Innlent

Fjölmennt lið lögreglu aftur kallað út í Móabarð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki haft hendur í hári manns sem grunaður er um alvarlega líkamsárás og kynferðisbrot á heimili í Móabarði í Hafnarfirði fyrir viku. Nágrannar urðu þess varir í gær þegar fjórir eða fimm lögreglubílar voru kallaðir út á sama heimili. Mun hinn grunaði hafa verið aftur á ferð en ekki fæst staðfest að hverju brot gærkvöldsins snýr. 

Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður hjá kynferðisbrotadeild lögreglu, staðfestir við Vísi að lögregluaðgerð hafi verið í Móabarði í gær og málið sé litið alvarlegum augum. Hann geti þó ekki tjá sig nánar þar sem málið sé afar viðkvæmt. Von er á tilkynningu frá lögreglu vegna málsins.

Villti á sér heimildir

Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku var lögregla kölluð út að heimili við Móabarð mánudagsmorgun fyrir viku. Móðir, sem var ein heima með ungbarn, skýrði frá því hvernig maður hefði villt á sér heimildir, komið inn á heimilið og ráðist á hana. Líkamsárásin var samkvæmt heimildum Vísis afar gróf og til marks um það er rannsókn málsins í höndum kynferðisbrotadeildar.

Lögregla lýsti í kjölfarið eftir manninum sem er talin vera um 180 cm á hæð, á aldrinum 35-45 ára, fölleitur og með svarta hanska og húfu í umrætt skipti. Einhverjar ábendingar hafa borist lögreglu en hafa ekki skilað árangri til þessa. Mannsins er enn leitað.

Maðurinn mun hafa tjáð konunni að hann ætlaði að lesa af mælum og þannig hafi hann komist inn á heimilið. Forsvarsmenn orkufyrirtækja sem sjá um mælingar í Hafnarfirði segja sína starsmenn alltaf einkennisklædda og með starfsmannaskírteini. Þá sé ekki farið á heimili að mæla fyrr en eftir klukkan tíu á morgnana.

Óska eftir aðstoð almennings

Sem fyrr segir er rannsókn málsins á viðkvæmu stigi og vill lögregla sem minnst um hana segja. Þó er von á tilkynningu frá lögreglu á eftir þar sem óskað verður eftir frekari aðstoð almennings að hafa uppi á manninum.

Þeir sem geta veitt upplýsingar um manninn og ferðir hans eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu á skrifstofutíma í síma 444 1000. Upplýsingum má einnig koma á framfæri á netfangið abending@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Uppfært klukkan 11:05

Tilkynningu frá lögreglu má sjá að neðan.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn að karlmanni sem var á ferli í Móabarði í Hafnarfirði sl. mánudagsmorgun, 15....

Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Monday, February 22, 2016

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×