Mörg spil í stokknum Ari Trausti Guðmundsson skrifar 25. febrúar 2016 07:00 Ein helsta skýring á fylgi Pírata í margendurteknum skoðanakönnunum er á að giska þessi: Fjöldi fólks vill refsa þeim fjórum flokkum sem lengst hafa vélað um hagsmuni þess og lífsskilyrði en ekki tekist nógu vel upp. Annar hópur, ungir kjósendur, treysta þeim ekki til að bæta úr augljósum göllum samfélagsins. Báðir hóparnir binda vonir við næstum óskrifað blað og finnst ekkert annað í boði, nema kannski að skila auðu 2017. Auðvitað má spyrja hvort vonir dugi vel við tilraunir til að bæta samfélagið og virkja almenning til þátttöku. Það kemur í ljós. Í ágætri mánudagsgrein Guðmundar Andra í Fbl. greinir hann stöðuna og spyr hvort það séu örlög vinstri manna á Íslandi að draga alltaf Svarta Pétur í stað ássins í pólitíska spilinu. Hann minnir á Samfylkinguna sem átti að sameina vinstri menn og minnist á Bandalag jafnaðarmanna sem koðnaði fljótt niður. Ef til vill veit Guðmundur Andri ekki að þau sem fundu upp á Samfylkingunni lögðu sig ekki í líma við að ná Alþýðubandalaginu í heild með í ferðina, fremur en flokksleysingjum. AB-fólk að meirihluta gerði sig heldur ekki tilkippilegt að nálgast Alþýðuflokksfólk. Ég gerði dálitlar tilraunir sem flokksleysingi til að hafa áhrif í rétta átt en það reyndist jafn erfitt og að sameina tvo steina í einn. Bæði pólitísk atriði og persónuleg stóðu í vegi. Upphafleg hugmynd Vilmundar Gylfasonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar var að ná öllum vinstri flokkum og hópum (1982-3) í regnhlífasamtökin Bandalag jafnaðarmanna. Fyrir því var mikil stemning meðal ungs, róttæks fólks. Ég fundaði með þeim félögum og studdi hugmyndina. Ferlið mistókst af ástæðum sem mér eru ókunnar en urðu til innra með hugmyndahópnum að BJ. Þar með varð BJ að áhrifalitlu afli. Ef til vill veit Guðmundur Andri ekki um þetta.Sameiginlegt framboð farsælli leið Nú þegar lag er til, og nauðsyn vegna nýsköpunar, að taka upp raunverulega og mótaða samvinnu á þessum væng, velja þrír flokkar að bjóða fram á hefðbundnu nótunum, S, BF og Vg. Katrín Jakobsdóttir leggur til að þeir búi til yfirlýsingu og stefnuskrá um samvinnu eftir kosningar. Ekki er það neikvætt en nær of stutt. Sameiginlegt framboð þessara flokka, auk þess sem fólk utan þeirra væri virkjað, er farsælli leið. Því hef ég og fleiri utan flokka komið á framfæri og þær raddir hafa heyrst innan úr flokkunum. Því ekki að gefa spilin upp á nýtt? Það er mikilvæg list að kunna að vinna saman að brýnum stefnumálum en geta deilt um önnur, eða ýmis atriði hugmyndafræðinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Ein helsta skýring á fylgi Pírata í margendurteknum skoðanakönnunum er á að giska þessi: Fjöldi fólks vill refsa þeim fjórum flokkum sem lengst hafa vélað um hagsmuni þess og lífsskilyrði en ekki tekist nógu vel upp. Annar hópur, ungir kjósendur, treysta þeim ekki til að bæta úr augljósum göllum samfélagsins. Báðir hóparnir binda vonir við næstum óskrifað blað og finnst ekkert annað í boði, nema kannski að skila auðu 2017. Auðvitað má spyrja hvort vonir dugi vel við tilraunir til að bæta samfélagið og virkja almenning til þátttöku. Það kemur í ljós. Í ágætri mánudagsgrein Guðmundar Andra í Fbl. greinir hann stöðuna og spyr hvort það séu örlög vinstri manna á Íslandi að draga alltaf Svarta Pétur í stað ássins í pólitíska spilinu. Hann minnir á Samfylkinguna sem átti að sameina vinstri menn og minnist á Bandalag jafnaðarmanna sem koðnaði fljótt niður. Ef til vill veit Guðmundur Andri ekki að þau sem fundu upp á Samfylkingunni lögðu sig ekki í líma við að ná Alþýðubandalaginu í heild með í ferðina, fremur en flokksleysingjum. AB-fólk að meirihluta gerði sig heldur ekki tilkippilegt að nálgast Alþýðuflokksfólk. Ég gerði dálitlar tilraunir sem flokksleysingi til að hafa áhrif í rétta átt en það reyndist jafn erfitt og að sameina tvo steina í einn. Bæði pólitísk atriði og persónuleg stóðu í vegi. Upphafleg hugmynd Vilmundar Gylfasonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar var að ná öllum vinstri flokkum og hópum (1982-3) í regnhlífasamtökin Bandalag jafnaðarmanna. Fyrir því var mikil stemning meðal ungs, róttæks fólks. Ég fundaði með þeim félögum og studdi hugmyndina. Ferlið mistókst af ástæðum sem mér eru ókunnar en urðu til innra með hugmyndahópnum að BJ. Þar með varð BJ að áhrifalitlu afli. Ef til vill veit Guðmundur Andri ekki um þetta.Sameiginlegt framboð farsælli leið Nú þegar lag er til, og nauðsyn vegna nýsköpunar, að taka upp raunverulega og mótaða samvinnu á þessum væng, velja þrír flokkar að bjóða fram á hefðbundnu nótunum, S, BF og Vg. Katrín Jakobsdóttir leggur til að þeir búi til yfirlýsingu og stefnuskrá um samvinnu eftir kosningar. Ekki er það neikvætt en nær of stutt. Sameiginlegt framboð þessara flokka, auk þess sem fólk utan þeirra væri virkjað, er farsælli leið. Því hef ég og fleiri utan flokka komið á framfæri og þær raddir hafa heyrst innan úr flokkunum. Því ekki að gefa spilin upp á nýtt? Það er mikilvæg list að kunna að vinna saman að brýnum stefnumálum en geta deilt um önnur, eða ýmis atriði hugmyndafræðinnar.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar