Erlent

Var undir áhrifum fíkniefna og áfengis

Samúel Karl Ólason skrifar
Bobbi Kristina ásamt fósturbróður sínum Nick Gordon.
Bobbi Kristina ásamt fósturbróður sínum Nick Gordon. Vísir/EPA
Bobbi Kristina Brown, dóttir Whitney Houston og Bobby Brown, lét lífið eftir að hafa verið of lengi á kafi í vatni og vegna fíkniefnaneyslu. Þetta eru niðurstöður réttarmeinafræðings, en þær voru birtar fyrst núna í dag. Bobbi Kristina fannst meðvitundarlaus í baðkari á heimili sínu í janúar í fyrra og lést á sjúkrahúsi í júlí.

Hún var 22 ára gömul.

Samkvæmt AP fréttaveitunni voru læknaskýrslur skoðaðar auk rannsóknargagna og fleiri gagna. Samkvæmt niðurstöðunum var Bobbi Kristina undir áhrifum áfengis og kannabisefna þegar hún dó. Þar að auki hafði hún tekið róandi lyf sem ætluð eru gegn kvíða.

Fjölmiðlar ytra höfðu farið fram á að niðurstöðurnar yrðu birtar opinberlega og dómari samþykkti það í gær.


Tengdar fréttir

Haldið sofandi á spítala

Dóttir Whitney Houston, Bobbi Kristina Brown, er á batavegi að sögn frænda hennar.

Bobbi Brown látin

Bobbi Kristina Brown, dóttir Whitney Houston heitinnar, er látin, 22 ára að aldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×