Um hvað snýst kjaradeila verkalýðsfélaga starfsmanna í ISAL? Gylfi Ingvarsson skrifar 25. febrúar 2016 07:00 Í fyrsta lagi snýst deilan um að samið verði á sömu nótum og samið hefur verið um á íslenskum vinnumarkaði. Í rammasamkomulagi verkalýðsfélaga og atvinnurekenda var samið um 32% hækkun frá 1. maí 2013 til 31. des 2018, með þeirri viðbót sem verið er að greiða atkvæði um þessa dagana. Í kjarasamningi verkalýðsfélaga gr. 1.1 Gildissvið: „Samningur þessi tekur til allra starfa við framleiðslu-, viðhalds-, skrifstofu- og þjónustustörf hverju nafni sem þau nefnast, samanber þó fylgiskjal (1 )“ sem er yfirlýsing um verktaka. Yfirlýsingin hefur tekið mörgum breytingum í samningum í gegnum tíðina. Í yfirlýsingunni eru skýr ákvæði um launamál, en þar segir: „Starfsmenn verktaka sem vinna hliðstæð störf og starfsmenn ISAL og við hliðstæðar aðstæður skulu hafa sambærileg kjör er varðar laun og öryggisbúnað og starfsmenn ISAL.“ En í dag starfa að jafnaði allt frá 60 upp í 100 starfsmenn ýmissa verktaka inni á svæðinu sem njóta verndar þessa ákvæðis. Krafa SA/ISAL er að fá að útvista fastmótuð störf sem unnin eru að staðaldri og jafnframt að brott falli ákvæðið um laun verktaka vegna hliðstæðra starfa og við hliðstæðar aðstæður og við taki markaðslaun sem eru sannanlega 20% lægri samkvæmt mati Ó.T.G. upplýsingafulltrúa ISAL sem m.a. kom fram í Morgunblaðinu. Einnig kom fram í tilboði þeirra frá 14. des launahækkun um 24% út 2019 sem ekki stenst samanburð við rammasamkomulagið frá 1. maí sl.Grundvallarkrafa Það er grundvallarkrafa verkalýðsfélaganna að standa vörð um samningsréttinn samkvæmt ákvæðum kjarasamningsaðila um laun og réttindi, það hefur enginn þurft að semja frá sér störf í lægra launa- og réttindakerfi og sporin hræða. Fyrirtækið vill komast í samskipti við verktaka sem eru með starfsmenn frá starfsmannaleigum sem nýta sér erlenda starfsmenn og dæmi eru um svindl. Hér er vegið að þeim ávinningum sem kjarasamningur verkalýðsfélaganna í Straumsvík hafa náð. En í dag þarf fyrirtækið tilkynna verktökum að þau verði að greiða sambærileg laun og upplýsa fulltrúa verkalýðsfélaganna um verktaka. Þessi ákvæði bera vott um fyrirhyggju verkalýðsfélaga með samning um þessi ákvæði á sínum tíma. Nú kemur upp hvert málið á fætur öðru á íslenskum launamarkaði um félagsleg og launaleg undirboð undirverktaka og jafnvel dæmi um mansal, í þessu umhverfi eru slíkar samþykktir nauðsyn. Verkalýðsfélög starfsmanna ISAL eiga í baráttu við höfuðstöðvar RIO TINTO á heimsvísu sem hefur ítrekað tekið umboð af SA og stjórnendum ISAL og er nú að reyna að koma kjörum starfsmanna ISAL í ruslflokk. Í þessari baráttu megum ekki hopa en til þess þurfum við stuðning allrar verkalýðshreyfingarnar og almennings í landinu. Samningsnefndinni hefur borist stuðningur frá fjölda verkalýðsfélaga og samtaka launafólks og einnig fylgist Industri all náið með deilunni og boðar stuðning í baráttunni við RIO TINTO á heimsvísu ef með þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaradeila í Straumsvík Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrsta lagi snýst deilan um að samið verði á sömu nótum og samið hefur verið um á íslenskum vinnumarkaði. Í rammasamkomulagi verkalýðsfélaga og atvinnurekenda var samið um 32% hækkun frá 1. maí 2013 til 31. des 2018, með þeirri viðbót sem verið er að greiða atkvæði um þessa dagana. Í kjarasamningi verkalýðsfélaga gr. 1.1 Gildissvið: „Samningur þessi tekur til allra starfa við framleiðslu-, viðhalds-, skrifstofu- og þjónustustörf hverju nafni sem þau nefnast, samanber þó fylgiskjal (1 )“ sem er yfirlýsing um verktaka. Yfirlýsingin hefur tekið mörgum breytingum í samningum í gegnum tíðina. Í yfirlýsingunni eru skýr ákvæði um launamál, en þar segir: „Starfsmenn verktaka sem vinna hliðstæð störf og starfsmenn ISAL og við hliðstæðar aðstæður skulu hafa sambærileg kjör er varðar laun og öryggisbúnað og starfsmenn ISAL.“ En í dag starfa að jafnaði allt frá 60 upp í 100 starfsmenn ýmissa verktaka inni á svæðinu sem njóta verndar þessa ákvæðis. Krafa SA/ISAL er að fá að útvista fastmótuð störf sem unnin eru að staðaldri og jafnframt að brott falli ákvæðið um laun verktaka vegna hliðstæðra starfa og við hliðstæðar aðstæður og við taki markaðslaun sem eru sannanlega 20% lægri samkvæmt mati Ó.T.G. upplýsingafulltrúa ISAL sem m.a. kom fram í Morgunblaðinu. Einnig kom fram í tilboði þeirra frá 14. des launahækkun um 24% út 2019 sem ekki stenst samanburð við rammasamkomulagið frá 1. maí sl.Grundvallarkrafa Það er grundvallarkrafa verkalýðsfélaganna að standa vörð um samningsréttinn samkvæmt ákvæðum kjarasamningsaðila um laun og réttindi, það hefur enginn þurft að semja frá sér störf í lægra launa- og réttindakerfi og sporin hræða. Fyrirtækið vill komast í samskipti við verktaka sem eru með starfsmenn frá starfsmannaleigum sem nýta sér erlenda starfsmenn og dæmi eru um svindl. Hér er vegið að þeim ávinningum sem kjarasamningur verkalýðsfélaganna í Straumsvík hafa náð. En í dag þarf fyrirtækið tilkynna verktökum að þau verði að greiða sambærileg laun og upplýsa fulltrúa verkalýðsfélaganna um verktaka. Þessi ákvæði bera vott um fyrirhyggju verkalýðsfélaga með samning um þessi ákvæði á sínum tíma. Nú kemur upp hvert málið á fætur öðru á íslenskum launamarkaði um félagsleg og launaleg undirboð undirverktaka og jafnvel dæmi um mansal, í þessu umhverfi eru slíkar samþykktir nauðsyn. Verkalýðsfélög starfsmanna ISAL eiga í baráttu við höfuðstöðvar RIO TINTO á heimsvísu sem hefur ítrekað tekið umboð af SA og stjórnendum ISAL og er nú að reyna að koma kjörum starfsmanna ISAL í ruslflokk. Í þessari baráttu megum ekki hopa en til þess þurfum við stuðning allrar verkalýðshreyfingarnar og almennings í landinu. Samningsnefndinni hefur borist stuðningur frá fjölda verkalýðsfélaga og samtaka launafólks og einnig fylgist Industri all náið með deilunni og boðar stuðning í baráttunni við RIO TINTO á heimsvísu ef með þarf.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar