Rafdrifinn Audi Q7 e-tron kominn í sölu Finnur Thorlacius skrifar 9. mars 2016 09:40 Audi Q7 e-tron verður til afgreiðslu frá Heklu í ágúst. Nú geta viðskiptavinir Audi á Íslandi pantað Audi Q7 e-tron. Um er að ræða sportlegan, hentugan og skilvirkan tengiltvinnbíl sem gengur fyrir bæði rafmagni og dísil. Þegar ekið er eingöngu á rafmagni er Q7 e-tron fjórhjóladrifinn og drægnin allt að 56 kílómetrar sem gerir það að verkum að ferðir innanbæjar geta verið útblásturslausar. Audi Q7 e-tron er fyrsti tengiltvinnbíll heims sem státar bæði af V6 TDI vél og quattro fjórhjóladrifi. Audi Q7 e-tron sameinar það besta úr báðum heimum: rafmótor og kraftmikla dísilvél. Hann er 373 hestöfl og er með 700 Nm í tog. Það tekur Q7 e-tron 6,2 sekúndur að komast í hundraðið og hann eyðir aðeins 1,8 lítrum af dísil samkvæmt NEDC-staðlinum. Nýr Q7 e-tron er virkilega vel útbúinn og í staðalbúnaði eru meðal annars LED framljós, MMI Navigation Plus íslenskt leiðsögukerfi með MMI touch og Audi Virtual skjár í mælaborði. Skjárinn sýnir hnífskarpar myndir í hárri upplausn og hægt er að fylgjast með stöðu aflmælis, drægni og orkuflæðis kerfisins. Audi Q7 var fyrst frumsýndur um mitt síðasta ár og hefur fengið mikið lof blaðamanna og ánægðra kaupanda hvað varðar aksturseiginleika, hönnun á innréttingu og úrvali aukahluta. Audi Q7 e-tron er enginn eftirbátur og bíður upp á framúrskarandi margmiðlunarviðmót og tengimöguleika við Google Android Auto og Apple CarPlay. Aðstoðarkerfi ökumanns eru mörg og má þar nefna að hann getur lagt sjálfur í stæði, séð um að bakka með kerru og keyrt sjálfur í umferðaröngþveiti. Enginn annar fjöldaframleiddur bíll bíður upp á fleiri aðstoðarkerfi sem valkost. Með nýrri hleðslutækni tekur það aðeins tvo og hálfan tíma að fullhlaða bílinn ef notað er iðnaðartengi. Hitastýrikerfi með innbyggðri varmadælu hefur verið sérþróað fyrir Q7 tengiltvinnbíla. Audi er fyrsti bílaframleiðandi heims til að koma þessari tækni á markað sem setur hann í sérflokk hvað varðar drægni, hitastjórnun og þægindi í innra rými. Með Audi connect viðbótinni er hægt að tengjast við bílinn og stýra miðstöð, skoða stöðu á rafhlöðu, auk fjölda annarra aðgerða. Hekla umboðsaðili Audi á Íslandi á von á fyrstu bílunum í ágúst og eru byrjaðir að taka við pöntunum. Audi Q7 e-tron kostar frá kr. 11.990.000 og honum fylgir 5 ára ábyrgð.Ekki slorlegt innanrými í Audi Q7 e-tron.Audi Q7 e-tron hlaðinn. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent
Nú geta viðskiptavinir Audi á Íslandi pantað Audi Q7 e-tron. Um er að ræða sportlegan, hentugan og skilvirkan tengiltvinnbíl sem gengur fyrir bæði rafmagni og dísil. Þegar ekið er eingöngu á rafmagni er Q7 e-tron fjórhjóladrifinn og drægnin allt að 56 kílómetrar sem gerir það að verkum að ferðir innanbæjar geta verið útblásturslausar. Audi Q7 e-tron er fyrsti tengiltvinnbíll heims sem státar bæði af V6 TDI vél og quattro fjórhjóladrifi. Audi Q7 e-tron sameinar það besta úr báðum heimum: rafmótor og kraftmikla dísilvél. Hann er 373 hestöfl og er með 700 Nm í tog. Það tekur Q7 e-tron 6,2 sekúndur að komast í hundraðið og hann eyðir aðeins 1,8 lítrum af dísil samkvæmt NEDC-staðlinum. Nýr Q7 e-tron er virkilega vel útbúinn og í staðalbúnaði eru meðal annars LED framljós, MMI Navigation Plus íslenskt leiðsögukerfi með MMI touch og Audi Virtual skjár í mælaborði. Skjárinn sýnir hnífskarpar myndir í hárri upplausn og hægt er að fylgjast með stöðu aflmælis, drægni og orkuflæðis kerfisins. Audi Q7 var fyrst frumsýndur um mitt síðasta ár og hefur fengið mikið lof blaðamanna og ánægðra kaupanda hvað varðar aksturseiginleika, hönnun á innréttingu og úrvali aukahluta. Audi Q7 e-tron er enginn eftirbátur og bíður upp á framúrskarandi margmiðlunarviðmót og tengimöguleika við Google Android Auto og Apple CarPlay. Aðstoðarkerfi ökumanns eru mörg og má þar nefna að hann getur lagt sjálfur í stæði, séð um að bakka með kerru og keyrt sjálfur í umferðaröngþveiti. Enginn annar fjöldaframleiddur bíll bíður upp á fleiri aðstoðarkerfi sem valkost. Með nýrri hleðslutækni tekur það aðeins tvo og hálfan tíma að fullhlaða bílinn ef notað er iðnaðartengi. Hitastýrikerfi með innbyggðri varmadælu hefur verið sérþróað fyrir Q7 tengiltvinnbíla. Audi er fyrsti bílaframleiðandi heims til að koma þessari tækni á markað sem setur hann í sérflokk hvað varðar drægni, hitastjórnun og þægindi í innra rými. Með Audi connect viðbótinni er hægt að tengjast við bílinn og stýra miðstöð, skoða stöðu á rafhlöðu, auk fjölda annarra aðgerða. Hekla umboðsaðili Audi á Íslandi á von á fyrstu bílunum í ágúst og eru byrjaðir að taka við pöntunum. Audi Q7 e-tron kostar frá kr. 11.990.000 og honum fylgir 5 ára ábyrgð.Ekki slorlegt innanrými í Audi Q7 e-tron.Audi Q7 e-tron hlaðinn.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent