Blóðið flæðir í Þjóðleikhúsinu Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 23. febrúar 2016 07:00 Leikhúsfólk gefur blóð, Sigurður Þór Óskarsson og Ari Marrhíasson þjóðleikhússtjóri gáfu bló er bíll Blóðbankans stansaði fyrir utan þjóðleikhúsið í gær. Aron Brink „Ef það er einhver íslenskur banki sem okkur þykir öllum vænt um þá er það Blóðbankinn. Inn í þennan banka vill maður leggja sem mest og vona að þurfa ekki að ganga á inneignina. Það er líka svo hollt að gefa blóð, bæði fyrir sál og líkama og bætir heilsu og hjarta. En best er að geta látið gott af sér leiða,“ segir Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri stoltur. „Það er mjög mikilvægt að gefa blóð,“ bætir Sigurður Þór Óskarsson leikari, en hann fer með aðalhlutverk í sýningunni.Oddur Júlíusson var einn af þeim leikurum sem lagði sitt af mörkum og gaf blóð. Fréttablaðið/Anton BrinkVísir/Anton BrinkBlóðbankabíllinn mætti fyrir framan Þjóðleikhúsið í gær þar sem fjöldi leikara gaf sér tíma til að gefa blóð en leikararnir eru nú í óðaönn að ljúka undirbúningi fyrir frumsýningu verksins. „Það liggur líka beint við að við gefum blóð, þar sem mikið magn af blóði er notað í sýningunni Hleyptu þeim rétta inn, en það er óhætt að segja að blóðið fái að flæða á stóra sviðinu í þessari hrollvekjandi fantasíu. Við hjá Þjóðleikhúsinu erum stolt af því að geta lagt okkar af mörkum til að hjálpa til,“ segir Ari. Leikritið Hleyptu þeim rétta inn, eða Let the Right One In, var frumsýnt í Dundee Repertory Theatre í samvinnu við skoska þjóðleikhúsið árið 2013. Uppsetningin fór víða, og var sýnd bæði í Royal Court-leikhúsinu og Apollo-leikhúsinu í London og síðar á Brodway í St Ann’s Warehouse. Sýningin hlaut frábæra dóma og hefur verkið einnig verið sett upp við góðar undirtektir á Norðurlöndunum. „Leikritið hefur farið sigurför um heiminn og hlotið frábæra dóma. Högni Egilsson hefur samið nýja tónlist fyrir sýninguna, en Vigdís Hrefna Pálsdóttir og Sigurður Þór Óskarsson fara með aðalhlutverk í sýningunni. Það er gaman að segja frá því að það eru þrjár konur í forgrunni sem listrænir stjórnendur en það eru þær Halla Gunnarsdóttir leikmyndahönnuður, María Ólafsdóttir búningahönnuður og Selma Björnsdóttir, leikstjóri sýningarinnar,“ segir Ari fullur tilhlökkunar. „Ég leik Óskar sem er ferlega einmana strákur sem lagður er í einelti en líf hans breytist þegar vampíran Elí flytur í næstu íbúð. Smám saman þróast á milli Óskars og Elíar vinátta sem hvorugt þeirra átti von á. Ég er virkilega spenntur fyrir að fá fólk í salinn og heyra viðbrögðin. Ég er alveg viss um að fólk á eftir að fíla þetta,“ bætir Sigurður Þór við að lokum. Menning Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
„Ef það er einhver íslenskur banki sem okkur þykir öllum vænt um þá er það Blóðbankinn. Inn í þennan banka vill maður leggja sem mest og vona að þurfa ekki að ganga á inneignina. Það er líka svo hollt að gefa blóð, bæði fyrir sál og líkama og bætir heilsu og hjarta. En best er að geta látið gott af sér leiða,“ segir Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri stoltur. „Það er mjög mikilvægt að gefa blóð,“ bætir Sigurður Þór Óskarsson leikari, en hann fer með aðalhlutverk í sýningunni.Oddur Júlíusson var einn af þeim leikurum sem lagði sitt af mörkum og gaf blóð. Fréttablaðið/Anton BrinkVísir/Anton BrinkBlóðbankabíllinn mætti fyrir framan Þjóðleikhúsið í gær þar sem fjöldi leikara gaf sér tíma til að gefa blóð en leikararnir eru nú í óðaönn að ljúka undirbúningi fyrir frumsýningu verksins. „Það liggur líka beint við að við gefum blóð, þar sem mikið magn af blóði er notað í sýningunni Hleyptu þeim rétta inn, en það er óhætt að segja að blóðið fái að flæða á stóra sviðinu í þessari hrollvekjandi fantasíu. Við hjá Þjóðleikhúsinu erum stolt af því að geta lagt okkar af mörkum til að hjálpa til,“ segir Ari. Leikritið Hleyptu þeim rétta inn, eða Let the Right One In, var frumsýnt í Dundee Repertory Theatre í samvinnu við skoska þjóðleikhúsið árið 2013. Uppsetningin fór víða, og var sýnd bæði í Royal Court-leikhúsinu og Apollo-leikhúsinu í London og síðar á Brodway í St Ann’s Warehouse. Sýningin hlaut frábæra dóma og hefur verkið einnig verið sett upp við góðar undirtektir á Norðurlöndunum. „Leikritið hefur farið sigurför um heiminn og hlotið frábæra dóma. Högni Egilsson hefur samið nýja tónlist fyrir sýninguna, en Vigdís Hrefna Pálsdóttir og Sigurður Þór Óskarsson fara með aðalhlutverk í sýningunni. Það er gaman að segja frá því að það eru þrjár konur í forgrunni sem listrænir stjórnendur en það eru þær Halla Gunnarsdóttir leikmyndahönnuður, María Ólafsdóttir búningahönnuður og Selma Björnsdóttir, leikstjóri sýningarinnar,“ segir Ari fullur tilhlökkunar. „Ég leik Óskar sem er ferlega einmana strákur sem lagður er í einelti en líf hans breytist þegar vampíran Elí flytur í næstu íbúð. Smám saman þróast á milli Óskars og Elíar vinátta sem hvorugt þeirra átti von á. Ég er virkilega spenntur fyrir að fá fólk í salinn og heyra viðbrögðin. Ég er alveg viss um að fólk á eftir að fíla þetta,“ bætir Sigurður Þór við að lokum.
Menning Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira