Innlent

Starfsfólk Persónuverndar finnur fyrir menguninni frá brunanum

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Forstjóri stofnunarinnar hleypti starfsfólki heim eftir hádegi vegna þess að fólki var farið að svíða í augun.
Forstjóri stofnunarinnar hleypti starfsfólki heim eftir hádegi vegna þess að fólki var farið að svíða í augun. Vísir/Vilhelm
Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að starfsmenn hafi fundið fyrir sviða í augum út af loftmengun vegna brunans við Grettisgötu 89 í gærkvöldi og nótt. Starfsmönnum var leyft að fara heim eftir hádegi.



„Það er alveg líft en það eru óþægindi,“ segir hún en sá sem var hvað verst haldinn var sá starfsmaður sem mætti fyrst í morgun. Mikil reykjarlykt er víða á skrifstofum Persónuverndar, sem er í næsta húsi við brunann.




„Ég tók þá ákvörðun að leyfa fólki að fara upp úr hádegi. Sá sem kom hérna fyrstur í morgun fyrir átta, og var búinn að vera í þrjú korter þegar ég kom, var kominn með sviða og höfuðverk,“ segir hún.




Helga segir að loftið sé mismunandi slæmt eftir því hvar í húsinu maður er. „Það er búið að vera svolítið þungt loftið,“ segir hún.

„Mín skrifstofa er til dæmis innst, lengst frá þessu, og hún er jafnvel verri en aðrar skrifstofur,“ segir hún. „Það er bara ótrúleg reykjarlykt og ég er lengst frá þessu [...] en þetta greinilega liggur einhvern veginn til mín.“



Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×