Rektor segir nemendafjöldann á Laugarvatni þurfa að þrefaldast til að námið beri sig Aðalsteinn Kjartansson skrifar 20. febrúar 2016 17:16 „Háskólanum er sniðinn þröngur stakkur fjárhagslega vegna langvarandi undirfjármögnunar,“ skrifar Jón Atli Benediktsson rektor sem í dag sætti gagnrýni á Facebook-síðu forsætisráðherra. Vísir/Pjetur/Daníel Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að nemendur í íþróttakennaranámi skólans þyrftu að vera þrefalt fleiri til að fjárhagslegur grundvöllur væri fyrir því, samkvæmt fjármögnunarlíkani menntamálaráðuneytisins. Þetta segir hann í aðsendri grein hér á Vísi. Fjörutíu nemendur séu í fullu námi í íþrótta- og heilsufræði á Laugarvatni en á árum áður hafi það verið fjöldi nemenda í hverjum árgangi.Staðsetning ein af ástæðum fækkunar Jón Atli segir að nokkrar ástæður hafi verið nefndar fyrir þessum samdrætti, meðal annars staðsetning námsins á Laugarvatni og lenging kennaranáms í fimm ár. Rektorinn segir að markmið með flutningi námsins til Reykjavíkur sé að efla það. „Málefni íþrótta- og heilsufræðinnar hafa verið til ítarlegrar skoðunar innan Háskóla Íslands undanfarin misseri því lengi hefur verið ljóst að gera þyrfti breytingar á starfseminni vegna minnkandi aðsóknar í námið á Laugarvatni,“ segir rektorinn. „Háskólanum er sniðinn þröngur stakkur fjárhagslega vegna langvarandi undirfjármögnunar. Engu að síður hefur skólinn stöðugt sótt fram með það að leiðarljósi að efla kennslu og rannsóknir. Það er trú okkar að þessi ákvörðun um flutning mun styrkja nám og rannsóknir í íþrótta- og heilsufræði við skólann,“ segir hann í greininni.Fé fari í aðra skóla Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er einn þeirra stjórnmálamanna sem hefur gagnrýnt háskólann fyrir ákvörðun sína. Í færslu á Facebook í dag sagði hann að ákvörðunin kalli á að fjárveitingum verði í auknu mæli beint til skóla á landsbyggðinni. „Það er hætt við því að ákvörðun HÍ um að leggja af nám á Laugarvatni muni gera út af við hugmyndir um sameiningar eða aukið samstarf HÍ við menntastofnanir á landsbyggðinni,“ skrifaði ráðherrann. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra og þingmaður Suðurkjördæmis, hefur einnig látið óánægju sína í ljós og gagnrýnt skólann harðlega fyrir að láta sér detta það í hug að flytja íþróttakennaranámið frá Laugarvatni og sagt að þingmenn kjördæmisins væru til í að tryggja skólanum meira fé til rekstursins. Tengdar fréttir Sigmundur segir ákvörðun háskólans kalla á að fjárveitingum verði beint til skóla á landsbyggðinni „Menntastofnanir eru á meðal mikilvægustu innviða samfélagsins og þeir innviðir þurfa að vera traustir um allt land,“ skrifar ráðherrann. 20. febrúar 2016 13:37 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Sjá meira
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að nemendur í íþróttakennaranámi skólans þyrftu að vera þrefalt fleiri til að fjárhagslegur grundvöllur væri fyrir því, samkvæmt fjármögnunarlíkani menntamálaráðuneytisins. Þetta segir hann í aðsendri grein hér á Vísi. Fjörutíu nemendur séu í fullu námi í íþrótta- og heilsufræði á Laugarvatni en á árum áður hafi það verið fjöldi nemenda í hverjum árgangi.Staðsetning ein af ástæðum fækkunar Jón Atli segir að nokkrar ástæður hafi verið nefndar fyrir þessum samdrætti, meðal annars staðsetning námsins á Laugarvatni og lenging kennaranáms í fimm ár. Rektorinn segir að markmið með flutningi námsins til Reykjavíkur sé að efla það. „Málefni íþrótta- og heilsufræðinnar hafa verið til ítarlegrar skoðunar innan Háskóla Íslands undanfarin misseri því lengi hefur verið ljóst að gera þyrfti breytingar á starfseminni vegna minnkandi aðsóknar í námið á Laugarvatni,“ segir rektorinn. „Háskólanum er sniðinn þröngur stakkur fjárhagslega vegna langvarandi undirfjármögnunar. Engu að síður hefur skólinn stöðugt sótt fram með það að leiðarljósi að efla kennslu og rannsóknir. Það er trú okkar að þessi ákvörðun um flutning mun styrkja nám og rannsóknir í íþrótta- og heilsufræði við skólann,“ segir hann í greininni.Fé fari í aðra skóla Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er einn þeirra stjórnmálamanna sem hefur gagnrýnt háskólann fyrir ákvörðun sína. Í færslu á Facebook í dag sagði hann að ákvörðunin kalli á að fjárveitingum verði í auknu mæli beint til skóla á landsbyggðinni. „Það er hætt við því að ákvörðun HÍ um að leggja af nám á Laugarvatni muni gera út af við hugmyndir um sameiningar eða aukið samstarf HÍ við menntastofnanir á landsbyggðinni,“ skrifaði ráðherrann. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra og þingmaður Suðurkjördæmis, hefur einnig látið óánægju sína í ljós og gagnrýnt skólann harðlega fyrir að láta sér detta það í hug að flytja íþróttakennaranámið frá Laugarvatni og sagt að þingmenn kjördæmisins væru til í að tryggja skólanum meira fé til rekstursins.
Tengdar fréttir Sigmundur segir ákvörðun háskólans kalla á að fjárveitingum verði beint til skóla á landsbyggðinni „Menntastofnanir eru á meðal mikilvægustu innviða samfélagsins og þeir innviðir þurfa að vera traustir um allt land,“ skrifar ráðherrann. 20. febrúar 2016 13:37 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Sjá meira
Sigmundur segir ákvörðun háskólans kalla á að fjárveitingum verði beint til skóla á landsbyggðinni „Menntastofnanir eru á meðal mikilvægustu innviða samfélagsins og þeir innviðir þurfa að vera traustir um allt land,“ skrifar ráðherrann. 20. febrúar 2016 13:37