Unga fólkið og svikin Benóný Harðarson skrifar 9. mars 2016 09:50 Ekki bara á Íslandi, heldur í mörgum Evrópulöndum, eru að koma fram athyglisverðar tölur. Ungt fólk á aldrinum 21- 35 ára hefur það verra heldur en foreldrar þeirra höfðu það þegar þeir voru ungir. Auk þess eru laun ungs fólks í dag lægri, skuldirnar hærri og greiðslubyrði fyrir húsnæði er hærri. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur beint kröftum sínum að því að hjálpa tveimur þjóðfélagshópum. Fyrst mokaði ríkisstjórnin peningum úr ríkissjóði til þess að leiðrétta lán fólks á miðjum aldri og eldra fólki, en ljóst er að þetta hjálpaði þeim sem höfðu milliháar og háar tekjur mest. Ungt fólk fékk nánast ekkert af þessum 80 milljörðum. Þegar ríkisstjórnin var búin að moka þessum 80 milljörðum úr ríkissjóði lækkaði hún gjaldið fyrir auðlindir okkar. Ekki hjálpar það heldur ungu fólki, því eins og flestir vita hjálpar það þeim sem teljast til ríkasta 1% á Íslandi. Er það sanngjarnt? Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands hafa heildartekjur ungs fólks á aldrinum 25-39 ára dregist saman um tæplega 59 þúsund krónur á mánuði frá aldamótum, sem gerir um 708.000 krónur á ári. Tekjur allra annarra aldurshópa hafa hækkað frá árinu 2000, en þrátt fyrir það virðist sem þetta fólk hafi fengið mest úr ríkissjóði eftir hrun. Er það sanngjarnt?En hvað er til ráða? Ég tel að það sé ákall í íslensku samfélagi um breytingar. Ákall um sanngjarnara og fjölskylduvænna samfélag. Ríki og sveitarfélög þurfa að taka sig saman og gera ungu fólki kleift að starfa og búa á Íslandi, því þó að margir velji að flytja erlendis til að mennta sig og starfa þá leitar hugurinn alltaf aftur heim. Við fáum ekki þetta vel menntaða fólk heim aftur nema að lífskjör verði sambærileg hér og í nágrannalöndunum. Fæðingarorlof þarf að lengja. Það ætti að vera 12 mánuðir og þakið á greiðslum frá fæðingarorlofssjóði þarf að hækka. Engin úrræði eru til staðar eftir að fæðingarorlofi lýkur en það er ekki í boði í nútímasamfélagi. Leikskólar taka inn börn frá 12 mánaða aldri en sú þjónusta á að vera gjaldfrjáls. Það er í raun ótrúlegt að þetta fyrsta skólastig okkar sé ekki enn orðið gjaldfrjálst eins og grunnskólinn. Byggja þarf upp öflug leigufélög sem eru rekin án hagnaðarsjónarmiða og sveitarfélög og ríki þurfa að taka sig saman um þessa uppbyggingu. Það er ekki aðeins húsnæðisskortur á höfuðborgarsvæðinu heldur landinu öllu, og finna þarf leið til þess að það sé mögulegt að byggja húsnæði á sem flestum stöðum á landinu. Námslán ættu að vera styrkur að hluta til. Í dag vinna margir með háskólanámi til að taka lægri námslán, og það fólk er jafnvel lengri tíma að klára nám. Það er líka dýrt fyrir samfélagið því hver auka önn í háskóla kostar hundruð þúsunda fyrir samfélagið. Heilbrigðisþjónusta á að vera fyrsta flokks og gjaldfrjáls. Í dag lesum við alls konar sögur í fjölmiðlum um að fólk greiði tugi þúsunda fyrir að leita sér læknisþjónustu. Þetta er ekki boðlegt í norrænu velferðarsamfélagi, því þessa þjónustu erum við búin að greiða með sköttunum okkar. Við þurfum banka sem hugsa um samfélagið en ekki aðeins um að hámarka hagnað, banka sem heldur þjónustugjöldum og vöxtum niðri, banka sem borgar starfsfólki sínu góð og sanngjörn laun en er laus við bankabónusa og annað sem minnkar tiltrú fólks á fjármálastofnunum.Er þetta draumsýn? Við Íslendingar eigum ótrúlegt magn af auðlindum. Við eigum fiskinn í sjónum, við eigum rafmagnið, náttúruna og hreina vatnið. Ef við notum arðinn af þessum auðlindum skynsamlega eru þetta raunhæf markmið. Við sem þjóð verðum að gera samfélagssáttmála um þessi atriði. Ef við gerum það munu allir hafa það betra í nútíð og framtíð, og það hlýtur alltaf að vera lokamarkmið okkar sem þjóðar að allir hafi það betra að lokum. Það eru kosningar eftir rúmt ár. Ég tel að þær kosningar muni snúast um það í hvernig samfélagi við viljum búa, og hvort við viljum ekki gera samfélagið okkar sjálfbært, sanngjarnt, félagslegt og fjölskylduvænt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Ekki bara á Íslandi, heldur í mörgum Evrópulöndum, eru að koma fram athyglisverðar tölur. Ungt fólk á aldrinum 21- 35 ára hefur það verra heldur en foreldrar þeirra höfðu það þegar þeir voru ungir. Auk þess eru laun ungs fólks í dag lægri, skuldirnar hærri og greiðslubyrði fyrir húsnæði er hærri. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur beint kröftum sínum að því að hjálpa tveimur þjóðfélagshópum. Fyrst mokaði ríkisstjórnin peningum úr ríkissjóði til þess að leiðrétta lán fólks á miðjum aldri og eldra fólki, en ljóst er að þetta hjálpaði þeim sem höfðu milliháar og háar tekjur mest. Ungt fólk fékk nánast ekkert af þessum 80 milljörðum. Þegar ríkisstjórnin var búin að moka þessum 80 milljörðum úr ríkissjóði lækkaði hún gjaldið fyrir auðlindir okkar. Ekki hjálpar það heldur ungu fólki, því eins og flestir vita hjálpar það þeim sem teljast til ríkasta 1% á Íslandi. Er það sanngjarnt? Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands hafa heildartekjur ungs fólks á aldrinum 25-39 ára dregist saman um tæplega 59 þúsund krónur á mánuði frá aldamótum, sem gerir um 708.000 krónur á ári. Tekjur allra annarra aldurshópa hafa hækkað frá árinu 2000, en þrátt fyrir það virðist sem þetta fólk hafi fengið mest úr ríkissjóði eftir hrun. Er það sanngjarnt?En hvað er til ráða? Ég tel að það sé ákall í íslensku samfélagi um breytingar. Ákall um sanngjarnara og fjölskylduvænna samfélag. Ríki og sveitarfélög þurfa að taka sig saman og gera ungu fólki kleift að starfa og búa á Íslandi, því þó að margir velji að flytja erlendis til að mennta sig og starfa þá leitar hugurinn alltaf aftur heim. Við fáum ekki þetta vel menntaða fólk heim aftur nema að lífskjör verði sambærileg hér og í nágrannalöndunum. Fæðingarorlof þarf að lengja. Það ætti að vera 12 mánuðir og þakið á greiðslum frá fæðingarorlofssjóði þarf að hækka. Engin úrræði eru til staðar eftir að fæðingarorlofi lýkur en það er ekki í boði í nútímasamfélagi. Leikskólar taka inn börn frá 12 mánaða aldri en sú þjónusta á að vera gjaldfrjáls. Það er í raun ótrúlegt að þetta fyrsta skólastig okkar sé ekki enn orðið gjaldfrjálst eins og grunnskólinn. Byggja þarf upp öflug leigufélög sem eru rekin án hagnaðarsjónarmiða og sveitarfélög og ríki þurfa að taka sig saman um þessa uppbyggingu. Það er ekki aðeins húsnæðisskortur á höfuðborgarsvæðinu heldur landinu öllu, og finna þarf leið til þess að það sé mögulegt að byggja húsnæði á sem flestum stöðum á landinu. Námslán ættu að vera styrkur að hluta til. Í dag vinna margir með háskólanámi til að taka lægri námslán, og það fólk er jafnvel lengri tíma að klára nám. Það er líka dýrt fyrir samfélagið því hver auka önn í háskóla kostar hundruð þúsunda fyrir samfélagið. Heilbrigðisþjónusta á að vera fyrsta flokks og gjaldfrjáls. Í dag lesum við alls konar sögur í fjölmiðlum um að fólk greiði tugi þúsunda fyrir að leita sér læknisþjónustu. Þetta er ekki boðlegt í norrænu velferðarsamfélagi, því þessa þjónustu erum við búin að greiða með sköttunum okkar. Við þurfum banka sem hugsa um samfélagið en ekki aðeins um að hámarka hagnað, banka sem heldur þjónustugjöldum og vöxtum niðri, banka sem borgar starfsfólki sínu góð og sanngjörn laun en er laus við bankabónusa og annað sem minnkar tiltrú fólks á fjármálastofnunum.Er þetta draumsýn? Við Íslendingar eigum ótrúlegt magn af auðlindum. Við eigum fiskinn í sjónum, við eigum rafmagnið, náttúruna og hreina vatnið. Ef við notum arðinn af þessum auðlindum skynsamlega eru þetta raunhæf markmið. Við sem þjóð verðum að gera samfélagssáttmála um þessi atriði. Ef við gerum það munu allir hafa það betra í nútíð og framtíð, og það hlýtur alltaf að vera lokamarkmið okkar sem þjóðar að allir hafi það betra að lokum. Það eru kosningar eftir rúmt ár. Ég tel að þær kosningar muni snúast um það í hvernig samfélagi við viljum búa, og hvort við viljum ekki gera samfélagið okkar sjálfbært, sanngjarnt, félagslegt og fjölskylduvænt.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun