Þrándur í Götu háskólagenginna Hrönn Guðmundsdóttir og Hjördís Guðbrandsdóttir skrifar 23. febrúar 2016 11:30 „Mikilvægt er að viðkomandi sérfræðingur hafi víðtæka þekkingu og reynslu af opinberri stjórnsýslu og samstarfi þvert á ráðuneyti. Enn fremur er æskilegt að hann hafi sérþekkingu á þeim málaflokkum sem heyra undir skrifstofu félagsþjónustu. Þá er einnig gerð krafa um víðtæka þekkingu og reynslu af alþjóðlegum samskiptum, ekki síst norrænu samstarfi innan stjórnsýslunnar. Jafnframt er mikilvægt að viðkomandi hafi leiðtogahæfileika, færni og áhuga á sviði stjórnunar og stefnumótunar og geti starfað undir miklu álagi. Einnig þarf viðkomandi að búa yfir færni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku, ensku og einu öðru Norðurlandamáli, auk þess að sýna lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum.“Svona hljóðar hluti úr auglýsingu Velferðarráðuneytisins vegna starfs sérfræðings á skrifstofu félagsþjónustu. Eina krafan um menntun sem sett er fram er krafa um háskólapróf eða sambærilega menntun á sviði félagsmála. Háskólamenntun virðist því ekki vera skilyrði. Hins vegar skiptir viðamikil og sérhæfð starfsreynsla höfuðmáli. Ofangreind auglýsing er aðeins eitt dæmi af fjölmörgum þar sem starfsreynsla er gerð að veigameira skilyrði en menntun.Hrönn Guðmundsdóttir LL.M.Í dag ríkir mikil samkeppni á vinnumarkaði meðal háskólamenntaðra og dæmi eru um að tugir manna sækist eftir sömu störfum. Þetta gerir háskólamenntuðum með litla eða enga starfsreynslu erfitt fyrir að hasla sér völl á vinnumarkaði að loknu námi. Verðmæt þekking sem til verður í háskólasamfélaginu skilar sér seint eða aldrei út í íslenskt atvinnulíf. Háskólamenntaðir taka í auknum mæli að sér störf sem ekki krefjast menntunar eða sérfræðiþekkingar eða flytja utan þar sem þeir geta gengið í störf við hæfi. Þannig tapast með tímanum dýrmæt þekking og verðmætt vinnuafl úr landi. Tímafrek og dýr menntun er því ekki aðgöngumiði að atvinnutækifærum og háskólapróf án starfsreynslu virðist vera gagnslaust í núverandi ástandi. Samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun eru 25% þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá með háskólamenntun (í janúar 2016). Þær tölur hafa ekki að geyma upplýsingar um falið atvinnuleysi menntafólks sem sinnir störfum ótengt þeirri sérfræðiþekkingu sem það hefur aflað sér. Mikil og vaxandi þörf er á stefnumótun í atvinnumálum sem veitir háskólamenntuðum tækifæri til að öðlast starfsreynslu. Það má gera með því að tengja nemendur við atvinnulífið, til dæmis með starfsmenntun og námssamningum. Einnig þarf að gera ráðstafanir sem gera menntafólki auðveldara að afla sér starfsreynslu eftir að námi lýkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
„Mikilvægt er að viðkomandi sérfræðingur hafi víðtæka þekkingu og reynslu af opinberri stjórnsýslu og samstarfi þvert á ráðuneyti. Enn fremur er æskilegt að hann hafi sérþekkingu á þeim málaflokkum sem heyra undir skrifstofu félagsþjónustu. Þá er einnig gerð krafa um víðtæka þekkingu og reynslu af alþjóðlegum samskiptum, ekki síst norrænu samstarfi innan stjórnsýslunnar. Jafnframt er mikilvægt að viðkomandi hafi leiðtogahæfileika, færni og áhuga á sviði stjórnunar og stefnumótunar og geti starfað undir miklu álagi. Einnig þarf viðkomandi að búa yfir færni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku, ensku og einu öðru Norðurlandamáli, auk þess að sýna lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum.“Svona hljóðar hluti úr auglýsingu Velferðarráðuneytisins vegna starfs sérfræðings á skrifstofu félagsþjónustu. Eina krafan um menntun sem sett er fram er krafa um háskólapróf eða sambærilega menntun á sviði félagsmála. Háskólamenntun virðist því ekki vera skilyrði. Hins vegar skiptir viðamikil og sérhæfð starfsreynsla höfuðmáli. Ofangreind auglýsing er aðeins eitt dæmi af fjölmörgum þar sem starfsreynsla er gerð að veigameira skilyrði en menntun.Hrönn Guðmundsdóttir LL.M.Í dag ríkir mikil samkeppni á vinnumarkaði meðal háskólamenntaðra og dæmi eru um að tugir manna sækist eftir sömu störfum. Þetta gerir háskólamenntuðum með litla eða enga starfsreynslu erfitt fyrir að hasla sér völl á vinnumarkaði að loknu námi. Verðmæt þekking sem til verður í háskólasamfélaginu skilar sér seint eða aldrei út í íslenskt atvinnulíf. Háskólamenntaðir taka í auknum mæli að sér störf sem ekki krefjast menntunar eða sérfræðiþekkingar eða flytja utan þar sem þeir geta gengið í störf við hæfi. Þannig tapast með tímanum dýrmæt þekking og verðmætt vinnuafl úr landi. Tímafrek og dýr menntun er því ekki aðgöngumiði að atvinnutækifærum og háskólapróf án starfsreynslu virðist vera gagnslaust í núverandi ástandi. Samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun eru 25% þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá með háskólamenntun (í janúar 2016). Þær tölur hafa ekki að geyma upplýsingar um falið atvinnuleysi menntafólks sem sinnir störfum ótengt þeirri sérfræðiþekkingu sem það hefur aflað sér. Mikil og vaxandi þörf er á stefnumótun í atvinnumálum sem veitir háskólamenntuðum tækifæri til að öðlast starfsreynslu. Það má gera með því að tengja nemendur við atvinnulífið, til dæmis með starfsmenntun og námssamningum. Einnig þarf að gera ráðstafanir sem gera menntafólki auðveldara að afla sér starfsreynslu eftir að námi lýkur.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar