Enn framför í góðum bíl Finnur Thorlacius skrifar 9. mars 2016 10:04 Kia Sportage hefur ekki breyst mikið í útliti milli kynslóða, en er nú enn fríðari. Reynsluakstur – Kia Sportage Söluhæsti bíll Kia í Evrópu er Sportage jepplingurinn enda vel lukkaður bíll þar á ferð og í flokki bíla sem einkar vinsælir eru um allan heim um þessar mundir. Kia hefur selt 3,5 milljónir Sportage bíla frá því fyrsta kynslóð hans var kynnt árið 1993. Hann er nú nýkominn af fjórðu kynslóð og fæst nú þegar hjá söluaðila Kia á Íslandi, Öskju. Kia er S-kóreskt fyrirtæki en Sportage er bæði hannaður og smíðaður í Evrópu og sérstaklega beint að þeim markaði. Sportage er náttúrulega hannaður með yfirumsjón Peter Schreyer, aðalhönnuði Kia, en hann hannaði meðal annars Audi TT á árum sínum hjá Volkswagen bílafjölskyldunni. Ný kynslóð Kia Sportage var kynnt blaðamönnum í nágrenni Barcelona á Spáni um daginn og þar er alls ekki leiðinlegt að prufuaka bílum, ekki síst þegar um er að ræða fjölmargar útfærslur þessa vinsæla bíls. Hann kemur nú með fjölmörgum vélarkostum og í margháttuðum útfærslum svo hver sem er ætti finna útfærslu við sitt hæfi.Margir vélarkostir Kia Sportage má bæði fá með framhjóladrifi og fjórhjóladrifi og vélarkostirnir eru margir. Hér á landi verður hann í boði með 1,7 lítra dísilvél sem er 115 hestöfl, með 2,0 lítra dísilvél sem er 136 hestöfl og 1,6 lítra bensínvél sem er 177 hestöfl. Með minni díslvélinni kostar hann aðeins frá 4.790.777 kr. en bensínbíllinn kostar öllu meira, eða 7.190.777 kr. og er þá um að ræða GT-line bíl sem er hlaðinn staðalbúnaði. Með tveggja lítra dísilvélinni kostar hann 5.790.777 kr. Góður beinskipturDísilbíllinn með stærri vélinni er líka ári sprækur enda togar hann 373 Nm og sá grunur læðist að greinarritara að sá bíll verði vinsælasti sölubíllinn hér á landi. Alla bílana má fá bæði framhjóladrifna og fjórhjóladrifna, nema sá með 1,6 lítra bensínvélinni, en hann býðst eingöngu með fjórhjóladrifi. Minni dísilvélin dugar þessum bíl líka mjög vel og er þá kominn ódýr og góður kostur einnig. Þrátt fyrir lægri hestaflatölu hans togar hann heila 280 Nm og er sáralítið seinni í hundraðið en sá með stærri dísilvélinni. Í reynsluakstri var sérstaklega tekið eftir því hve skemmtilegt var að aka beinskiptum bílnum með 1,7 lítra dísilvélinni og skildi enginn hræðast að kaupa þennan bíl beinskiptan. Sportage kemur nú með tveimur akstursstillingum, Normal og Sport og sannarlega er gaman að taka á bílnum í Sport-stillingunni.Jákvæð en lítil útlitsbreytingÚtlitslega hefur Sportage ekki breyst mjög mikið milli kynslóða en flottari er hann sannarlega. Nýjar línur hans eru mun sportlegri og þarna fer svo sannarlega bíll fyrir augað, eins og á við flesta bíla sem Peter Schreyer hannar. Það er helst að framendi bílsins hafi tekið miklum breytingum með stærri og flottara grilli og aðalljósum og mjög smekklegum og áberandi þokuljósum að neðan. Sportage hefur stækkað milli kynslóða og 3 cm er lengra á milli hjóla nú og nýtur innanrýmið þess og er allt stærra, höfuðrými, fótarými og farangursrými, sem nú stækkar í 503 lítra úr 463 l. Innréttingin í bílnum hefur tekið miklum framförum, er lagleg og traustvekjandi, sætin eru afar flott og fá má þau bæði með hita og kælingu. Þau eru að auki laglega tvílit. Í GT-line útgáfu bílsins er innréttingin einfaldlega hrikalega flott og minnir á miklu dýrari bíla. Kia hefur afar vel tekist til við að hljóðeinangra bílinn og vart má heyra hvort vél bílsins sé í gangi.JBL hljóðkerfiVelja má um hrikalega öflugt og gott JBL hljóðkerfi með 8 hátölurum og var hreinn unaður að kynnast því og fer það fram úr væntingum flestra. Fjöðrun Sportage er ákaflega vel heppnuð, hæfilega stíf og sportleg og vel mátti leggj á þennan jeppling eins og um fólksbíl væri að ræða. Undirvagninn virðist miklu stífari og betri en í forveranum og stýringin hefur batnað. Kia segir reyndar að stífleiki bílsins hafi batnað um heil 39% og mun meira af hástyrktarstáli er nú notað í hann. Mikill stðalbúnaður er í Sportage og auka má við hann með aukabúnaði. Ef að Sportage var samkeppnishæfur bíll í sínum flokki áður mega aðrir framleiðendur nú enn meira vara sig, þarna fer mjög álitlegur bíll og víst að sala hans mun bara aukast bæði hérlendis sem annarsstaðar.Kostir: Útlit, innrétting, hljóðlátur, búnaðurÓkostir: Forþjöppuhik, verð á dýrustu útfærslu 1,7 l. dísilvél, 115 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 4,6 l./100 km í bl. akstri Mengun: 119 g/km CO2 Hröðun: 11,5 sek. Hámarkshraði: 176 km/klst Verð frá: 4.790.777 kr. Umboð: AskjaLaglegur jepplingur og nú stífari allur og betri í akstri.Flott þokuljós sem setja mikinn svip á framendann.Hin laglegasta innrétting og talsvert bót frá forveranum.Nægt rými afturí, enda hefur bíllinn stækkað að innan.Farangursrými hefur stækkað um 40 lítra og er nú 503 lítrar. Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent
Reynsluakstur – Kia Sportage Söluhæsti bíll Kia í Evrópu er Sportage jepplingurinn enda vel lukkaður bíll þar á ferð og í flokki bíla sem einkar vinsælir eru um allan heim um þessar mundir. Kia hefur selt 3,5 milljónir Sportage bíla frá því fyrsta kynslóð hans var kynnt árið 1993. Hann er nú nýkominn af fjórðu kynslóð og fæst nú þegar hjá söluaðila Kia á Íslandi, Öskju. Kia er S-kóreskt fyrirtæki en Sportage er bæði hannaður og smíðaður í Evrópu og sérstaklega beint að þeim markaði. Sportage er náttúrulega hannaður með yfirumsjón Peter Schreyer, aðalhönnuði Kia, en hann hannaði meðal annars Audi TT á árum sínum hjá Volkswagen bílafjölskyldunni. Ný kynslóð Kia Sportage var kynnt blaðamönnum í nágrenni Barcelona á Spáni um daginn og þar er alls ekki leiðinlegt að prufuaka bílum, ekki síst þegar um er að ræða fjölmargar útfærslur þessa vinsæla bíls. Hann kemur nú með fjölmörgum vélarkostum og í margháttuðum útfærslum svo hver sem er ætti finna útfærslu við sitt hæfi.Margir vélarkostir Kia Sportage má bæði fá með framhjóladrifi og fjórhjóladrifi og vélarkostirnir eru margir. Hér á landi verður hann í boði með 1,7 lítra dísilvél sem er 115 hestöfl, með 2,0 lítra dísilvél sem er 136 hestöfl og 1,6 lítra bensínvél sem er 177 hestöfl. Með minni díslvélinni kostar hann aðeins frá 4.790.777 kr. en bensínbíllinn kostar öllu meira, eða 7.190.777 kr. og er þá um að ræða GT-line bíl sem er hlaðinn staðalbúnaði. Með tveggja lítra dísilvélinni kostar hann 5.790.777 kr. Góður beinskipturDísilbíllinn með stærri vélinni er líka ári sprækur enda togar hann 373 Nm og sá grunur læðist að greinarritara að sá bíll verði vinsælasti sölubíllinn hér á landi. Alla bílana má fá bæði framhjóladrifna og fjórhjóladrifna, nema sá með 1,6 lítra bensínvélinni, en hann býðst eingöngu með fjórhjóladrifi. Minni dísilvélin dugar þessum bíl líka mjög vel og er þá kominn ódýr og góður kostur einnig. Þrátt fyrir lægri hestaflatölu hans togar hann heila 280 Nm og er sáralítið seinni í hundraðið en sá með stærri dísilvélinni. Í reynsluakstri var sérstaklega tekið eftir því hve skemmtilegt var að aka beinskiptum bílnum með 1,7 lítra dísilvélinni og skildi enginn hræðast að kaupa þennan bíl beinskiptan. Sportage kemur nú með tveimur akstursstillingum, Normal og Sport og sannarlega er gaman að taka á bílnum í Sport-stillingunni.Jákvæð en lítil útlitsbreytingÚtlitslega hefur Sportage ekki breyst mjög mikið milli kynslóða en flottari er hann sannarlega. Nýjar línur hans eru mun sportlegri og þarna fer svo sannarlega bíll fyrir augað, eins og á við flesta bíla sem Peter Schreyer hannar. Það er helst að framendi bílsins hafi tekið miklum breytingum með stærri og flottara grilli og aðalljósum og mjög smekklegum og áberandi þokuljósum að neðan. Sportage hefur stækkað milli kynslóða og 3 cm er lengra á milli hjóla nú og nýtur innanrýmið þess og er allt stærra, höfuðrými, fótarými og farangursrými, sem nú stækkar í 503 lítra úr 463 l. Innréttingin í bílnum hefur tekið miklum framförum, er lagleg og traustvekjandi, sætin eru afar flott og fá má þau bæði með hita og kælingu. Þau eru að auki laglega tvílit. Í GT-line útgáfu bílsins er innréttingin einfaldlega hrikalega flott og minnir á miklu dýrari bíla. Kia hefur afar vel tekist til við að hljóðeinangra bílinn og vart má heyra hvort vél bílsins sé í gangi.JBL hljóðkerfiVelja má um hrikalega öflugt og gott JBL hljóðkerfi með 8 hátölurum og var hreinn unaður að kynnast því og fer það fram úr væntingum flestra. Fjöðrun Sportage er ákaflega vel heppnuð, hæfilega stíf og sportleg og vel mátti leggj á þennan jeppling eins og um fólksbíl væri að ræða. Undirvagninn virðist miklu stífari og betri en í forveranum og stýringin hefur batnað. Kia segir reyndar að stífleiki bílsins hafi batnað um heil 39% og mun meira af hástyrktarstáli er nú notað í hann. Mikill stðalbúnaður er í Sportage og auka má við hann með aukabúnaði. Ef að Sportage var samkeppnishæfur bíll í sínum flokki áður mega aðrir framleiðendur nú enn meira vara sig, þarna fer mjög álitlegur bíll og víst að sala hans mun bara aukast bæði hérlendis sem annarsstaðar.Kostir: Útlit, innrétting, hljóðlátur, búnaðurÓkostir: Forþjöppuhik, verð á dýrustu útfærslu 1,7 l. dísilvél, 115 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 4,6 l./100 km í bl. akstri Mengun: 119 g/km CO2 Hröðun: 11,5 sek. Hámarkshraði: 176 km/klst Verð frá: 4.790.777 kr. Umboð: AskjaLaglegur jepplingur og nú stífari allur og betri í akstri.Flott þokuljós sem setja mikinn svip á framendann.Hin laglegasta innrétting og talsvert bót frá forveranum.Nægt rými afturí, enda hefur bíllinn stækkað að innan.Farangursrými hefur stækkað um 40 lítra og er nú 503 lítrar.
Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent