Jeb Bush dregur sig í hlé Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. febrúar 2016 08:45 Sonur og bróðir fyrrverandi forseta Bandaríkjanna sækist ekki lengur eftir útnefningu Repúblikana-flokksins til forseta Bandaríkjanna. Vísir/Getty Jeb Bush hefur dregið framboð sitt til forseta Bandaríkjanna til baka eftir að hann lenti í fjórða sæti í forkosningum flokksins í Suður-Karólínu í gær. Hann var lengi vel talinn sigurstranglegur en verulega hefur fjarað undan stuðningi við hann að undanförnu. Bush fékk aðeins tæp átta prósent atkvæða í Suður-Karólínu og var hann langt á eftir Donald Trump, Marco Rubio og Ted Cruz sem röðuðu sér í efstu þrjú sætin. Verandi sonur og bróðir fyrrverandi forseta Bandaríkjanna tókst honum að safna háum fjárhæðum í kosningasjóð sinn og var búist við mikið af Jeb sem er fyrrverandi ríkisstjóri í Flórída-ríki. Alls hafði kosningasjóður Bush safnað um 150 milljónum dollara, umtalsvert meira en aðrir frambjóðendur náðu að nurla saman.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í BandaríkjunumBush þótti vera helsti frambjóðandi hins hefðbundna kjarna kjósenda í Repúblikana-flokknum en Bush, líkt og aðrir frambjóðendur, átti í erfiðleikum með að takast á við óvænta velgengni Donald Trump. Bush gekk illa í forkosningunum í Iowa og New Hampshire en það að hann stigi nú til hliðar þykir boða gott fyrir Marco Rubio sem barðist við Bush um stuðnings hins hefðbundna kjarna flokksins. Rubio lenti í öðru sæti í Suður-Karólínu með rúm 22 prósent atkvæða og er talið líklegt að einvígið um útnefningu flokksins standi nú á milli Rubio og Trump en auk þeirra er Ted Cruz, John Kasich og Ben Carson enn með í kapphlaupinu.Bush sagðist vera stoltur af kosningabaráttu sinni þegar hann tilkynnti að hann hefði dregið sig í hlé.Ekki hefur blásið byrlega fyrir Bush í kosningabaráttunni og þótti þetta myndbandsbrot sýna hversu erfiðlega hefur gengið hjá honum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Repúblikanar gerðu grín að Trump í fjarveru hans Sjöundu og síðustu kappræður frambjóðenda Repúblikana fóru fram í Des Moines í nótt. 29. janúar 2016 07:13 Trump fór létt með Suður-Karólínu Auðkýfingurinn umdeildi styrkti enn frekar stöðu sína í forkosningum Repúblikana með sigri í Suður-Karólínu. 21. febrúar 2016 08:45 Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum Forkosningar Demókrata og Repúblikana hefjast í Iowa í dag en framundan er langt og strangt kapphlaup um hver hlýtur tilnefningu síns flokks. 1. febrúar 2016 14:00 Bitrustu kappræður Repúblikana til þessa Fjölmiðlar ytra eru þeirrar skoðunar að enginn hafi í raun skarað fram úr í þessum kappræðum, þess í stað hafi áhorfendur orðið vitni að bitrustu rifrildum kosningabaráttunnar til þessa. 14. febrúar 2016 10:23 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Jeb Bush hefur dregið framboð sitt til forseta Bandaríkjanna til baka eftir að hann lenti í fjórða sæti í forkosningum flokksins í Suður-Karólínu í gær. Hann var lengi vel talinn sigurstranglegur en verulega hefur fjarað undan stuðningi við hann að undanförnu. Bush fékk aðeins tæp átta prósent atkvæða í Suður-Karólínu og var hann langt á eftir Donald Trump, Marco Rubio og Ted Cruz sem röðuðu sér í efstu þrjú sætin. Verandi sonur og bróðir fyrrverandi forseta Bandaríkjanna tókst honum að safna háum fjárhæðum í kosningasjóð sinn og var búist við mikið af Jeb sem er fyrrverandi ríkisstjóri í Flórída-ríki. Alls hafði kosningasjóður Bush safnað um 150 milljónum dollara, umtalsvert meira en aðrir frambjóðendur náðu að nurla saman.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í BandaríkjunumBush þótti vera helsti frambjóðandi hins hefðbundna kjarna kjósenda í Repúblikana-flokknum en Bush, líkt og aðrir frambjóðendur, átti í erfiðleikum með að takast á við óvænta velgengni Donald Trump. Bush gekk illa í forkosningunum í Iowa og New Hampshire en það að hann stigi nú til hliðar þykir boða gott fyrir Marco Rubio sem barðist við Bush um stuðnings hins hefðbundna kjarna flokksins. Rubio lenti í öðru sæti í Suður-Karólínu með rúm 22 prósent atkvæða og er talið líklegt að einvígið um útnefningu flokksins standi nú á milli Rubio og Trump en auk þeirra er Ted Cruz, John Kasich og Ben Carson enn með í kapphlaupinu.Bush sagðist vera stoltur af kosningabaráttu sinni þegar hann tilkynnti að hann hefði dregið sig í hlé.Ekki hefur blásið byrlega fyrir Bush í kosningabaráttunni og þótti þetta myndbandsbrot sýna hversu erfiðlega hefur gengið hjá honum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Repúblikanar gerðu grín að Trump í fjarveru hans Sjöundu og síðustu kappræður frambjóðenda Repúblikana fóru fram í Des Moines í nótt. 29. janúar 2016 07:13 Trump fór létt með Suður-Karólínu Auðkýfingurinn umdeildi styrkti enn frekar stöðu sína í forkosningum Repúblikana með sigri í Suður-Karólínu. 21. febrúar 2016 08:45 Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum Forkosningar Demókrata og Repúblikana hefjast í Iowa í dag en framundan er langt og strangt kapphlaup um hver hlýtur tilnefningu síns flokks. 1. febrúar 2016 14:00 Bitrustu kappræður Repúblikana til þessa Fjölmiðlar ytra eru þeirrar skoðunar að enginn hafi í raun skarað fram úr í þessum kappræðum, þess í stað hafi áhorfendur orðið vitni að bitrustu rifrildum kosningabaráttunnar til þessa. 14. febrúar 2016 10:23 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Repúblikanar gerðu grín að Trump í fjarveru hans Sjöundu og síðustu kappræður frambjóðenda Repúblikana fóru fram í Des Moines í nótt. 29. janúar 2016 07:13
Trump fór létt með Suður-Karólínu Auðkýfingurinn umdeildi styrkti enn frekar stöðu sína í forkosningum Repúblikana með sigri í Suður-Karólínu. 21. febrúar 2016 08:45
Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum Forkosningar Demókrata og Repúblikana hefjast í Iowa í dag en framundan er langt og strangt kapphlaup um hver hlýtur tilnefningu síns flokks. 1. febrúar 2016 14:00
Bitrustu kappræður Repúblikana til þessa Fjölmiðlar ytra eru þeirrar skoðunar að enginn hafi í raun skarað fram úr í þessum kappræðum, þess í stað hafi áhorfendur orðið vitni að bitrustu rifrildum kosningabaráttunnar til þessa. 14. febrúar 2016 10:23