Viðskipti innlent

Bertrand Kan tekur sæti í stjórn Símans

Bertrand Kan
Bertrand Kan
Bertrand Kan mun taka sæti í stjórn Símans á næsta aðalfundi sem fer fram á morgun. Framboðsfrestur rann út þann 5. mars síðastliðinn. Fimm manns voru í framboði og eru stjórnarsætin fimm. Auk Bertrands kemur Birgir Sveinn Bjarnason inn í stjórnina. Ingimundur Sigurpálsson og Helgi Magnússon hverfa á braut. Bertrand var í hópi þeirra manna sem keyptu hlut í símanum áður en hann var Skráður á markað. Í viðtali við Markaðinn í október sagði hann að það hefði verið hugmynd stjórnenda Símans að hann kæmi að þeirri fjárfestingu. „Mér hefur líkað vel við Símann í þau rúm tíu ár sem ég hef þekkt fyrirtækið. Ég sagðist því vera áhugasamur og þannig byrjaði það,“ segir Kan. Hann vill ekki greina frá því hvað hann keypti stóran hlut sjálfur. „Mér finnst það ekki skipta máli. Ég er ekki stærsti hluthafinn í hópnum og ekki sá minnsti. Ég er í miðjunni og er hluti af hópnum.“ – jhh





Fleiri fréttir

Sjá meira


×