Innlent

Vigdís Hrefna flutt á slysadeild eftir fall á æfingu

Bjarki Ármannsson skrifar
Til stóð að frumsýna Hleyptu þeim rétta inn á fimmtudag en Ari segir að farið verði yfir það á morgun með leikhópnum hvernig brugðist verði við þessu.
Til stóð að frumsýna Hleyptu þeim rétta inn á fimmtudag en Ari segir að farið verði yfir það á morgun með leikhópnum hvernig brugðist verði við þessu.
Flytja þurfti Vigdísi Hrefnu Pálsdóttur, aðalleikonu leiksýningarinnar Hleyptu þeim rétta inn, á slysadeild eftir að hún féll nokkra metra við æfingu í Þjóðleikhúsinu í kvöld.

Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri segir að sem betur fer virðist sem Vigdís hafi ekki slasast illa, þó fallið hafi ekki litið vel út.

Vigdís Hrefna Pálsdóttir.Vísir/Valli
„Hún var að klifra í leikmyndinni og missti handfestu og datt á millipall og þaðan niður á gólf,“ segir Ari. „Hún virðist ekki hafa meiðst illa en þegar svona gerist er auðvitað rétt að hún fari upp á slysadeild. Hún var vel áttuð en virtist hafa meitt sig á fæti.“

Um þrjú hundruð áhorfendur voru á æfingunni í kvöld, mest aðstandendur og vinir þeirra sem að sýningunni koma. Hætta þurfti æfingunni eftir að Vigdís slasaðist.

Til stóð að frumsýna Hleyptu þeim rétta inn á fimmtudag en Ari segir að farið verði yfir það á morgun með leikhópnum hvernig brugðist verði við þessu.

„Ég geri ráð fyrir því að þetta trufli okkur aðeins í því. En aðalmálið er auðvitað bara að Vigga sé í lagi.“​


Tengdar fréttir

Blóðið flæðir í Þjóðleikhúsinu

Blóðbankabíllinn mætti fyrir utan Þjóðleikhúsið þar sem leikarar og aðrir starfsmenn létu gott af sér leiða og gáfu blóð. Um þessar mundir rær Þjóðleikhúsið á ný mið með leikritinu Hleyptu þeim rétta inn sem frumsýnt verður




Fleiri fréttir

Sjá meira


×