrir Bergmann og Friðrik Dór syngja Þjóðhátíðarlagið í ár Halldór Gunnar Pálsson mun sjá um að semja Þjóðhátíðarlagið í ár en hann samdi einmitt lagið Þar sem hjartað slær sem var Þjóðhátíðarlagið árið 2012. 19. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Hljómsveitirnar Agent Fresco, Úlfur Úlfur og rapparinn Emmsjé Gauti koma fram á Þjóðhátíð 2016 en þetta eru fyrstu listamennirnir sem kynntir eru til leiks á þessa Þjóðhátíð sem er númer 142. Þetta er í annað sinn sem hljómsveitin Úlfur Úlfur kemur fram en dúettinn kom fram þar árið 2012. „Mér líst alveg heví vel á þetta. Ég hef reyndar bara einu sinni áður farið til Eyja og hef því ekkert ótrúlega mikla reynslu en mér finnst þetta geggjað,“ segir Arnar Freyr Frostason en hann myndar Úlf Úlf ásamt Helga Sæmundi Guðmundssyni. Arnar Freyr segir að þeir félagar komi til með að flytja sína helstu slagara í bland við glænýtt efni. „Við erum að vinna að nýju efni þessi dagana og höfum eiginlega verið að semja síðan síðasta plata kom út. Við eigum örugglega eftir að spila lög sem eru ekki einu sinni orðin hugmynd núna, það er svo langt í þetta,“ bætir Arnar Freyr við léttur í lundu. Rapparinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, er einnig að koma fram í annað sinn á Þjóðhátíð. „Mér fannst mjög gaman þarna síðast. Mér fannst reyndar hræðilegt að þurfa fara í Herjólf,“ segir Gauti en samgöngutæki eru ekki í miklu uppáhaldi hjá honum. „Ég er hræddastur við flugvélar, síðan við báta því ef þú ert ekki hræddur við sjóinn þá ertu ekki með gott ímyndunarafl og svo eru það bílar, því þetta er allt eitthvað sem klessist á og sekkur og maður hefur enga stjórn á þessu,“ bætir Gauti við. Hann er þó fullur tilhlökkunar. „Ég er mjög spenntur að fara aftur, þetta verður geggjað.“ Arnór Dan Arnarson, söngvari Agent Fresco, hlakkar sérlega mikið til, þar sem hann á afmæli á sama tíma. „Ég á afmæli sama dag og við erum að spila þannig að þetta verður án efa stærsta afmælispartíið mitt hingað til,“ segir Arnór Dan og hlær. Agent Fresco hefur einu sinni áður spilað á Þjóðhátíð og var það árið 2011. „Þar er einhver stemming sem er hvergi annars staðar. Þetta verður gott,“ segir Þórarinn Guðnason, gítarleikari Agent Fresco. Að undanförnu hafa þeir Agent Fresco-piltar Þórarinn, Hrafnkell Örn Guðjónsson trommuleikari og Vignir Rafn Hilmarsson bassaleikari leikið með bæði Úlfi Úlfi og Gauta á tónleikum. En koma þeir til með að spila með röppurunum í Eyjum? „Það er bara aldrei að vita,“ segir Þórarinn. Tilkynnt var á dögunum að Friðrik Dór og Sverrir Bergmann komi til með að syngja Þjóðhátíðarlagið í ár en Fjallabróðirinn Halldór Gunnar Pálsson semur lagið. Fleiri listamenn og hljómsveitir verða tilkynntar á næstunni en forsala miða á Þjóðhátíð hefst í dag á dalurinn.is.
Tengdar fréttir Sverrir Bergmann og Friðrik Dór syngja Þjóðhátíðarlagið í ár Halldór Gunnar Pálsson mun sjá um að semja Þjóðhátíðarlagið í ár en hann samdi einmitt lagið Þar sem hjartað slær sem var Þjóðhátíðarlagið árið 2012. 19. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Sverrir Bergmann og Friðrik Dór syngja Þjóðhátíðarlagið í ár Halldór Gunnar Pálsson mun sjá um að semja Þjóðhátíðarlagið í ár en hann samdi einmitt lagið Þar sem hjartað slær sem var Þjóðhátíðarlagið árið 2012. 19. febrúar 2016 07:00