Segir Glitni borga mun hærri stjórnarlaun en einn stærsti banki heims ingvar haraldsson skrifar 8. mars 2016 10:00 Óttari þykir ekki við hæfi að stjórnarlaun í Glitni séu tíföld stjórnarlaun í skráðum íslenskum félögum. vísir Laun stjórnarmanna í GlitniHoldCo eru fjórföld á við laun stjórnarmanna í Deutsche bank, einum stærsta banka heims, samkvæmt gögnum sem Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaganna hefur tekið saman. Óttar hefur boðið sig fram til stjórnar Glitnis HoldCo og samhliða því lagt til 90 prósent lækkun stjórnarlauna félagsins. Stjórnarlaun í Glitni HoldCo nema 4,1 milljón krón á mánuði en í Deutsche bank 1,2 milljónum króna á mánuði samkvæmt samantekt Óttars. Þá nema laun stjórnarformanns Glitnis 6,2 milljónum króna á mánuði en stjórnarformanns Deutsche bank 2,4 milljónum króna á mánuði samkvæmt því sem Óttar hefur tekið saman. Stjórnarlaun í Nordea bank, sem starfar í Svíþjóð, Danmörku, Finlandi og Noregi, eru milljón króna á mánuði og laun stjóranrformanns 3,3 milljónum króna á mánuði samkvæmt samantektinni. Þá nema stjórnarlaun í Den Danske Bank 788 þúsund krónum á mánuði og stjórnarformanns 866 þúsund krónum að sögn Óttars. Stjórnarlaun í Íslandsbanka, sem var stærsta einstaka eign Glitnis þar til hann var afhentur ríkinu, nema 517 þúsund krónum á mánuði og laun stjórnarformanns 750 þúsund krónum á mánuði. „Það hefur heyrst að laun fyrir stjórnarsetu í Glitni HoldCo þurfi að vera jafn há og raun ber vitni, til að standast samanburð við sambærileg erlend félög þannig að laða megi að nægilega hæft fólk til þessara verka. Til að kanna hvernig þessi fullyrðing stenst voru tekin saman laun fyrir að sinna stjórnarstörfum í stærstu bönkum Norðurlanda, stærsta banka Þýskalands og íslensku bankana sem hafa verið eða mestu í eigu þrotabúa,“ segir Óttar. Óttar segir samantekt sýna að laun fyrir setu í stjórn Glitnis HoldCo séu fullkomlega úr öllu samhengi við til að mynda Deutsche bank, einn stærsta banka heims. Glitnir HoldCo er hlutafélag sem heldur utan um þær eignir sem eftir stóðu í Glitni að lokinni slitameðferð félagsins. Hluthafar þess eru kröfuhafar sem ekki hafa fengið kröfur sínar greiddar að fullu. Stjórnarmenn í félaginu eru Mike Wheeler, sem er formaður stjórnar, Tom Grøndal og Steen Parsholt. Tengdar fréttir Slitastjórn Glitnis: Steinunn og Páll skiptu með sér 381 milljón í fyrra Greiðslur til slitastjórnar Glitnis tvöfölduðust milli ára. 4. mars 2016 07:00 Leggur til 90 prósenta lækkun stjórnarlauna Glitnis Stjórnarlaunin eru "ósmekkleg og óviðeigandi“ að sögn Óttars Guðjónssonar, framkvæmdastjóra Lánasjóðs sveitarfélaganna. 4. mars 2016 10:53 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Laun stjórnarmanna í GlitniHoldCo eru fjórföld á við laun stjórnarmanna í Deutsche bank, einum stærsta banka heims, samkvæmt gögnum sem Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaganna hefur tekið saman. Óttar hefur boðið sig fram til stjórnar Glitnis HoldCo og samhliða því lagt til 90 prósent lækkun stjórnarlauna félagsins. Stjórnarlaun í Glitni HoldCo nema 4,1 milljón krón á mánuði en í Deutsche bank 1,2 milljónum króna á mánuði samkvæmt samantekt Óttars. Þá nema laun stjórnarformanns Glitnis 6,2 milljónum króna á mánuði en stjórnarformanns Deutsche bank 2,4 milljónum króna á mánuði samkvæmt því sem Óttar hefur tekið saman. Stjórnarlaun í Nordea bank, sem starfar í Svíþjóð, Danmörku, Finlandi og Noregi, eru milljón króna á mánuði og laun stjóranrformanns 3,3 milljónum króna á mánuði samkvæmt samantektinni. Þá nema stjórnarlaun í Den Danske Bank 788 þúsund krónum á mánuði og stjórnarformanns 866 þúsund krónum að sögn Óttars. Stjórnarlaun í Íslandsbanka, sem var stærsta einstaka eign Glitnis þar til hann var afhentur ríkinu, nema 517 þúsund krónum á mánuði og laun stjórnarformanns 750 þúsund krónum á mánuði. „Það hefur heyrst að laun fyrir stjórnarsetu í Glitni HoldCo þurfi að vera jafn há og raun ber vitni, til að standast samanburð við sambærileg erlend félög þannig að laða megi að nægilega hæft fólk til þessara verka. Til að kanna hvernig þessi fullyrðing stenst voru tekin saman laun fyrir að sinna stjórnarstörfum í stærstu bönkum Norðurlanda, stærsta banka Þýskalands og íslensku bankana sem hafa verið eða mestu í eigu þrotabúa,“ segir Óttar. Óttar segir samantekt sýna að laun fyrir setu í stjórn Glitnis HoldCo séu fullkomlega úr öllu samhengi við til að mynda Deutsche bank, einn stærsta banka heims. Glitnir HoldCo er hlutafélag sem heldur utan um þær eignir sem eftir stóðu í Glitni að lokinni slitameðferð félagsins. Hluthafar þess eru kröfuhafar sem ekki hafa fengið kröfur sínar greiddar að fullu. Stjórnarmenn í félaginu eru Mike Wheeler, sem er formaður stjórnar, Tom Grøndal og Steen Parsholt.
Tengdar fréttir Slitastjórn Glitnis: Steinunn og Páll skiptu með sér 381 milljón í fyrra Greiðslur til slitastjórnar Glitnis tvöfölduðust milli ára. 4. mars 2016 07:00 Leggur til 90 prósenta lækkun stjórnarlauna Glitnis Stjórnarlaunin eru "ósmekkleg og óviðeigandi“ að sögn Óttars Guðjónssonar, framkvæmdastjóra Lánasjóðs sveitarfélaganna. 4. mars 2016 10:53 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Slitastjórn Glitnis: Steinunn og Páll skiptu með sér 381 milljón í fyrra Greiðslur til slitastjórnar Glitnis tvöfölduðust milli ára. 4. mars 2016 07:00
Leggur til 90 prósenta lækkun stjórnarlauna Glitnis Stjórnarlaunin eru "ósmekkleg og óviðeigandi“ að sögn Óttars Guðjónssonar, framkvæmdastjóra Lánasjóðs sveitarfélaganna. 4. mars 2016 10:53