Menning

Ljúka ljóslistahátíð á Seyðisfirði í dag

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Forsprakki og skipuleggjandi hátíðarinnar segir að innblástur sé mikill á svæðinu.
Forsprakki og skipuleggjandi hátíðarinnar segir að innblástur sé mikill á svæðinu.
Listahátíðin List í ljósi á Seyðisfirði líkur í dag en hún hefur staðið yfir frá því í gær. Rúmlega fjörutíu listaverk, eftir þrjátíu listamenn, voru sýnd á hátíðinni en hápunktur hennar verður á miðnætti í kvöld þegar Högni Egilsson spilar Seyðisfjarðarkirkju.

Hátíðinni er ætlað að umbreyta Seyðisfjarðarkaupstað með ljósadýrð og skapa magnaða upplifun hjá áhorfendum með margskonar listaverkum; frá innsetningum til stórra ljósaskúlptúra.

Celia Harrison er forsprakki og skipuleggjandi hátíðarinnar, en hún segir á bloggi Orkusölunnar, eins af styrktaraðilum hátíðarinnar, að innblástur sé mikill á svæðinu.

„Allir eru svo til í allt og mig langaði að fagna komu sólarinnar með fólkinu hér því biðin eftir þessari gulu er búin að vera löng,“ segir hún.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.