Innlent

Enginn grunaður í Móabarðsmáli

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Allar þekktar mannaferðir í Móabarði á þeim tíma sem árásirnar eiga að hafa átt sér stað hafa verið kannaðar og eiga sér eðlilegar skýringar að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns.
Allar þekktar mannaferðir í Móabarði á þeim tíma sem árásirnar eiga að hafa átt sér stað hafa verið kannaðar og eiga sér eðlilegar skýringar að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns. vísir/vilhelm
Lögreglan hefur engan grunaðan í tengslum við meintar líkamsárásir á heimili í Móabarði á dögunum. Þá hefur enginn verið handtekinn vegna málsins. Þetta segir Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samali við Vísi.

Rannsókn lögreglu stendur enn yfir en eins og greint hefur verið frá var lögreglan kölluð út að heimili við Móabarð mánudaginn 15. febrúar síðastliðinn.

Móðir, sem var ein heima með ungbarn, skýrði frá því hvernig maður hefði villt á sér heimildir, komið inn á heimilið og ráðist á hana. Maðurinn mun hafa tjáð konunni að hann ætlaði að lesa af mælum og þannig hafi hann komist inn á heimilið. Tæpri viku síðar var tilkynnt um aðra árás á sömu konu í sömu íbúð í Móabarði.

„Þetta er ekki mjög fjölfarinn staður, hvorki  á mánudeginum né sunnudeginum, en allar þekktar mannaferðir hafa verið kannaðar og eiga sér eðlilegar skýringar. Þá hefur ekkert komið fram við rannsókn málsins sem benti til þess að við værum með einhvern óþekktan geranda sem við gætum varað íbúana við,“ segir Árni Þór.

Aðspurður segir Árni Þór bráðabirgðaniðurstöðu réttarmeinafræðings á áverkum konunnar liggja fyrir, en vildi ekki tjá sig um hvað kom út úr rannsókninni að öðru leyti.

Í kjölfar hinna meintu árása var konunni og fjölskyldu hennar komið fyrir á öruggum stað. Árni Þór segist ekki geta tjáð sig um það hvar konan sé nú, það er hvort hún sé komin til síns heima eða ekki.


Tengdar fréttir

Óttaslegnir íbúar vígbúast í Móabarði

Óhugur er í íbúum Móabarðs eftir alvarlegar árásir í götunni. Menn hafa gripið til varúðarráðstafana og eru undrandi yfir að lögregla yfirheyri þá ekki þar sem þeir hljóti að liggja undir grun. Engar nýjar vísbendingar, segir lög

Konan nýtur nú verndar

Grunur leikur á að sami maður hafi í tvígang ráðist á konu á heimili hennar í Móabarði í Hafnarfirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×