Góða systir vekur heimsathygli Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 9. mars 2016 09:30 Þórunn Antonía Magnúsdóttir stofnaði Facebook-síðuna Góða systir. Vísir/Anton „Ég var mjög hissa, þegar ég fékk símtal frá Facebook og mér tilkynnt að ég væri ein af sjö konum í heiminum sem Facebook vildi fjalla um í sambandi við Alþjóðlegan baráttudag kvenna sem haldinn var í gær,“ segir Þórunn Antonía Magnúsdóttir, stofnandi Facebook-síðunnar Góða systir sem ætluð er jákvæðum og uppbyggilegum boðskap fyrir konur. Facebook-síðan Góða systir hefur heldur betur vakið athygli í þjóðfélaginu, en yfir 50 þúsund konur eru skráðar í hópinn sem stofnaður var í þeim tilgangi að konur gætu komið saman og sýnt hver annarri skilning, virðingu og kærleik þrátt fyrir ólíkt líf, viðhorf og skoðanir. Ég trúði því eiginlega ekki þegar ég fékk símtal frá Facebook, ég hélt að það væri verið að gera símagrín í mér en svo var ekki. Það var kona sem vinnur hjá Facebook sem hafði heyrt um framtakið Góða systir og þeim fannst þetta frábært framtak og hálf ótrúlegt að yfir 50 þúsund konur væru skráðar í hópinn af 300.000 manna samfélagi,“ segir Þórunn glöð í bragði. Viðtalið og myndir af Þórunni Antoníu birtust meðal annars í tímaritinu TIME í gær, en hingað til landsins kom þekktur ljósmyndari fyrir hönd Facebook til þess að hitta Þórunni og taka af henni myndir og viðtal fyrir þetta fallega verkefni. „Mihaela Noroc kom hingað til landsins til að hitta mig, hún er alveg yndisleg og hefur alveg rosalega fallega nærveru, það geislar frá henni góðmennska og blíða til kvenna svo ég var alls ekki hissa á því að hún hefði tekið að sér verkefni sem þetta. Hún ferðast um heiminn til þess að taka myndir af konum og vekja athygli á baráttukonum víða um heim. Við vorum sammála um það að ákveðnir þættir í okkar lífi hafi breytt sýn á mikilvægi þess að konur standi saman, en það var fæðing dóttur minnar sem breytti sýn minni á konur. Við konur eru alveg magnaðar verur, og sameinaðar erum við algjörlega óstöðvandi,“ segir Þórunn full þakklætis fyrir að vera valin í hóp með þessum framúrskarandi baráttukonum. This International Women’s Day, we’ve partnered with The Atlas of Beauty to recognize six women who are doing their part...Posted by Facebook Stories on Tuesday, March 8, 2016 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
„Ég var mjög hissa, þegar ég fékk símtal frá Facebook og mér tilkynnt að ég væri ein af sjö konum í heiminum sem Facebook vildi fjalla um í sambandi við Alþjóðlegan baráttudag kvenna sem haldinn var í gær,“ segir Þórunn Antonía Magnúsdóttir, stofnandi Facebook-síðunnar Góða systir sem ætluð er jákvæðum og uppbyggilegum boðskap fyrir konur. Facebook-síðan Góða systir hefur heldur betur vakið athygli í þjóðfélaginu, en yfir 50 þúsund konur eru skráðar í hópinn sem stofnaður var í þeim tilgangi að konur gætu komið saman og sýnt hver annarri skilning, virðingu og kærleik þrátt fyrir ólíkt líf, viðhorf og skoðanir. Ég trúði því eiginlega ekki þegar ég fékk símtal frá Facebook, ég hélt að það væri verið að gera símagrín í mér en svo var ekki. Það var kona sem vinnur hjá Facebook sem hafði heyrt um framtakið Góða systir og þeim fannst þetta frábært framtak og hálf ótrúlegt að yfir 50 þúsund konur væru skráðar í hópinn af 300.000 manna samfélagi,“ segir Þórunn glöð í bragði. Viðtalið og myndir af Þórunni Antoníu birtust meðal annars í tímaritinu TIME í gær, en hingað til landsins kom þekktur ljósmyndari fyrir hönd Facebook til þess að hitta Þórunni og taka af henni myndir og viðtal fyrir þetta fallega verkefni. „Mihaela Noroc kom hingað til landsins til að hitta mig, hún er alveg yndisleg og hefur alveg rosalega fallega nærveru, það geislar frá henni góðmennska og blíða til kvenna svo ég var alls ekki hissa á því að hún hefði tekið að sér verkefni sem þetta. Hún ferðast um heiminn til þess að taka myndir af konum og vekja athygli á baráttukonum víða um heim. Við vorum sammála um það að ákveðnir þættir í okkar lífi hafi breytt sýn á mikilvægi þess að konur standi saman, en það var fæðing dóttur minnar sem breytti sýn minni á konur. Við konur eru alveg magnaðar verur, og sameinaðar erum við algjörlega óstöðvandi,“ segir Þórunn full þakklætis fyrir að vera valin í hóp með þessum framúrskarandi baráttukonum. This International Women’s Day, we’ve partnered with The Atlas of Beauty to recognize six women who are doing their part...Posted by Facebook Stories on Tuesday, March 8, 2016
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira