Góða systir vekur heimsathygli Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 9. mars 2016 09:30 Þórunn Antonía Magnúsdóttir stofnaði Facebook-síðuna Góða systir. Vísir/Anton „Ég var mjög hissa, þegar ég fékk símtal frá Facebook og mér tilkynnt að ég væri ein af sjö konum í heiminum sem Facebook vildi fjalla um í sambandi við Alþjóðlegan baráttudag kvenna sem haldinn var í gær,“ segir Þórunn Antonía Magnúsdóttir, stofnandi Facebook-síðunnar Góða systir sem ætluð er jákvæðum og uppbyggilegum boðskap fyrir konur. Facebook-síðan Góða systir hefur heldur betur vakið athygli í þjóðfélaginu, en yfir 50 þúsund konur eru skráðar í hópinn sem stofnaður var í þeim tilgangi að konur gætu komið saman og sýnt hver annarri skilning, virðingu og kærleik þrátt fyrir ólíkt líf, viðhorf og skoðanir. Ég trúði því eiginlega ekki þegar ég fékk símtal frá Facebook, ég hélt að það væri verið að gera símagrín í mér en svo var ekki. Það var kona sem vinnur hjá Facebook sem hafði heyrt um framtakið Góða systir og þeim fannst þetta frábært framtak og hálf ótrúlegt að yfir 50 þúsund konur væru skráðar í hópinn af 300.000 manna samfélagi,“ segir Þórunn glöð í bragði. Viðtalið og myndir af Þórunni Antoníu birtust meðal annars í tímaritinu TIME í gær, en hingað til landsins kom þekktur ljósmyndari fyrir hönd Facebook til þess að hitta Þórunni og taka af henni myndir og viðtal fyrir þetta fallega verkefni. „Mihaela Noroc kom hingað til landsins til að hitta mig, hún er alveg yndisleg og hefur alveg rosalega fallega nærveru, það geislar frá henni góðmennska og blíða til kvenna svo ég var alls ekki hissa á því að hún hefði tekið að sér verkefni sem þetta. Hún ferðast um heiminn til þess að taka myndir af konum og vekja athygli á baráttukonum víða um heim. Við vorum sammála um það að ákveðnir þættir í okkar lífi hafi breytt sýn á mikilvægi þess að konur standi saman, en það var fæðing dóttur minnar sem breytti sýn minni á konur. Við konur eru alveg magnaðar verur, og sameinaðar erum við algjörlega óstöðvandi,“ segir Þórunn full þakklætis fyrir að vera valin í hóp með þessum framúrskarandi baráttukonum. This International Women’s Day, we’ve partnered with The Atlas of Beauty to recognize six women who are doing their part...Posted by Facebook Stories on Tuesday, March 8, 2016 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
„Ég var mjög hissa, þegar ég fékk símtal frá Facebook og mér tilkynnt að ég væri ein af sjö konum í heiminum sem Facebook vildi fjalla um í sambandi við Alþjóðlegan baráttudag kvenna sem haldinn var í gær,“ segir Þórunn Antonía Magnúsdóttir, stofnandi Facebook-síðunnar Góða systir sem ætluð er jákvæðum og uppbyggilegum boðskap fyrir konur. Facebook-síðan Góða systir hefur heldur betur vakið athygli í þjóðfélaginu, en yfir 50 þúsund konur eru skráðar í hópinn sem stofnaður var í þeim tilgangi að konur gætu komið saman og sýnt hver annarri skilning, virðingu og kærleik þrátt fyrir ólíkt líf, viðhorf og skoðanir. Ég trúði því eiginlega ekki þegar ég fékk símtal frá Facebook, ég hélt að það væri verið að gera símagrín í mér en svo var ekki. Það var kona sem vinnur hjá Facebook sem hafði heyrt um framtakið Góða systir og þeim fannst þetta frábært framtak og hálf ótrúlegt að yfir 50 þúsund konur væru skráðar í hópinn af 300.000 manna samfélagi,“ segir Þórunn glöð í bragði. Viðtalið og myndir af Þórunni Antoníu birtust meðal annars í tímaritinu TIME í gær, en hingað til landsins kom þekktur ljósmyndari fyrir hönd Facebook til þess að hitta Þórunni og taka af henni myndir og viðtal fyrir þetta fallega verkefni. „Mihaela Noroc kom hingað til landsins til að hitta mig, hún er alveg yndisleg og hefur alveg rosalega fallega nærveru, það geislar frá henni góðmennska og blíða til kvenna svo ég var alls ekki hissa á því að hún hefði tekið að sér verkefni sem þetta. Hún ferðast um heiminn til þess að taka myndir af konum og vekja athygli á baráttukonum víða um heim. Við vorum sammála um það að ákveðnir þættir í okkar lífi hafi breytt sýn á mikilvægi þess að konur standi saman, en það var fæðing dóttur minnar sem breytti sýn minni á konur. Við konur eru alveg magnaðar verur, og sameinaðar erum við algjörlega óstöðvandi,“ segir Þórunn full þakklætis fyrir að vera valin í hóp með þessum framúrskarandi baráttukonum. This International Women’s Day, we’ve partnered with The Atlas of Beauty to recognize six women who are doing their part...Posted by Facebook Stories on Tuesday, March 8, 2016
Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira