„Hjálpum þeim“ fyrir íbúa Grettisgötu Birgir Örn Steinarsson skrifar 8. mars 2016 16:48 Halldór greindi frá því í morgun að einu eignir hans eftir brunann væru fötin utan á honum og sundskýla. Visir/Halldór Ragnarsson Viðbrögð við heimilismissi Halldórs Ragnarssonar myndlistarmanns, kærustu hans Rós Kristjánsdóttur fyrirsætu og sambýlismanni þeirra sem misstu allt sitt í brunanum við Grettisgötu 87 í gærkvöldi hafa verið gríðarleg. Nú hafa vinir þeirra ákveðið að halda styrktarsamkomu á Húrra í lok mánaðarins fyrir þau en þar mun meðal annars verða settur upp nytjamarkaður og tónleikar til þess að safna peningum fyrir þau. Ekki er búið að ganga frá dagskránni en Benedikt Stefánsson, eða Bensöl eins og hann kallar sig þegar hann gerir tónlist , er einn af vinum parsins og skipuleggjandi uppákomunnar. Hann segist búast við því að margir af vinum parsins muni bjóða sig fram og að í þeim hópi séu margir góðir og þekktir tónlistarmenn. Sjálfur hefur Halldór starfað sem plötusnúður um árabil auk þess að hafa leikið á bassa með hljómsveitunum Kimono og Sea Bear (sem síðar varð Sing Fang). „Við settum þetta upp í dag og ég er með yfir 20 missed calls í símanum mínum,“ segir Benedikt. „Nú förum við í það að setja saman dagskrá en ég er enn í vinnu og hef ekki haft tíma í dag.“ Styrktaruppákoman hefur hlotið nafnið „Hjálpum þeim“ og á Fésbókarsíðu atburðarins má sjá ýmsa bjóða fram aðstoð sína. Þar á meðal tónlistarmanninn Ólaf Arnalds. Finna má reikningsnúmer hins nýstofnaða styrktarsjóðs á síðunni. Eins og fram hefur komið missti parið alla búslóð sína og föt auk þess sem Halldór missti öll þau listaverk sem hann hefur unnið að síðastliðin þrjú ár. Allt var ótryggt. Inn á Fésbókarsíðum parsins hafa í dag flætt samúðarkveðjur. Halldór birti í dag færslu þar sem hann þakkaði kærlega fyrir stuðninginn. Tengdar fréttir „Í dag á ég bara fötin sem ég var í og sundskýluna mína“ Sjáið listaverk Halldórs Ragnarssonar sem glötuðust í brunanum á Grettisgötu 87 í gærkveldi. 8. mars 2016 12:00 Húsið metið á 200 milljónir króna Eigendurnir bíða eftir upplýsingum frá slökkviliðinu. 8. mars 2016 10:42 Bruninn á Grettisgötu: „Sýnist öll verk mín síðustu tveggja, þriggja ára vera farin“ Halldór Ragnarsson myndlistarmaður sem hefur verið með stúdíó að Grettisgötu 87 þar sem mikill eldur kom upp fyrr í kvöld. 7. mars 2016 22:24 Merkileg menningarsaga Grettisgötu 87 Í húsinu var meðal annars að finna einu elstu líkamsrætkarstöð landsins og kjallara sem eitt sinn hýsti fyrsta æfingarhúsnæði Sigur rósar. 8. mars 2016 13:43 Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Trump titlar sig konung Erlent Fleiri fréttir Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Sjá meira
Viðbrögð við heimilismissi Halldórs Ragnarssonar myndlistarmanns, kærustu hans Rós Kristjánsdóttur fyrirsætu og sambýlismanni þeirra sem misstu allt sitt í brunanum við Grettisgötu 87 í gærkvöldi hafa verið gríðarleg. Nú hafa vinir þeirra ákveðið að halda styrktarsamkomu á Húrra í lok mánaðarins fyrir þau en þar mun meðal annars verða settur upp nytjamarkaður og tónleikar til þess að safna peningum fyrir þau. Ekki er búið að ganga frá dagskránni en Benedikt Stefánsson, eða Bensöl eins og hann kallar sig þegar hann gerir tónlist , er einn af vinum parsins og skipuleggjandi uppákomunnar. Hann segist búast við því að margir af vinum parsins muni bjóða sig fram og að í þeim hópi séu margir góðir og þekktir tónlistarmenn. Sjálfur hefur Halldór starfað sem plötusnúður um árabil auk þess að hafa leikið á bassa með hljómsveitunum Kimono og Sea Bear (sem síðar varð Sing Fang). „Við settum þetta upp í dag og ég er með yfir 20 missed calls í símanum mínum,“ segir Benedikt. „Nú förum við í það að setja saman dagskrá en ég er enn í vinnu og hef ekki haft tíma í dag.“ Styrktaruppákoman hefur hlotið nafnið „Hjálpum þeim“ og á Fésbókarsíðu atburðarins má sjá ýmsa bjóða fram aðstoð sína. Þar á meðal tónlistarmanninn Ólaf Arnalds. Finna má reikningsnúmer hins nýstofnaða styrktarsjóðs á síðunni. Eins og fram hefur komið missti parið alla búslóð sína og föt auk þess sem Halldór missti öll þau listaverk sem hann hefur unnið að síðastliðin þrjú ár. Allt var ótryggt. Inn á Fésbókarsíðum parsins hafa í dag flætt samúðarkveðjur. Halldór birti í dag færslu þar sem hann þakkaði kærlega fyrir stuðninginn.
Tengdar fréttir „Í dag á ég bara fötin sem ég var í og sundskýluna mína“ Sjáið listaverk Halldórs Ragnarssonar sem glötuðust í brunanum á Grettisgötu 87 í gærkveldi. 8. mars 2016 12:00 Húsið metið á 200 milljónir króna Eigendurnir bíða eftir upplýsingum frá slökkviliðinu. 8. mars 2016 10:42 Bruninn á Grettisgötu: „Sýnist öll verk mín síðustu tveggja, þriggja ára vera farin“ Halldór Ragnarsson myndlistarmaður sem hefur verið með stúdíó að Grettisgötu 87 þar sem mikill eldur kom upp fyrr í kvöld. 7. mars 2016 22:24 Merkileg menningarsaga Grettisgötu 87 Í húsinu var meðal annars að finna einu elstu líkamsrætkarstöð landsins og kjallara sem eitt sinn hýsti fyrsta æfingarhúsnæði Sigur rósar. 8. mars 2016 13:43 Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Trump titlar sig konung Erlent Fleiri fréttir Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Sjá meira
„Í dag á ég bara fötin sem ég var í og sundskýluna mína“ Sjáið listaverk Halldórs Ragnarssonar sem glötuðust í brunanum á Grettisgötu 87 í gærkveldi. 8. mars 2016 12:00
Húsið metið á 200 milljónir króna Eigendurnir bíða eftir upplýsingum frá slökkviliðinu. 8. mars 2016 10:42
Bruninn á Grettisgötu: „Sýnist öll verk mín síðustu tveggja, þriggja ára vera farin“ Halldór Ragnarsson myndlistarmaður sem hefur verið með stúdíó að Grettisgötu 87 þar sem mikill eldur kom upp fyrr í kvöld. 7. mars 2016 22:24
Merkileg menningarsaga Grettisgötu 87 Í húsinu var meðal annars að finna einu elstu líkamsrætkarstöð landsins og kjallara sem eitt sinn hýsti fyrsta æfingarhúsnæði Sigur rósar. 8. mars 2016 13:43