Saksóknari segir seinagang skýrast af manneklu og fjárskorti Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. febrúar 2016 21:30 Ríkissaksóknari tók ákvörðun um áfrýjun Aserta-málsins en ákvað svo fjórtán mánuðum síðar að falla frá áfrýjun án þess að ný gögn hefðu komið fram. Einn verjenda í málinu telur augljóst að ríkissaksóknari hafi áfrýjað að mjög vanhugsuðu máli og haldið lífi í málinu að tilefnislausu. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, Fjármálaeftirlitið og gjaldeyriseftirlit Seðlabankans blésu til blaðamannafundar hinn 29. janúar 2010 þar sem greint var frá því að fjórir Íslendingar væru grunaðir um brot á gjaldeyrislögum vegna viðskipta sænska félagsins Aserta AB. Eftir fimm ár í réttarkerfinu voru sakborningarnir málinu sýknaðir í Héraðsdómi Reykjaness í fyrra og tók ríkissaksóknari strax ákvörðun um áfrýjun dómsins til Hæstaréttar. Það var svo fyrir helgi sem fallið var frá áfrýjun málsins. Arnar Þór Stefánsson hæstaréttarlögmaður og verjandi eins hinna ákærðu í málinu telur þetta mjög gagnrýniverð vinnubrögð. „Það er augljóst að ríkissaksóknari hefur áfrýjað málinu að mjög vanhugsuðu máli þarna í desember 2014 og lætur núna 14 mánuði líða án þess að gera nokkuð að því er virðist. Virðist koma núna, skoða gögnin og héraðsdóminn, átta sig á því að hann er algjörlega kórréttur og fellur þá frá áfrýjun. En með þessu auðvitað framlengdi ríkissaksóknari lífið í málinu um fjórtán mánuði algjörlega að tilefnislausu,“ segir Arnar Þór. Hvers vegna tók það embættið fjórtán mánuði að komast að þessari niðurstöðu? Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir að fyrri því séu margþættar ástæður en sú sem vegi þyngst á metunum skrifist á fjárskort embættis ríkissaksóknara. „Ástæðan fyrir því að þetta gengur ekki hraðar en þetta og ástæðan fyrir því að ríkissaksóknari veitir ekki sínum viðskiptavinum, ef hægt er að nota það orð, betri þjónustu er málaþunginn. Við komumst ekki yfir þessi mál sem við erum með á eðlilegum hraða og þess vegna hafa orðið tafir í þessu máli og fleiri málum. Það er ástæðan, málaþunginn hjá embættinu og skeytingarleysi fjárveitingarvaldsins til þess að tryggja að þessi höfuðstofnun ákæruvaldsins geti sinnt sínum störfum þannig að sómi sé af,“ segir Helgi Magnús. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Ríkissaksóknari tók ákvörðun um áfrýjun Aserta-málsins en ákvað svo fjórtán mánuðum síðar að falla frá áfrýjun án þess að ný gögn hefðu komið fram. Einn verjenda í málinu telur augljóst að ríkissaksóknari hafi áfrýjað að mjög vanhugsuðu máli og haldið lífi í málinu að tilefnislausu. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, Fjármálaeftirlitið og gjaldeyriseftirlit Seðlabankans blésu til blaðamannafundar hinn 29. janúar 2010 þar sem greint var frá því að fjórir Íslendingar væru grunaðir um brot á gjaldeyrislögum vegna viðskipta sænska félagsins Aserta AB. Eftir fimm ár í réttarkerfinu voru sakborningarnir málinu sýknaðir í Héraðsdómi Reykjaness í fyrra og tók ríkissaksóknari strax ákvörðun um áfrýjun dómsins til Hæstaréttar. Það var svo fyrir helgi sem fallið var frá áfrýjun málsins. Arnar Þór Stefánsson hæstaréttarlögmaður og verjandi eins hinna ákærðu í málinu telur þetta mjög gagnrýniverð vinnubrögð. „Það er augljóst að ríkissaksóknari hefur áfrýjað málinu að mjög vanhugsuðu máli þarna í desember 2014 og lætur núna 14 mánuði líða án þess að gera nokkuð að því er virðist. Virðist koma núna, skoða gögnin og héraðsdóminn, átta sig á því að hann er algjörlega kórréttur og fellur þá frá áfrýjun. En með þessu auðvitað framlengdi ríkissaksóknari lífið í málinu um fjórtán mánuði algjörlega að tilefnislausu,“ segir Arnar Þór. Hvers vegna tók það embættið fjórtán mánuði að komast að þessari niðurstöðu? Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir að fyrri því séu margþættar ástæður en sú sem vegi þyngst á metunum skrifist á fjárskort embættis ríkissaksóknara. „Ástæðan fyrir því að þetta gengur ekki hraðar en þetta og ástæðan fyrir því að ríkissaksóknari veitir ekki sínum viðskiptavinum, ef hægt er að nota það orð, betri þjónustu er málaþunginn. Við komumst ekki yfir þessi mál sem við erum með á eðlilegum hraða og þess vegna hafa orðið tafir í þessu máli og fleiri málum. Það er ástæðan, málaþunginn hjá embættinu og skeytingarleysi fjárveitingarvaldsins til þess að tryggja að þessi höfuðstofnun ákæruvaldsins geti sinnt sínum störfum þannig að sómi sé af,“ segir Helgi Magnús.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira