Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Kristján Már Unnarsson skrifar 21. febrúar 2016 01:30 Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Rannsóknir fyrirtækisins, undir stjórn Agnars Helgasonar, líffræðilegs mannfræðings, benda til að 63 prósent landnámskvenna hafi komið frá Bretlandseyjum en 75 prósent landnámskarla frá Noregi. Breskur fornleifafræðingur, James H. Barett, hefur varpað fram þeirri tilgátu að norrænir víkingar hafi ekki aðeins verið að sækjast eftir fé og frama í ránsferðum sínum. Helsti tilgangurinn hafi verið að ná sér í konur, sem hafi bráðvantað. Á víkingatímanum hafi útburður barna tíðkast og telur hann að það hafi aðallega verið stúlkubörn sem hafi verið borin út. Því hafi mun fleiri piltar vaxið úr grasi og misræmi myndast milli kynja. Fornsögurnar segja fátt um stúlknarán víkinga. Sagan í Laxdælu af Melkorku á Höskuldsstöðum í Laxárdal í Dalasýslu er eitt dæmið um írska ambátt sem keypt var til Íslands. Melkorka var 15 ára þegar víkingar rændu henni á Írlandi. Höskuldur keypti hana og gerði að frillu sinni. Melkorka var talin mállaus, en annað kom á daginn þegar Höskuldur kom að henni í laut við bæinn þar sem hún talaði gelísku við son þeirra, Ólaf pá.Ambáttin Melkorka var talin mállaus en Höskuldur komst að öðru þegar hann sá hana tala gelísku við son þeirra, Ólaf pá.Teikning/Jakob Jóhannsson.Fjallað verður um keltneskar rætur Íslendinga í næsta þætti Landnemanna á Stöð 2 á mánudagskvöld, 22. febrúar kl. 19.50. Þar verður reynt að varpa ljósi á uppruna Íslendinga á bresku eyjunum og farið um svæði sem norrænir víkingar réðu yfir um það leyti sem Ísland byggðist. Rætt verður við gelískan sagnfræðing um þær heimildir sem varðveist hafa um stúlknarán norrænna víkinga. Þá verður því velt upp hvort keltnesk áhrif séu vanmetin í þjóðmenningu Íslendinga, eins og í tungumálinu og örnefnum. Spurt verður hvort ritarar Íslendingasagna hafi viljað fela keltnesku ræturnar. Rætt verður meðal annars við Þorvald Friðriksson, fréttamann og fornleifafræðing, sem nefnir fjölda dæma um orð og örnefni sem eiga sér keltneskan uppruna, þar á meðal grundvallarorð eins og strákur og stelpa, sem ekki finnist í öðrum norrænum málum. Hér má sjá kynningarstiklu fyrir þáttinn.Strákur og stelpa. Þetta eru keltnesk orð sem ekki finnast í öðrum norrænum tungumálum, að sögn Þorvaldar Friðrikssonar.Teikning/Jakob Jóhannsson. Tengdar fréttir Hjörleifur ætti að teljast fyrstur landnámsmanna Því fer fjarri að eining ríki meðal Íslendinga um að Ingólfur Arnarson sé talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. 1. febrúar 2016 18:30 Skýrar vísbendingar um veiðistöð fyrir landnám Fornleifarannsókn í Höfnum á Reykjanesi hefur leitt í ljós mannvirki sem reist voru um það bil hálfri öld áður en Ingólfur Arnarson á að hafa numið land. 15. febrúar 2016 21:15 Þarf Ísland nýtt landnámsártal? Er árið 874 enn í gildi eða voru einhverjir búnir að setjast að löngu á undan Ingólfi Arnarsyni? 14. febrúar 2016 09:00 Maður Auðar var konungur og þrælakaupmaður Auður djúpúðga er frægasta landnámskona Íslands. 5. febrúar 2016 14:59 Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30 Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00 Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00 Sigldu konur með pöpum til Íslands? Paparnir eru ein af ráðgátum Íslandssögunnar. 22. janúar 2016 13:30 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Rannsóknir fyrirtækisins, undir stjórn Agnars Helgasonar, líffræðilegs mannfræðings, benda til að 63 prósent landnámskvenna hafi komið frá Bretlandseyjum en 75 prósent landnámskarla frá Noregi. Breskur fornleifafræðingur, James H. Barett, hefur varpað fram þeirri tilgátu að norrænir víkingar hafi ekki aðeins verið að sækjast eftir fé og frama í ránsferðum sínum. Helsti tilgangurinn hafi verið að ná sér í konur, sem hafi bráðvantað. Á víkingatímanum hafi útburður barna tíðkast og telur hann að það hafi aðallega verið stúlkubörn sem hafi verið borin út. Því hafi mun fleiri piltar vaxið úr grasi og misræmi myndast milli kynja. Fornsögurnar segja fátt um stúlknarán víkinga. Sagan í Laxdælu af Melkorku á Höskuldsstöðum í Laxárdal í Dalasýslu er eitt dæmið um írska ambátt sem keypt var til Íslands. Melkorka var 15 ára þegar víkingar rændu henni á Írlandi. Höskuldur keypti hana og gerði að frillu sinni. Melkorka var talin mállaus, en annað kom á daginn þegar Höskuldur kom að henni í laut við bæinn þar sem hún talaði gelísku við son þeirra, Ólaf pá.Ambáttin Melkorka var talin mállaus en Höskuldur komst að öðru þegar hann sá hana tala gelísku við son þeirra, Ólaf pá.Teikning/Jakob Jóhannsson.Fjallað verður um keltneskar rætur Íslendinga í næsta þætti Landnemanna á Stöð 2 á mánudagskvöld, 22. febrúar kl. 19.50. Þar verður reynt að varpa ljósi á uppruna Íslendinga á bresku eyjunum og farið um svæði sem norrænir víkingar réðu yfir um það leyti sem Ísland byggðist. Rætt verður við gelískan sagnfræðing um þær heimildir sem varðveist hafa um stúlknarán norrænna víkinga. Þá verður því velt upp hvort keltnesk áhrif séu vanmetin í þjóðmenningu Íslendinga, eins og í tungumálinu og örnefnum. Spurt verður hvort ritarar Íslendingasagna hafi viljað fela keltnesku ræturnar. Rætt verður meðal annars við Þorvald Friðriksson, fréttamann og fornleifafræðing, sem nefnir fjölda dæma um orð og örnefni sem eiga sér keltneskan uppruna, þar á meðal grundvallarorð eins og strákur og stelpa, sem ekki finnist í öðrum norrænum málum. Hér má sjá kynningarstiklu fyrir þáttinn.Strákur og stelpa. Þetta eru keltnesk orð sem ekki finnast í öðrum norrænum tungumálum, að sögn Þorvaldar Friðrikssonar.Teikning/Jakob Jóhannsson.
Tengdar fréttir Hjörleifur ætti að teljast fyrstur landnámsmanna Því fer fjarri að eining ríki meðal Íslendinga um að Ingólfur Arnarson sé talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. 1. febrúar 2016 18:30 Skýrar vísbendingar um veiðistöð fyrir landnám Fornleifarannsókn í Höfnum á Reykjanesi hefur leitt í ljós mannvirki sem reist voru um það bil hálfri öld áður en Ingólfur Arnarson á að hafa numið land. 15. febrúar 2016 21:15 Þarf Ísland nýtt landnámsártal? Er árið 874 enn í gildi eða voru einhverjir búnir að setjast að löngu á undan Ingólfi Arnarsyni? 14. febrúar 2016 09:00 Maður Auðar var konungur og þrælakaupmaður Auður djúpúðga er frægasta landnámskona Íslands. 5. febrúar 2016 14:59 Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30 Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00 Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00 Sigldu konur með pöpum til Íslands? Paparnir eru ein af ráðgátum Íslandssögunnar. 22. janúar 2016 13:30 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Hjörleifur ætti að teljast fyrstur landnámsmanna Því fer fjarri að eining ríki meðal Íslendinga um að Ingólfur Arnarson sé talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. 1. febrúar 2016 18:30
Skýrar vísbendingar um veiðistöð fyrir landnám Fornleifarannsókn í Höfnum á Reykjanesi hefur leitt í ljós mannvirki sem reist voru um það bil hálfri öld áður en Ingólfur Arnarson á að hafa numið land. 15. febrúar 2016 21:15
Þarf Ísland nýtt landnámsártal? Er árið 874 enn í gildi eða voru einhverjir búnir að setjast að löngu á undan Ingólfi Arnarsyni? 14. febrúar 2016 09:00
Maður Auðar var konungur og þrælakaupmaður Auður djúpúðga er frægasta landnámskona Íslands. 5. febrúar 2016 14:59
Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30
Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00
Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00
Sigldu konur með pöpum til Íslands? Paparnir eru ein af ráðgátum Íslandssögunnar. 22. janúar 2016 13:30