Innlent

Gæsluvarðhald framlengt yfir manni sem grunaður er um mansal

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/heiða
Héraðsdómur Suðurlands framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun í Vík í Mýrdal. Honum verður gert að sæta gæsluvarðhaldi í fjórar vikur til viðbótar en fyrri gæsluvarðhaldsúrskurður rann út klukkan 16 í dag.

Í tilkynningu lögreglu segir að rannsókn málsins sé umfangsmikil, mann- og tímafrek. Henni miði vel en að þó séu enn margir lausir endar og því sé ekki hægt að segja til um lok rannsóknarinnar.

Maðurinn sem um ræðir er frá Sri Lanka og var handtekinn hinn 18. febrúar síðastliðinn í umfangsmikilli aðgerð lögreglu.


Tengdar fréttir

Rannsaka mansal af krafti

"Allur kraftur okkar er í þessari rannsókn og við njótum aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það er verið að taka skýrslur og afla gagna og rannsóknin er í fullum gangi,“ segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, um framvinduna á rannsókn á meintu mansali í Vík í Mýrdal.

Þrír þolendur í mansali í Vík

Ein kona til viðbótar er talin þolandi í mansalsmálinu í Vík í Mýrdal. Hún nýtur nú verndar eins og konurnar tvær sem var komið í skjól í aðgerðum lögreglu á fimmtudag fyrir viku. Konan er líka frá Srí Lanka.

Konurnar unnu í kjallaranum

Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×