Öryggismál Uber undir kastljósinu eftir að bílstjóri skaut sex manns til bana Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. febrúar 2016 23:37 Jason Dalton. vísir/getty Öryggismál leigubílaþjónustunnar Uber eru enn einu sinni undir kastljósi fjölmiðla eftir að bílstjóri sem keyrði undir merkjum Uber skaut sex til bana og særði tvo í borginni Kalamazoo í Michigan í Bandaríkjunum um helgina. Bílstjórinn, Jason Dalton, sótti og skilaði af sér farþegum á laugardag en þar sem hann keyrði um borgina skaut hann fólk af handahófi að því er virðist vera. Hann var handtekinn um helgina. Skotárásin hefur ýtt undir umræðu í Bandaríkjunum um hversu örugg þjónusta Uber er en fyrirtækið berst nú gegn því að þurfa að láta bílstjóra sína fara í gegnum bakgrunnsskoðun sem bandarísk yfirvöld framkvæma. Fyrirtækið gerir sjálft sína eigin skoðun á bakgrunni þeirra sem vilja keyra fyrir það en skoðunin er að margra mati ófullnægjandi. Til að mynda hittir enginn fulltrúi Uber bílstjórana áður en þeir byrja að keyra. Nýlega gekkst svo fyrirtækið undir sátt í San Fransisco í kjölfar þess að höfðað mál gegn því þar sem það hafði logið að viðskiptavinum sínum um hvernig öryggismálum væri háttað. Þá komu upp nokkur mál í Texas fyrr í vetur þar sem nokkrir Uber-bílstjórar voru sakaðir um að hafa kynferðislega áreitt konur sem þeir voru að keyra. Dalton var ekki með neinn sakaferil þar til á laugardaginn þegar hann hóf að skjóta fólk til bana. Talsmaður herferðar sem berst fyrir auknu öryggi á leigubílamarkaðnum segir að þrátt fyrir það hefði mögulega verið hægt að koma í veg fyrir að hann færi að keyra fyrir Uber, til að mynda ef einhver hefði hitt áður en hann tæki til starfa. Uber sendi frá yfirlýsingu vegna skotárásarinnar í Kalamazoo. Í henni segir að fyrirtækið harmi málið og það sé að gera allt sem það getur til að aðstoða lögregluna við rannsókn þess. Tengdar fréttir Sex látnir eftir enn eina skotárásina í Bandaríkjunum Svo virðist sem að árárásmaðurinn hafi keyrt á milli og skotið fólk af handahófi. 21. febrúar 2016 08:45 Þingmaður Framsóknarflokksins vill leigubílakerfið Uber til Íslands Haraldur Einarsson vill samgöngukerfi sem byggir á rafmagnsbílum, sjálfkeyrandi bílum og leigubílakerfinu Uber. 30. júní 2015 12:11 Uber bannað í Taílandi Ökumenn fyrirtækisins ekki með leyfi til að stunda akstur í atvinnuskyni. 9. desember 2014 11:45 Leigubílstjórar í London stöðvuðu umferð til að mótmæla Uber Þúsundir leigubíla var lagt á götum í kringum breska þinghúsið og heimili forsætisráðherrans í um hálfa aðra klukkustund í dag. 10. febrúar 2016 23:43 Uber bannað á Spáni Fjórða landið til að banna starfsemi fyrirtækisins í vikunni. 9. desember 2014 15:32 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Fleiri fréttir Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Sjá meira
Öryggismál leigubílaþjónustunnar Uber eru enn einu sinni undir kastljósi fjölmiðla eftir að bílstjóri sem keyrði undir merkjum Uber skaut sex til bana og særði tvo í borginni Kalamazoo í Michigan í Bandaríkjunum um helgina. Bílstjórinn, Jason Dalton, sótti og skilaði af sér farþegum á laugardag en þar sem hann keyrði um borgina skaut hann fólk af handahófi að því er virðist vera. Hann var handtekinn um helgina. Skotárásin hefur ýtt undir umræðu í Bandaríkjunum um hversu örugg þjónusta Uber er en fyrirtækið berst nú gegn því að þurfa að láta bílstjóra sína fara í gegnum bakgrunnsskoðun sem bandarísk yfirvöld framkvæma. Fyrirtækið gerir sjálft sína eigin skoðun á bakgrunni þeirra sem vilja keyra fyrir það en skoðunin er að margra mati ófullnægjandi. Til að mynda hittir enginn fulltrúi Uber bílstjórana áður en þeir byrja að keyra. Nýlega gekkst svo fyrirtækið undir sátt í San Fransisco í kjölfar þess að höfðað mál gegn því þar sem það hafði logið að viðskiptavinum sínum um hvernig öryggismálum væri háttað. Þá komu upp nokkur mál í Texas fyrr í vetur þar sem nokkrir Uber-bílstjórar voru sakaðir um að hafa kynferðislega áreitt konur sem þeir voru að keyra. Dalton var ekki með neinn sakaferil þar til á laugardaginn þegar hann hóf að skjóta fólk til bana. Talsmaður herferðar sem berst fyrir auknu öryggi á leigubílamarkaðnum segir að þrátt fyrir það hefði mögulega verið hægt að koma í veg fyrir að hann færi að keyra fyrir Uber, til að mynda ef einhver hefði hitt áður en hann tæki til starfa. Uber sendi frá yfirlýsingu vegna skotárásarinnar í Kalamazoo. Í henni segir að fyrirtækið harmi málið og það sé að gera allt sem það getur til að aðstoða lögregluna við rannsókn þess.
Tengdar fréttir Sex látnir eftir enn eina skotárásina í Bandaríkjunum Svo virðist sem að árárásmaðurinn hafi keyrt á milli og skotið fólk af handahófi. 21. febrúar 2016 08:45 Þingmaður Framsóknarflokksins vill leigubílakerfið Uber til Íslands Haraldur Einarsson vill samgöngukerfi sem byggir á rafmagnsbílum, sjálfkeyrandi bílum og leigubílakerfinu Uber. 30. júní 2015 12:11 Uber bannað í Taílandi Ökumenn fyrirtækisins ekki með leyfi til að stunda akstur í atvinnuskyni. 9. desember 2014 11:45 Leigubílstjórar í London stöðvuðu umferð til að mótmæla Uber Þúsundir leigubíla var lagt á götum í kringum breska þinghúsið og heimili forsætisráðherrans í um hálfa aðra klukkustund í dag. 10. febrúar 2016 23:43 Uber bannað á Spáni Fjórða landið til að banna starfsemi fyrirtækisins í vikunni. 9. desember 2014 15:32 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Fleiri fréttir Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Sjá meira
Sex látnir eftir enn eina skotárásina í Bandaríkjunum Svo virðist sem að árárásmaðurinn hafi keyrt á milli og skotið fólk af handahófi. 21. febrúar 2016 08:45
Þingmaður Framsóknarflokksins vill leigubílakerfið Uber til Íslands Haraldur Einarsson vill samgöngukerfi sem byggir á rafmagnsbílum, sjálfkeyrandi bílum og leigubílakerfinu Uber. 30. júní 2015 12:11
Uber bannað í Taílandi Ökumenn fyrirtækisins ekki með leyfi til að stunda akstur í atvinnuskyni. 9. desember 2014 11:45
Leigubílstjórar í London stöðvuðu umferð til að mótmæla Uber Þúsundir leigubíla var lagt á götum í kringum breska þinghúsið og heimili forsætisráðherrans í um hálfa aðra klukkustund í dag. 10. febrúar 2016 23:43
Uber bannað á Spáni Fjórða landið til að banna starfsemi fyrirtækisins í vikunni. 9. desember 2014 15:32