Hugleiðingar um ferðaþjónustu á Íslandi Snorri Snorrason skrifar 7. mars 2016 00:00 Nú er það staðreynd að við erum fámenn þjóð, sem býr í stóru og harðbýlu landi. Koma ferðamanna er ekki lengur einskorðuð við sumarmánuðina. Það eru þættir sem gætu gengið betur í þjónustu við gesti okkar. Tel að stjórnvöld eigi að setja á hóflegt náttúrugjald t.a.m. 20 € á alla sem koma til landsins , nema þá sem eiga lögheimili á Íslandi. Byrja á að kynna og skýra slíka ákvörðun, svo ferðamenn skilji hvað sé um að tefla. Að óbreyttu verður þetta okkur fjárhagslega ofviða. Bæði í Sviss og Austurríki hefur þurft að greiða til að mynda veggjöld, en þessi lönd standa okkur mun framar í allri uppbyggingu, enda rótgróin þjóðfélög. Ég hef verið að íhuga þessi mál almennt og komist að þeirri niðurstöðu, að ferðamálayfirvöld ættu að efna til samkeppni meðal arkitekta um að byggð verði stöðluð, hagkvæm, falleg og umhverfisvæn kaffihús við þjóðvegi með aðgangsstýrðri snyrtiaðstöðu í takt við það sem gerist víða við þýsku hraðbrautirnar. Þar er greitt fyrir aðgengi að snyrtingu, enda er hún þrifin og boðleg. Þetta er forgangsaðriði við móttöku ferðamanna, svo augljóst að það þarf vart að ræða.Eins og jólasveinar Mér er minnisstæð snyrtingin við einn þekktasta ferðamannastað á Suðausturlandi, þar eru allt of fá salerni, þrátt fyrir gríðarlega fjölgun ferðamanna, og að sveitarfélagið skuli ekki setja rekstraaðilum stólinn fyrir dyrnar þar til bætt verði úr, vekur furðu. Fyrir fáum árum lýsti fararstjóri í fjölmiðlum að fólk hafi þurft að fara út í móa til að gera þarfir sínar. Við Íslendingar erum að fjárfesta fyrir milljarða í hótelbyggingum um land allt, en erum eins og jólasveinar varðandi það að bæta þessa grundvallaraðstöðu, þó eru þessi mál víða til fyrirmyndar. Síðan er það gæsla á ferðamannastöðum, við sem siðmenntuð þjóð verðum að taka hana fastari tökum. Það vantar sýnilega löggæslu víða um land, sem kemur niður á öryggi borgara og ferðamanna. Síðast en ekki síst, þegar búast má við einni og hálfri milljón ferðamanna á þessu ári, verður þjónusta og fjárhagur sjúkrahúsa landsins að standa undir öryggi þeirra sem sækja landið heim. Þjóðin ætlast til að þessi mál séu í lagi. Einnig má ekki vanmeta mikilvægi björgunarsveitanna. Að mínu mati er það einsýnt að koma þarf á reglubundnum tekjustofni inn í þennan málaflokk. Stjórnvöld sem horfa á þennan stærsta atvinnuveg þjóðarinnar bera ríka ábyrgð og verða að taka frumkvæði. Því þjóðfélagið má ekki við mistökum sem við getum svo vel komið í veg fyrir, ef við vöndum okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Sjá meira
Nú er það staðreynd að við erum fámenn þjóð, sem býr í stóru og harðbýlu landi. Koma ferðamanna er ekki lengur einskorðuð við sumarmánuðina. Það eru þættir sem gætu gengið betur í þjónustu við gesti okkar. Tel að stjórnvöld eigi að setja á hóflegt náttúrugjald t.a.m. 20 € á alla sem koma til landsins , nema þá sem eiga lögheimili á Íslandi. Byrja á að kynna og skýra slíka ákvörðun, svo ferðamenn skilji hvað sé um að tefla. Að óbreyttu verður þetta okkur fjárhagslega ofviða. Bæði í Sviss og Austurríki hefur þurft að greiða til að mynda veggjöld, en þessi lönd standa okkur mun framar í allri uppbyggingu, enda rótgróin þjóðfélög. Ég hef verið að íhuga þessi mál almennt og komist að þeirri niðurstöðu, að ferðamálayfirvöld ættu að efna til samkeppni meðal arkitekta um að byggð verði stöðluð, hagkvæm, falleg og umhverfisvæn kaffihús við þjóðvegi með aðgangsstýrðri snyrtiaðstöðu í takt við það sem gerist víða við þýsku hraðbrautirnar. Þar er greitt fyrir aðgengi að snyrtingu, enda er hún þrifin og boðleg. Þetta er forgangsaðriði við móttöku ferðamanna, svo augljóst að það þarf vart að ræða.Eins og jólasveinar Mér er minnisstæð snyrtingin við einn þekktasta ferðamannastað á Suðausturlandi, þar eru allt of fá salerni, þrátt fyrir gríðarlega fjölgun ferðamanna, og að sveitarfélagið skuli ekki setja rekstraaðilum stólinn fyrir dyrnar þar til bætt verði úr, vekur furðu. Fyrir fáum árum lýsti fararstjóri í fjölmiðlum að fólk hafi þurft að fara út í móa til að gera þarfir sínar. Við Íslendingar erum að fjárfesta fyrir milljarða í hótelbyggingum um land allt, en erum eins og jólasveinar varðandi það að bæta þessa grundvallaraðstöðu, þó eru þessi mál víða til fyrirmyndar. Síðan er það gæsla á ferðamannastöðum, við sem siðmenntuð þjóð verðum að taka hana fastari tökum. Það vantar sýnilega löggæslu víða um land, sem kemur niður á öryggi borgara og ferðamanna. Síðast en ekki síst, þegar búast má við einni og hálfri milljón ferðamanna á þessu ári, verður þjónusta og fjárhagur sjúkrahúsa landsins að standa undir öryggi þeirra sem sækja landið heim. Þjóðin ætlast til að þessi mál séu í lagi. Einnig má ekki vanmeta mikilvægi björgunarsveitanna. Að mínu mati er það einsýnt að koma þarf á reglubundnum tekjustofni inn í þennan málaflokk. Stjórnvöld sem horfa á þennan stærsta atvinnuveg þjóðarinnar bera ríka ábyrgð og verða að taka frumkvæði. Því þjóðfélagið má ekki við mistökum sem við getum svo vel komið í veg fyrir, ef við vöndum okkur.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar