Bankamenn eru ekki allir eins Ari Skúlason skrifar 9. mars 2016 07:00 Umræðan í þjóðfélaginu um bankana er stundum mótsagnakennd. Almennt er talið að bankarnir séu of margir og starfsmennirnir líka. Samtímis koma fram háværar kvartanir vegna hagræðingaraðgerða eins og fækkunar afgreiðslustaða. Vanlíðan og óöryggi hefur einkennt starfsfólk bankanna síðustu ár. Starfsfólk hefur horft upp á síendurteknar uppsagnir og skipulagsbreytingar sem virðast aldrei ætla að taka enda. T.d. er sífelld umræða í gangi um að fækka þurfi gjaldkerum og að tæknin og sjálfsafgreiðslulausnir eigi að taka við. Í grimmari orðræðu er viðtekin skoðun að bankarnir séu okurstofnanir og að bankamenn séu „glæpamenn“ upp til hópa. Í október 2009 lét þáverandi ráðherra bankamála, Gylfi Magnússon, hafa eftir sér að íslenskir bankamenn hafi verið þeir verstu í heimi. Ég mótmælti orðum Gylfa á sínum tíma og hann dró í land og sagðist hafa átt við stjórnendur bankanna fyrir hrun. Þetta er einmitt meinið. Í mestallri umræðu um bankana er fjallað um stjórnendur og starfsmenn þeirra undir sama hatti og enginn greinarmunur gerður þar á. Margir taka sér skotleyfi gagnvart starfsmönnum bankanna og þá skiptir engu hvort þeir séu háir eða lágir, stjórar eða gjaldkerar, allir eru yfirleitt settir undir sama hatt. Í nýlegri umfjöllun Kjarnans um greiðslu bónusa til 20-30 starfsmanna ALMC var talað um „fífldirfsku og glórulausar ákvarðanir bankamanna á árunum fyrir hrun“. Nákvæmara og mun sanngjarnara hefði verið að tala um stjórnendur og eigendur bankanna í stað allra bankamanna. Flestir starfsmenn bankanna hafa aldrei fengið neina bónusa og eru á svipuðum launakjörum og starfsmenn annarra fyrirtækja. Það er því ekki sanngjarnt að hafa þá alla undir í umræðu eins og þessari.Sjálfstæður skotspónn Það voru almennir starfsmenn bankanna sem stóðu í forsvari gagnvart viðskiptavinum vegna vandamála hrunsins og þeir voru oft ekki í skárri stöðu sjálfir en fólkið sem þeir voru að þjóna. Engu að síður er þetta fólk sífellt sjálfstæður skotspónn sem má tala illa um og gera grín að. Annað dæmi, sem mörgum kann að finnast meinlaus brandari, er frétt um veitingastað í Frakklandi sem mbl.is birti þann 17. febrúar. Fréttin gekk út á að veitingamaður hafði komið fyrir skilti þar sem stóð: „Hundar velkomnir, bankamenn bannaðir.“ Ástæðan var sú að honum hafði verið synjað um lán hjá nokkrum bönkum. Hann setti alla bankamenn undir einn hatt og meinaði gjaldkerum og þjónustufulltrúum aðgang jafnt og stjórnendum bankanna. Margir telja þetta eflaust fínan nútímabrandara en hann særir þá starfsmenn bankanna sem þetta bitnar á að ósekju og er dæmi um það hvernig sífellt er vegið að almennum bankastarfsmönnum með ósanngjörnum hætti. Dæmin eru óteljandi. Í hvert skipti sem fólki finnst mistök gerð í starfsemi banka er almennu starfsfólki nuddað upp úr málunum án þess að það hafi nokkuð komið að þeim. Fólki finnst þetta fyndið og eðlilegt. Engum dettur í hug að gera almenna starfsmenn sjávarútvegsfyrirtækja ábyrga fyrir því þegar útgerðin kaupir eða selur kvóta. En það virðast gilda önnur lögmál um starfsmenn bankanna, það er sjálfsagt að hafa þá í skotlínu varðandi allt sem er í umræðunni um starfsemi þeirra. Mér finnst þetta ósanngjörn orðræða sem bitnar á starfsfólki sem vinnur störf sín eins vel og unnt er. Það er enginn munur á bankastarfsmönnum og öðru fólki í götunni okkar, nema þá kannski að það fær yfirleitt að heyra niðrandi tón um störf sín og fær á sig ásakanir sem það á alls ekki skilið. Það er óskandi að umræða um bankamenn verði málefnalegri og skynsamlegri og að hætt verði að setja þá alla undir sama (gamla) hattinn. Þeirri ósk er einkum beint til fjölmiðla og stjórnmálamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan í þjóðfélaginu um bankana er stundum mótsagnakennd. Almennt er talið að bankarnir séu of margir og starfsmennirnir líka. Samtímis koma fram háværar kvartanir vegna hagræðingaraðgerða eins og fækkunar afgreiðslustaða. Vanlíðan og óöryggi hefur einkennt starfsfólk bankanna síðustu ár. Starfsfólk hefur horft upp á síendurteknar uppsagnir og skipulagsbreytingar sem virðast aldrei ætla að taka enda. T.d. er sífelld umræða í gangi um að fækka þurfi gjaldkerum og að tæknin og sjálfsafgreiðslulausnir eigi að taka við. Í grimmari orðræðu er viðtekin skoðun að bankarnir séu okurstofnanir og að bankamenn séu „glæpamenn“ upp til hópa. Í október 2009 lét þáverandi ráðherra bankamála, Gylfi Magnússon, hafa eftir sér að íslenskir bankamenn hafi verið þeir verstu í heimi. Ég mótmælti orðum Gylfa á sínum tíma og hann dró í land og sagðist hafa átt við stjórnendur bankanna fyrir hrun. Þetta er einmitt meinið. Í mestallri umræðu um bankana er fjallað um stjórnendur og starfsmenn þeirra undir sama hatti og enginn greinarmunur gerður þar á. Margir taka sér skotleyfi gagnvart starfsmönnum bankanna og þá skiptir engu hvort þeir séu háir eða lágir, stjórar eða gjaldkerar, allir eru yfirleitt settir undir sama hatt. Í nýlegri umfjöllun Kjarnans um greiðslu bónusa til 20-30 starfsmanna ALMC var talað um „fífldirfsku og glórulausar ákvarðanir bankamanna á árunum fyrir hrun“. Nákvæmara og mun sanngjarnara hefði verið að tala um stjórnendur og eigendur bankanna í stað allra bankamanna. Flestir starfsmenn bankanna hafa aldrei fengið neina bónusa og eru á svipuðum launakjörum og starfsmenn annarra fyrirtækja. Það er því ekki sanngjarnt að hafa þá alla undir í umræðu eins og þessari.Sjálfstæður skotspónn Það voru almennir starfsmenn bankanna sem stóðu í forsvari gagnvart viðskiptavinum vegna vandamála hrunsins og þeir voru oft ekki í skárri stöðu sjálfir en fólkið sem þeir voru að þjóna. Engu að síður er þetta fólk sífellt sjálfstæður skotspónn sem má tala illa um og gera grín að. Annað dæmi, sem mörgum kann að finnast meinlaus brandari, er frétt um veitingastað í Frakklandi sem mbl.is birti þann 17. febrúar. Fréttin gekk út á að veitingamaður hafði komið fyrir skilti þar sem stóð: „Hundar velkomnir, bankamenn bannaðir.“ Ástæðan var sú að honum hafði verið synjað um lán hjá nokkrum bönkum. Hann setti alla bankamenn undir einn hatt og meinaði gjaldkerum og þjónustufulltrúum aðgang jafnt og stjórnendum bankanna. Margir telja þetta eflaust fínan nútímabrandara en hann særir þá starfsmenn bankanna sem þetta bitnar á að ósekju og er dæmi um það hvernig sífellt er vegið að almennum bankastarfsmönnum með ósanngjörnum hætti. Dæmin eru óteljandi. Í hvert skipti sem fólki finnst mistök gerð í starfsemi banka er almennu starfsfólki nuddað upp úr málunum án þess að það hafi nokkuð komið að þeim. Fólki finnst þetta fyndið og eðlilegt. Engum dettur í hug að gera almenna starfsmenn sjávarútvegsfyrirtækja ábyrga fyrir því þegar útgerðin kaupir eða selur kvóta. En það virðast gilda önnur lögmál um starfsmenn bankanna, það er sjálfsagt að hafa þá í skotlínu varðandi allt sem er í umræðunni um starfsemi þeirra. Mér finnst þetta ósanngjörn orðræða sem bitnar á starfsfólki sem vinnur störf sín eins vel og unnt er. Það er enginn munur á bankastarfsmönnum og öðru fólki í götunni okkar, nema þá kannski að það fær yfirleitt að heyra niðrandi tón um störf sín og fær á sig ásakanir sem það á alls ekki skilið. Það er óskandi að umræða um bankamenn verði málefnalegri og skynsamlegri og að hætt verði að setja þá alla undir sama (gamla) hattinn. Þeirri ósk er einkum beint til fjölmiðla og stjórnmálamanna.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun