Lífið

„Veistu hvað Bláa lónið er? Manngerð sundlaug“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Bláa lónið áður en það var stækkað.
Bláa lónið áður en það var stækkað. vísir/gva
Bandarísku ferðabloggararnir Jaqueline og Shannon eru lítið hrifnar af Bláa lóninu ef marka má bloggfærslu þeirra frá því á föstudag sem ber yfirskriftina "Iceland‘s Blue Lagoon is a waste of money, time and your soul."

Á íslensku gæti það útlagst sem „Bláa lónið á Íslandi eyðir peningunum þínum, tíma þínum og sálinni þinni.“

Í blogginu taka þær Jaqueline og Shannon fyrir ýmislegt af því sem lesa má um Bláa lónið á heimsíðu þess. Til að mynda er lónið sagt vera eitt af 25 undrum veraldar en Jaqueline og Shannon setja spurningamerki við þá flokkun.

„Vitið þið hvað annað er á listanum yfir undur veraldar? Regnskógurinn í Borneo. Kristalshellirinn í Mexíkó. [...] Hafið þið séð mynd af Kristalshellinum? Hann er eins og eitthvað úr NeverEnding Story eða Pan´s Labyrinth. Veistu hvað Bláa lónið er? Manngerð sundlaug.“

Eins og flestir Íslendingar ættu að kannast við þarf að panta tíma í Bláa lónið, það er bóka ferðina ofan í fyrir fram og borga. Um þetta segja þær Jaqueline og Shannon:

„Á þennan hátt ertu ekki í algjöru sjokki þegar þú borgar auka 17 dollara fyrir handklæði, andlitsmaska og svo smá upphæð fyrir vínglas sem er „innifalið.““

Þær segja að Bláa lónið sé allt það sem er rangt við ferðamennsku og mæla með því að ferðamenn fari frekar í aðrar heitar laugar á Íslandi sem hafa ekki verið markaðssettar með sama hætti.

Bloggfærslu Jaqueline og Shannon um Bláa lónið má lesa hér.


Tengdar fréttir

Bláa lónið verður að fordæmi í Níkaragva

Danskur athafnamaður vill fá aðstoð Íslendinga svo íbúar í Níkaragva geti nýtt jarðvarma í meira mæli. Hann telur raunhæft að gera baðlón fyrir ferðamenn með Bláa lónið að fyrirmynd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×