Sundurliðun á auglýsingum ríkisstjórnarinnar Jakob Bjarnar skrifar 9. mars 2016 17:06 Mest var greitt til Fréttablaðsins vegna birtingar auglýsinganna eða um 800 þúsund krónur. Svar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra við fyrirspurn Katrínar Júlíusdóttur um kostnað vegna auglýsinga ríkisstjórnarinnar er nú komið fram. Heildarkostnaður án virðisaukaskatts vegna auglýsinganna nam rúm 2,5 milljónum króna. Katrín Júlíusdóttir lagði fram fyrirspurn til forsætisráðherra þar sem meðal annars var spurt hversu miklu fjármagni hafi verið varið í auglýsingar frá ríkisstjórninni frá og með júní 2013 til dagsins í dag, hvert efni þeirra hafi verið og brotið niður á einstaka miðla með kostnaði. Í svari segir að um sé að ræða tvær auglýsingar. Heildarkostnaður þeirra nam 2.537.918 krónum ... „þar af nam birtingarkostnaður 2.290.909 kr. og skiptist hann niður á fréttamiðla með eftirfarandi hætti: RÚV 197.700 kr., Fréttablaðið 800.000 kr., Morgunblaðið 458.835 kr., Fréttatíminn 193.800 kr., DV 135.000 kr., Viðskiptablaðið 139.994 kr., visir.is 168.000 kr, mbl.is 70.590 kr., dv.is 94.290 kr. og pressan.is 32.700 kr.“ Í svari segir að ríkisstjórnin hafi að auki tekið þátt í birtingu auglýsinga í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins í janúar 2014 um forsendur kjarasamninga tengdar verðstöðugleika. „Þá hafa auglýsingar í einhverjum tilvikum verið birtar í nafni ríkisstjórnar sem þáttur í meðferð lögbundinna verkefna stjórnvalda, svo sem vegna höfuðstólslækkunar íbúðalána.“ Þessar auglýsingar eru ekki taldar með í svarinu. Vísir hefur fjallað um málið, og sendi þá fyrirspurn til Sigurðar Más Jónssonar, upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, og greindi frá svörum sem komu þá úr ranni ríkisstjórnarinnar. Þar kemur meðal annars fram, sem og í svörum við fyrirspurn Katrínar, að innan ríkisstjórnarinnar er litið á þetta sem eðlilega upplýsingagjöf til neytenda. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, gefur bent á að ríkisstjórnin væri sem slík ekki stjórnsýsluleg eining. Í fyrirspurn Katrínar er meðal annars spurt af hvaða fjárlagalið þær hafi verið greiddar. Í svari segir: „Ákvörðun um að hefja birtingu framangreindra tveggja auglýsinga var tekin í forsætisráðuneytinu, að höfðu samráði við fjármála- og efnahagsráðuneytið, að lokinni kynningu í ríkisstjórn. Kostnaður vegna auglýsinganna var greiddur af ráðstöfunarfé ríkisstjórnar samkvæmt ákvörðun hennar.“ Tengdar fréttir Spyr um auglýsingar ríkisstjórnarinnar Þingmaður Samfylkingarinnar vill vita hversu miklu fjármagni hefur verið varið í auglýsingar frá ríkisstjórninni. 25. janúar 2016 17:13 Auglýsingar ríkisstjórnarinnar kostuðu 2,3 milljónir króna Auglýsingarnar voru kostaðar af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar. 26. janúar 2016 11:23 Auglýsingar ríkisstjórnar sagðar hreinn og klár kosningaáróður Ríkisstjórnin hunsar fyrirspurnir um auglýsingar. 25. janúar 2016 11:04 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Svar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra við fyrirspurn Katrínar Júlíusdóttur um kostnað vegna auglýsinga ríkisstjórnarinnar er nú komið fram. Heildarkostnaður án virðisaukaskatts vegna auglýsinganna nam rúm 2,5 milljónum króna. Katrín Júlíusdóttir lagði fram fyrirspurn til forsætisráðherra þar sem meðal annars var spurt hversu miklu fjármagni hafi verið varið í auglýsingar frá ríkisstjórninni frá og með júní 2013 til dagsins í dag, hvert efni þeirra hafi verið og brotið niður á einstaka miðla með kostnaði. Í svari segir að um sé að ræða tvær auglýsingar. Heildarkostnaður þeirra nam 2.537.918 krónum ... „þar af nam birtingarkostnaður 2.290.909 kr. og skiptist hann niður á fréttamiðla með eftirfarandi hætti: RÚV 197.700 kr., Fréttablaðið 800.000 kr., Morgunblaðið 458.835 kr., Fréttatíminn 193.800 kr., DV 135.000 kr., Viðskiptablaðið 139.994 kr., visir.is 168.000 kr, mbl.is 70.590 kr., dv.is 94.290 kr. og pressan.is 32.700 kr.“ Í svari segir að ríkisstjórnin hafi að auki tekið þátt í birtingu auglýsinga í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins í janúar 2014 um forsendur kjarasamninga tengdar verðstöðugleika. „Þá hafa auglýsingar í einhverjum tilvikum verið birtar í nafni ríkisstjórnar sem þáttur í meðferð lögbundinna verkefna stjórnvalda, svo sem vegna höfuðstólslækkunar íbúðalána.“ Þessar auglýsingar eru ekki taldar með í svarinu. Vísir hefur fjallað um málið, og sendi þá fyrirspurn til Sigurðar Más Jónssonar, upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, og greindi frá svörum sem komu þá úr ranni ríkisstjórnarinnar. Þar kemur meðal annars fram, sem og í svörum við fyrirspurn Katrínar, að innan ríkisstjórnarinnar er litið á þetta sem eðlilega upplýsingagjöf til neytenda. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, gefur bent á að ríkisstjórnin væri sem slík ekki stjórnsýsluleg eining. Í fyrirspurn Katrínar er meðal annars spurt af hvaða fjárlagalið þær hafi verið greiddar. Í svari segir: „Ákvörðun um að hefja birtingu framangreindra tveggja auglýsinga var tekin í forsætisráðuneytinu, að höfðu samráði við fjármála- og efnahagsráðuneytið, að lokinni kynningu í ríkisstjórn. Kostnaður vegna auglýsinganna var greiddur af ráðstöfunarfé ríkisstjórnar samkvæmt ákvörðun hennar.“
Tengdar fréttir Spyr um auglýsingar ríkisstjórnarinnar Þingmaður Samfylkingarinnar vill vita hversu miklu fjármagni hefur verið varið í auglýsingar frá ríkisstjórninni. 25. janúar 2016 17:13 Auglýsingar ríkisstjórnarinnar kostuðu 2,3 milljónir króna Auglýsingarnar voru kostaðar af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar. 26. janúar 2016 11:23 Auglýsingar ríkisstjórnar sagðar hreinn og klár kosningaáróður Ríkisstjórnin hunsar fyrirspurnir um auglýsingar. 25. janúar 2016 11:04 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Spyr um auglýsingar ríkisstjórnarinnar Þingmaður Samfylkingarinnar vill vita hversu miklu fjármagni hefur verið varið í auglýsingar frá ríkisstjórninni. 25. janúar 2016 17:13
Auglýsingar ríkisstjórnarinnar kostuðu 2,3 milljónir króna Auglýsingarnar voru kostaðar af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar. 26. janúar 2016 11:23
Auglýsingar ríkisstjórnar sagðar hreinn og klár kosningaáróður Ríkisstjórnin hunsar fyrirspurnir um auglýsingar. 25. janúar 2016 11:04