Ford, Nissan og Benz vilja Bretland áfram í ESB Finnur Thorlacius skrifar 24. febrúar 2016 14:10 Bílaframleiðendur vilja áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu. Nissan og Daimler, eigandi Mercedes Benz bílaframleiðandans hafa líkt og Ford lýst yfir ósk sinni að Bretland haldi áfram veru sinni innan Evrópusambandsins. Vilja fyrirtækin meina að með því verði tryggð störf, viðskipti og lægri kostnaður en ef Bretland gengi úr Evrópusambandinu. Fyrirtækin vilja stöðugleika fremur en óvissu og telja að mörg störf gætu tapast í breskum bílaiðnaði með brotthvarfi. Nissan er með gríðarmikla starfsemi í Bretlandi og stefnir á meiri fjárfestingar þar en þessi óvissa setji þær í óvissu. Svo virðist sem bílaframleiðendurnir kjósi sem mest samstarf Evrópuríkja og að sem flest ríki Evrópu séu í sambandinu. Í norðausturhluta Bretlands eru framleiddir fleiri bílar en á allri Ítalíu og á mikil velgengni Nissan í Evrópu þar mestan þátt. Nissan framleiddi 475.000 bíla í Bretlandi á síðasta ári og það veitti 40.000 manns vinnu. Nissan flutti 80% þessara bíla til annarra landa og 58% allrar bílaframleiðslu í landinu er flutt út. Því sé mikilvægt fyrir iðnaðinn að gott samstarf sé við aðra markaði og þá helst til annarra Evrópulanda. Kosning í Bretlandi um áframhaldandi veru í Evrópusambandinu, eða brotthvarf fer fram 23. júní næstkomandi. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent
Nissan og Daimler, eigandi Mercedes Benz bílaframleiðandans hafa líkt og Ford lýst yfir ósk sinni að Bretland haldi áfram veru sinni innan Evrópusambandsins. Vilja fyrirtækin meina að með því verði tryggð störf, viðskipti og lægri kostnaður en ef Bretland gengi úr Evrópusambandinu. Fyrirtækin vilja stöðugleika fremur en óvissu og telja að mörg störf gætu tapast í breskum bílaiðnaði með brotthvarfi. Nissan er með gríðarmikla starfsemi í Bretlandi og stefnir á meiri fjárfestingar þar en þessi óvissa setji þær í óvissu. Svo virðist sem bílaframleiðendurnir kjósi sem mest samstarf Evrópuríkja og að sem flest ríki Evrópu séu í sambandinu. Í norðausturhluta Bretlands eru framleiddir fleiri bílar en á allri Ítalíu og á mikil velgengni Nissan í Evrópu þar mestan þátt. Nissan framleiddi 475.000 bíla í Bretlandi á síðasta ári og það veitti 40.000 manns vinnu. Nissan flutti 80% þessara bíla til annarra landa og 58% allrar bílaframleiðslu í landinu er flutt út. Því sé mikilvægt fyrir iðnaðinn að gott samstarf sé við aðra markaði og þá helst til annarra Evrópulanda. Kosning í Bretlandi um áframhaldandi veru í Evrópusambandinu, eða brotthvarf fer fram 23. júní næstkomandi.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent