Erlent

Gremja kemur upp á milli Clinton og Sanders

Samúel Karl Ólason skrifar
Clinton og Sanders á sviði í nótt.
Clinton og Sanders á sviði í nótt. Vísir/EPA
Hillary Clinton og Bernie Sanders tóku þátt í kappræðum CNN í nótt og deildu þau nokkuð hart og ásökuðu hvort annað á víxl. Greinilegt er að tónninn á milli þeirra hefur breyst á undanförnum vikum, en samt sem áður er gífurlegur munur á kappræðum Demókrata og Repúblikana.

„Við munum, verðum við kjörin til forseta, verja verulegu fé forvarna gegn geðsjúkdómum og þegar þið horfið á kappræður Repúblikana, þá vitið þið af hverju,“ sagði Bernie Sanders.

Staðan í dag.Vísir/GraphicNews
Hin aukna grimmd í kappræðunum markast af því að Sanders á erfitt með að hægja á Hillary sem er komin tiltölulega langt fram úr honum, þó ekki sé langt liðið af forvalinu.

Clinton sakaði á einum tímapunkti Sanders um að hafa snúið baki við bílaiðnaðinum í Bandaríkjunum. Þá hélt Sanders því fram að vinir Clinton á Wall Street hefðu eyðilagt efnahag Bandaríkjanna.

Sanders sakaði Clinton nokkrum sinnum um að grípa fram í fyrir sér. Bæði héldu þau fram að þau væru betur til þess fallin að sigra Donald Trump í forsetakosningunum.

Samantekt CNN Um hvernig þau myndu berjast gegn Trump Sanders um fátækt Um ástandið í Flint Kappræðurnar í heild sinni



Fleiri fréttir

Sjá meira


×