Haukar láta Chelsie Schweers fara | Rekin í annað skiptið á tímabilinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2016 22:02 Chelsie Alexa Schweers. Vísir/Anton Haukarkonur ætla að klára tímabilið án bandarísks leikmanns en Chelsie Alexa Schweers hefur spilað sinn síðasta leik með Hafnarfjarðarliðinu í vetur. Kjartan Atli Kjartansson sagði frá þessu í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í kvöld en Haukaliðið hefur ekki orðið betra eftir komu Schweers. Chelsie Schweers var líka látin fara frá Stjörnunni um áramótin en hún var þá og er enn stigahæsti leikmaður Domino´s deildar kvenna í körfubolta. Chelsie Alexa Schweers hefur skorað 27,1 stig í 16 leikjum í Domino´s deildinni. Hún var með 31,0 stig og 5,3 stoðsendingar að meðaltali í 9 leikjum með Stjörbunni og var búin að skora 22,0 stig og gefa 2,3 stoðsendingar að meðaltali í sjö deildarleikjum með Haukum. Síðasti leikur Chelsie Alexa Schweers með Haukaliðinu var á móti sínum gömlu félögum í Stjörnunni þar sem hún skoraði sjö þrista og var stigahæst í Haukaliðinu með 25 stig. Fyrsti leikur Haukaliðsins án Chelsie Alexa Schweers verður toppslagurinn á móti Snæfelli á Ásvöllum á þriðjudagskvöldið. Þetta er önnur stóra breytingin sem Haukar gera í aðdraganda leiksins við Snæfells því fyrr í dag var Andri Þór Kristinsson látinn fara sem einn af þremur þjálfurum liðsins og Henning Henningsson kom inn í staðinn sem aðstoðarþjálfari Ingvars Þórs Guðjónssonar. Helena Sverrisdóttir verður áfram spilandi þjálfari Haukaliðsins en stórt hlutverk hennar stækkar líklega enn meira nú þegar Chelsie Schweers spilar ekki lengur með liðinu. Haukar vonast líka til að endurheimta gömlu góðu Pálínu Gunnlaugsdóttur til baka en Pálína skoraði aðeins 5,7 stig að meðaltali í sjö deildarleikjum Chelsie Schweers með liðinu. Pálína skoraði 16,1 stig að meðaltali í leik fyrir áramót og var valin í úrvalslið fyrri umferðarinnar. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Keflavík 89-69 | Haukar upp að hlið Snæfells Haukar unnu auðveldan sigur á Keflvíkingum, 89-69, í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld en leikurinn fór fram í DB Schenker-höllinni í Hafnarfirði. Leikurinn var aldrei spennandi og ljóst frá byrjun í hvað stefndi. 27. janúar 2016 20:45 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 66-86 | Auðvelt hjá Haukum Haukar unnu auðveldan sigur á Stjörnunni, 66-86, í Dominos-deilda kvenna í körfubolta í kvöld. 29. febrúar 2016 20:30 Helena með þrennu að meðaltali á móti Keflavík Haukar og Keflavík mætast í kvöld í Domino´s deild kvenna í körfubolta og verður leikur liðanna í beinni á Stöð 2 Sport 3. 27. janúar 2016 15:30 Ráku stigahæsta leikmann deildarinnar Chelsie Alexa Schweers spilar ekki fleiri leiki með Stjörnunni í Domino´s deild kvenna í körfubolta á þessu tímabili því Stjarnan hefur ákveðið að segja upp samningi sínum við leikmanninn. 29. desember 2015 11:00 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Haukarkonur ætla að klára tímabilið án bandarísks leikmanns en Chelsie Alexa Schweers hefur spilað sinn síðasta leik með Hafnarfjarðarliðinu í vetur. Kjartan Atli Kjartansson sagði frá þessu í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í kvöld en Haukaliðið hefur ekki orðið betra eftir komu Schweers. Chelsie Schweers var líka látin fara frá Stjörnunni um áramótin en hún var þá og er enn stigahæsti leikmaður Domino´s deildar kvenna í körfubolta. Chelsie Alexa Schweers hefur skorað 27,1 stig í 16 leikjum í Domino´s deildinni. Hún var með 31,0 stig og 5,3 stoðsendingar að meðaltali í 9 leikjum með Stjörbunni og var búin að skora 22,0 stig og gefa 2,3 stoðsendingar að meðaltali í sjö deildarleikjum með Haukum. Síðasti leikur Chelsie Alexa Schweers með Haukaliðinu var á móti sínum gömlu félögum í Stjörnunni þar sem hún skoraði sjö þrista og var stigahæst í Haukaliðinu með 25 stig. Fyrsti leikur Haukaliðsins án Chelsie Alexa Schweers verður toppslagurinn á móti Snæfelli á Ásvöllum á þriðjudagskvöldið. Þetta er önnur stóra breytingin sem Haukar gera í aðdraganda leiksins við Snæfells því fyrr í dag var Andri Þór Kristinsson látinn fara sem einn af þremur þjálfurum liðsins og Henning Henningsson kom inn í staðinn sem aðstoðarþjálfari Ingvars Þórs Guðjónssonar. Helena Sverrisdóttir verður áfram spilandi þjálfari Haukaliðsins en stórt hlutverk hennar stækkar líklega enn meira nú þegar Chelsie Schweers spilar ekki lengur með liðinu. Haukar vonast líka til að endurheimta gömlu góðu Pálínu Gunnlaugsdóttur til baka en Pálína skoraði aðeins 5,7 stig að meðaltali í sjö deildarleikjum Chelsie Schweers með liðinu. Pálína skoraði 16,1 stig að meðaltali í leik fyrir áramót og var valin í úrvalslið fyrri umferðarinnar.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Keflavík 89-69 | Haukar upp að hlið Snæfells Haukar unnu auðveldan sigur á Keflvíkingum, 89-69, í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld en leikurinn fór fram í DB Schenker-höllinni í Hafnarfirði. Leikurinn var aldrei spennandi og ljóst frá byrjun í hvað stefndi. 27. janúar 2016 20:45 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 66-86 | Auðvelt hjá Haukum Haukar unnu auðveldan sigur á Stjörnunni, 66-86, í Dominos-deilda kvenna í körfubolta í kvöld. 29. febrúar 2016 20:30 Helena með þrennu að meðaltali á móti Keflavík Haukar og Keflavík mætast í kvöld í Domino´s deild kvenna í körfubolta og verður leikur liðanna í beinni á Stöð 2 Sport 3. 27. janúar 2016 15:30 Ráku stigahæsta leikmann deildarinnar Chelsie Alexa Schweers spilar ekki fleiri leiki með Stjörnunni í Domino´s deild kvenna í körfubolta á þessu tímabili því Stjarnan hefur ákveðið að segja upp samningi sínum við leikmanninn. 29. desember 2015 11:00 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Keflavík 89-69 | Haukar upp að hlið Snæfells Haukar unnu auðveldan sigur á Keflvíkingum, 89-69, í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld en leikurinn fór fram í DB Schenker-höllinni í Hafnarfirði. Leikurinn var aldrei spennandi og ljóst frá byrjun í hvað stefndi. 27. janúar 2016 20:45
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 66-86 | Auðvelt hjá Haukum Haukar unnu auðveldan sigur á Stjörnunni, 66-86, í Dominos-deilda kvenna í körfubolta í kvöld. 29. febrúar 2016 20:30
Helena með þrennu að meðaltali á móti Keflavík Haukar og Keflavík mætast í kvöld í Domino´s deild kvenna í körfubolta og verður leikur liðanna í beinni á Stöð 2 Sport 3. 27. janúar 2016 15:30
Ráku stigahæsta leikmann deildarinnar Chelsie Alexa Schweers spilar ekki fleiri leiki með Stjörnunni í Domino´s deild kvenna í körfubolta á þessu tímabili því Stjarnan hefur ákveðið að segja upp samningi sínum við leikmanninn. 29. desember 2015 11:00
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum