Aston Martin velur heimalandið til smíði DBX jeppans Finnur Thorlacius skrifar 9. mars 2016 10:38 Aston Martin DBX jeppinn verður smíðaður á heimaslóðum í Wales. Astin Martin hefur lengi velt fyrir sér að velja Alabama ríki í Bandaríkjunum til smíði nýs jeppa síns, DBX. Forsvarsmenn fyrirtækisins tóku þó nýverið ákvörðun um að smíðin færi fram í heimalandinu Bretlandi. Bíllinn verður byggður í Wales í gamalli hergagnaverksmiðju í St. Athan sem breytt verður til smíði bílsins. Aston Martin hefði þurft að byggja nýja verksmiðju í Alabama og ráðamenn þar vildu ólmir fá Aston Martin til að smíða bílinn þar og buðu ýmsar fyrirgreiðslu svo það mætti verða. Aston Martin valdi hinsvegar heimavöllinn til að spara sér tíma og koma jeppanum fyrr á markað. Aston Martin mun einnig smíða Lagonda bíl sinn í verksmiðjunni í Wales. Ein af ástæðunum fyrir því að Aston Martin huggðist smíða DBX jeppann í Bandaríkjunum er að þar finnast margir kaupendur af svo dýrum og flottum bíl. Það dugði þó ekki til í þetta sinn. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Titringur á Alþingi Innlent
Astin Martin hefur lengi velt fyrir sér að velja Alabama ríki í Bandaríkjunum til smíði nýs jeppa síns, DBX. Forsvarsmenn fyrirtækisins tóku þó nýverið ákvörðun um að smíðin færi fram í heimalandinu Bretlandi. Bíllinn verður byggður í Wales í gamalli hergagnaverksmiðju í St. Athan sem breytt verður til smíði bílsins. Aston Martin hefði þurft að byggja nýja verksmiðju í Alabama og ráðamenn þar vildu ólmir fá Aston Martin til að smíða bílinn þar og buðu ýmsar fyrirgreiðslu svo það mætti verða. Aston Martin valdi hinsvegar heimavöllinn til að spara sér tíma og koma jeppanum fyrr á markað. Aston Martin mun einnig smíða Lagonda bíl sinn í verksmiðjunni í Wales. Ein af ástæðunum fyrir því að Aston Martin huggðist smíða DBX jeppann í Bandaríkjunum er að þar finnast margir kaupendur af svo dýrum og flottum bíl. Það dugði þó ekki til í þetta sinn.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Titringur á Alþingi Innlent