Ísbjörn ógnar öryggi bæjarbúa á Grænlandi Þórdís Valsdóttir skrifar 20. febrúar 2016 07:00 Jóhann Bragason býr í bænum Nanortalik á sunnanverðu grænlandi þar sem ísbjörn gengur laus. Eiginkona hans Linda Björk Lýðsdóttir hefur dvalið hjá honum og segir öruggast að halda sig inni. Mynd/Jóhann Bragason Hvítabjörn var felldur í bænum Nanortalik sem stendur á eyju við Suður-Grænland. Björninn var felldur eftir að hann drap íslenskan hest skammt frá sauðfjárbýli syðst á Grænlandi og hafði byrjað að rífa hann í sig. Jóhann Bragason, íbúi í Nanortalik, segir að tveir ísbirnir hafi verið felldir á síðustu dögum og að sést hafi til þess þriðja á svæðinu í gær. „Það sást til birnunnar, og hún er hættulegust. Íbúum hefur verið ráðlagt að halda sig innandyra og hafa hægt um sig,“ segir Jóhann.Jóhann Bragason býr í bænum Nanortalik á sunnanverðu Grænlandi þar sem ísbjörn heldur sig í bæjarlandinu. Eiginkona hans Linda Björk Lýðsdóttir dvelur hjá honum um þessar mundir. Hún segir öruggast að halda sig inni. Mynd/Jóhann BragasonTalið er að björninn sem felldur var á miðvikudag hafi verið húnn birnunnar sem ráfar nú um svæðið. „Nanortalik þýðir heimkynni ísbjarna,“ segir Jóhann og bætir því við að það sé alþekkt að hvítabirnir komi til bæjarins á vorin með hafís sem berst suður með austurströnd Grænlands og fer svo upp meðfram vesturströndinni. Þó segir hann að mjög óvenjulegt sé að birnirnir séu á ferð svona snemma árs. „Þetta er mjög óþægilegt og flestir Grænlendingar eru með riffla eða önnur vopn í húsunum sínum til að verjast þessum dýrum, en það er ég ekki því ég er ekki vanur því frá Íslandi,“ segir Jóhann. „Þetta eru stórhættuleg dýr og ef maður lendir í einu slíku þá er maður að öllum líkindum dauður,“ segir Jóhann.Linda Björk Lýðsdóttir. Mynd/Jóhann BragasonJóhann hefur búið í Nanortalik frá því í september síðastliðnum og eiginkona hans, Linda Björk Lýðsdóttir, er hjá honum um þessar mundir. „Ég er ekki óttaslegin hér heima fyrir, þó ég sé ein, en ég hef ekki þorað út í dag,“ segir Linda. Jóhann segir bæjarbúa frekar óttaslegna. „Ég stýri fiskvinnslu í bænum og um 50 manns starfa hjá mér en einungis sjö mættu til vinnu í morgun,“ segir Jóhann. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Hvítabjörn var felldur í bænum Nanortalik sem stendur á eyju við Suður-Grænland. Björninn var felldur eftir að hann drap íslenskan hest skammt frá sauðfjárbýli syðst á Grænlandi og hafði byrjað að rífa hann í sig. Jóhann Bragason, íbúi í Nanortalik, segir að tveir ísbirnir hafi verið felldir á síðustu dögum og að sést hafi til þess þriðja á svæðinu í gær. „Það sást til birnunnar, og hún er hættulegust. Íbúum hefur verið ráðlagt að halda sig innandyra og hafa hægt um sig,“ segir Jóhann.Jóhann Bragason býr í bænum Nanortalik á sunnanverðu Grænlandi þar sem ísbjörn heldur sig í bæjarlandinu. Eiginkona hans Linda Björk Lýðsdóttir dvelur hjá honum um þessar mundir. Hún segir öruggast að halda sig inni. Mynd/Jóhann BragasonTalið er að björninn sem felldur var á miðvikudag hafi verið húnn birnunnar sem ráfar nú um svæðið. „Nanortalik þýðir heimkynni ísbjarna,“ segir Jóhann og bætir því við að það sé alþekkt að hvítabirnir komi til bæjarins á vorin með hafís sem berst suður með austurströnd Grænlands og fer svo upp meðfram vesturströndinni. Þó segir hann að mjög óvenjulegt sé að birnirnir séu á ferð svona snemma árs. „Þetta er mjög óþægilegt og flestir Grænlendingar eru með riffla eða önnur vopn í húsunum sínum til að verjast þessum dýrum, en það er ég ekki því ég er ekki vanur því frá Íslandi,“ segir Jóhann. „Þetta eru stórhættuleg dýr og ef maður lendir í einu slíku þá er maður að öllum líkindum dauður,“ segir Jóhann.Linda Björk Lýðsdóttir. Mynd/Jóhann BragasonJóhann hefur búið í Nanortalik frá því í september síðastliðnum og eiginkona hans, Linda Björk Lýðsdóttir, er hjá honum um þessar mundir. „Ég er ekki óttaslegin hér heima fyrir, þó ég sé ein, en ég hef ekki þorað út í dag,“ segir Linda. Jóhann segir bæjarbúa frekar óttaslegna. „Ég stýri fiskvinnslu í bænum og um 50 manns starfa hjá mér en einungis sjö mættu til vinnu í morgun,“ segir Jóhann.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira