Innlent

Almannatengill vísar ásökunum Kára á bug

Jakob Bjarnar skrifar
Karl Pétur Jónsson almannatengill var nú rétt í þessu að senda frá sér yfirlýsingu á Facebookvegg sínum þar sem hann hafnar því að vera agent á vegum ríkisstjórnarinnar; sem hafi það verkefni með höndum að reyna að bregða fæti fyrir undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar.

Eyjan greindi frá óljósum meiningum Kára í þessa veru, og svo virðist sem Karl Pétur taki þær ásakanir til sín.

„Mér hefur borist til eyrna að Kári Stefánsson haldi því fram í samtölum við fjölmiðlafólk og fleiri að ég hafi verið ráðinn af ríkisstjórninni til að kasta rýrð á undirskriftarsöfnun hans,“ skrifar Karl Pétur. Hann segir þetta af og frá.

„Þessi áburður Kára á ekki við nein rök að styðjast. Fyrirtæki mitt starfar fyrir nokkra íslenska og erlenda aðila að ráðgjöf um upplýsingamiðlun, en hefur ekki tekið að sér verkefni sem tengist stjórnmálum um árabil. Né heldur myndi fyrirtækið taka að sér að bera út slúður um menn eða málefni.“

Karl Pétur segir aukinheldur að þetta breyti ekki því að hann hafi sína skoðun á framtaki Kára og hafi ekki setið á henni; „hafi ég verið spurður. Þau skoðanaskipti hafa hinsvegar farið fram í frítíma mínum og sá tími er ekki til sölu.“

Mér hefur borist til eyrna að Kári Stefánsson haldi því fram í samtölum við fjölmiðlafólk og fleiri að ég hafi verið ráð...

Posted by Karl Pétur Jónsson on 22. febrúar 2016

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×