Erlent

„Fimmti Bítillinn“ er látinn

Samúel Karl Ólason skrifar
George Martin.
George Martin. Vísir/EPA
Sir George Martin er látinn, níræður að aldri. Martin var oft kallaður fimmti Bítillinn því hann var upptökustjóri á plötum þessarar vinsælustu hljómsveitar sögunnar. Það var einmitt trymbillinn Ringo Starr sem greindi frá andláti Martin í nótt á Twitter síðu sinni.

Auk þess að eiga stóran hlut í velgengni Bítlanna tók Martin einnig upp plötur með listamönnum á borð við Gerry and the PacemakersShirley Bassey og Cillu Black. Lofi hefur verið hlaðið á Martin í gegnum tíðina, hann hefur unnið ótal Grammy verðlaun og óskarsverðlaun fékk hann fyrir tónlistina í Bítlamyndinni A hard days Night.

Árið 1999 fékk hann síðan inngöngu í frægðarhöll rokksins fyrir framlag sitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×