Fyrsti tvinnbíll heims til sölu Finnur Thorlacius skrifar 7. mars 2016 14:12 Armstrong Phaeton árgerð 1896. Þessi Armstrong Phaeton bíll sem smíðaður var árið 1896 er fyrsti tvinnbíll sögunnar. Hann verður boðinn upp á Amelia Island Concours d´Elegance uppboðinu þann 10. mars. Þessi bíll var sannarlega á undan sinni samtíð. Hann er með 6,5 lítra og tveggja strokka vél og kasthjóli (flywheel) sem í dag er oft kallaður KERS-búnaður og notaður hefur verið í Formúlu 1 bílum. Kasthjólið er tengt við rafhlöðu í bílnum sem sá um að starta bílnum og var Armstrong einum 16 árum á undan Cadillac að setja slíkan búnað í bíl. Rafhlaðan sá einnig um að skaffa kveikjum bílsins neista og dugði einnig fyrir ljósin á bílnum. Skiptingin í bílnum var hálfsjálfvirk og með þremur gírum áfram og bakkgír. Þegar skipt var um gír sá rafhlaða bílsins um skiptingarnar og því var ekki nauðsyn fyrir kúplingspedala. Allt hljómar þetta afar nýtískulegt og furðulegt til þess að hugsa að þessi bíll hafi verið smíðaður árið 1896. Búist er við því að bíllinn fari á 175.000 til 275.000 dollara, eða 23 til 36 milljónir króna. Taka skal fram að bíllinn er ökuhæfur og verðið sem búist er við að fáist fyrir bílinn er eiginlega merkilega lágt miðað við hvaða tækniundur er hér á ferð. Armstrong smíðaði aðeins þetta eina eintak af bílnum og var aðallega notaður af honum sjálfum. Afl vélar bílsins var eiginlega of mikið og átti það til að skemma drifbúnað hans og því var á seinni stigum bætt úr því. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent
Þessi Armstrong Phaeton bíll sem smíðaður var árið 1896 er fyrsti tvinnbíll sögunnar. Hann verður boðinn upp á Amelia Island Concours d´Elegance uppboðinu þann 10. mars. Þessi bíll var sannarlega á undan sinni samtíð. Hann er með 6,5 lítra og tveggja strokka vél og kasthjóli (flywheel) sem í dag er oft kallaður KERS-búnaður og notaður hefur verið í Formúlu 1 bílum. Kasthjólið er tengt við rafhlöðu í bílnum sem sá um að starta bílnum og var Armstrong einum 16 árum á undan Cadillac að setja slíkan búnað í bíl. Rafhlaðan sá einnig um að skaffa kveikjum bílsins neista og dugði einnig fyrir ljósin á bílnum. Skiptingin í bílnum var hálfsjálfvirk og með þremur gírum áfram og bakkgír. Þegar skipt var um gír sá rafhlaða bílsins um skiptingarnar og því var ekki nauðsyn fyrir kúplingspedala. Allt hljómar þetta afar nýtískulegt og furðulegt til þess að hugsa að þessi bíll hafi verið smíðaður árið 1896. Búist er við því að bíllinn fari á 175.000 til 275.000 dollara, eða 23 til 36 milljónir króna. Taka skal fram að bíllinn er ökuhæfur og verðið sem búist er við að fáist fyrir bílinn er eiginlega merkilega lágt miðað við hvaða tækniundur er hér á ferð. Armstrong smíðaði aðeins þetta eina eintak af bílnum og var aðallega notaður af honum sjálfum. Afl vélar bílsins var eiginlega of mikið og átti það til að skemma drifbúnað hans og því var á seinni stigum bætt úr því.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent