Ætla að finna nýjan landsliðsþjálfara í þessum mánuði Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. mars 2016 06:00 Þessi mynd var tekin þann 22. janúar síðastliðinn er Aron Kristjánsson hætti. Síðan þá virðist lítið hafa gerst. Vísir/Vilhelm Það er að verða um einn og hálfur mánuður síðan Aron Kristjánsson hætti störfum sem landsliðsþjálfari í handknattleik. HSÍ hefur því haft drjúgan tíma til þess að finna arftaka hans en ekkert bólar á honum. „Það er ekkert búið að gerast í þessum málum sem hægt er að greina frá. Við erum að vinna í málinu og því miðar aðeins áfram. Það er þó ekkert í hendi,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ. Á svona löngum tíma hefur oft kvisast út að búið sé að ræða við hinn og þennan. Engar slíkar sögur hafa verið í gangi núna. Miðað við það sem Fréttablaðið hefur heyrt þá er ekki enn búið að tala við neinn þjálfara um að taka að sér starfið. „Ég vil ekki gefa neitt upp um hvort búið sé að ræða við einhvern. Við tókum málið mjög vítt í upphafi,“ segir formaðurinn en hvað þýðir það eiginlega? „Þá erum við að líta breitt á allt sviðið. Hvað sé í boði, hverjir hafi áhuga, hverjir séu í boði og annað slíkt.“ Þó svo þetta ferli hafi þegar tekið langan tíma hefur HSÍ sett sér tímaramma í málinu. „Við erum með það markmið að klára dæmið í þessum mánuði. Það er æfingavika hjá landsliðinu í apríl og þá verðum við að hafa þjálfara,“ segir Guðmundur en þessi æfingavika er hluti af undirbúningi liðsins fyrir HM-umspilið næsta sumar. Landsliðið mun ekki spila neinn leik í apríl eins og staðan er núna. Formaðurinn segist ekki geta útilokað neitt á þessu stigi. Ekki varðandi hvort stefnan sé að fá íslenskan eða erlendan þjálfara. „Það er ekki hægt að útiloka neitt og við teljum okkur enn hafa tíma. Við vonumst til að loka þessu máli áður en við lendum í einhverri tímapressu. Við höldum samt ró okkar.“ Íslenska landsliðið hefur verið á stalli með bestu landsliðum heims um árabil og því ætti starfið að vekja athygli margra. Hefur HSÍ fengið mikið af umsóknum og fyrirspurnum um starfið? „Það hefur eitthvað verið af því að menn hafi látið vita af sér. Aðallega útlendingar. Ég man þó ekki hversu margar þessar fyrirspurnir eru en það er innan við tuginn,“ segir Guðmundur en hvernig vinnur HSÍ þetta mál? Hverjir sjá um og leiða þetta mál? „Það er landsliðsnefnd karla sem er með verkefnið ásamt mér, varaformanninum og framkvæmdastjóranum. Það er frekar breiður hópur sem kemur að þessu. Í landsliðsnefndinni eru gamlir landsliðsmenn meðal annars sem eru með mikla reynslu. Við höfum hist þegar við teljum vera þörf á en ég leiði vinnuna.“ Þó svo málið virðist lítið hafa þokast áfram síðustu vikur þá er formaðurinn langt frá því að vera áhyggjufullur. „Alls ekki. Við teljum okkur vera með gott starf í boði og trúum ekki öðru en að við finnum góðan mann í starfið. Við viljum aftur á móti vanda valið við að finna góðan mann.“ Íslenski handboltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Það er að verða um einn og hálfur mánuður síðan Aron Kristjánsson hætti störfum sem landsliðsþjálfari í handknattleik. HSÍ hefur því haft drjúgan tíma til þess að finna arftaka hans en ekkert bólar á honum. „Það er ekkert búið að gerast í þessum málum sem hægt er að greina frá. Við erum að vinna í málinu og því miðar aðeins áfram. Það er þó ekkert í hendi,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ. Á svona löngum tíma hefur oft kvisast út að búið sé að ræða við hinn og þennan. Engar slíkar sögur hafa verið í gangi núna. Miðað við það sem Fréttablaðið hefur heyrt þá er ekki enn búið að tala við neinn þjálfara um að taka að sér starfið. „Ég vil ekki gefa neitt upp um hvort búið sé að ræða við einhvern. Við tókum málið mjög vítt í upphafi,“ segir formaðurinn en hvað þýðir það eiginlega? „Þá erum við að líta breitt á allt sviðið. Hvað sé í boði, hverjir hafi áhuga, hverjir séu í boði og annað slíkt.“ Þó svo þetta ferli hafi þegar tekið langan tíma hefur HSÍ sett sér tímaramma í málinu. „Við erum með það markmið að klára dæmið í þessum mánuði. Það er æfingavika hjá landsliðinu í apríl og þá verðum við að hafa þjálfara,“ segir Guðmundur en þessi æfingavika er hluti af undirbúningi liðsins fyrir HM-umspilið næsta sumar. Landsliðið mun ekki spila neinn leik í apríl eins og staðan er núna. Formaðurinn segist ekki geta útilokað neitt á þessu stigi. Ekki varðandi hvort stefnan sé að fá íslenskan eða erlendan þjálfara. „Það er ekki hægt að útiloka neitt og við teljum okkur enn hafa tíma. Við vonumst til að loka þessu máli áður en við lendum í einhverri tímapressu. Við höldum samt ró okkar.“ Íslenska landsliðið hefur verið á stalli með bestu landsliðum heims um árabil og því ætti starfið að vekja athygli margra. Hefur HSÍ fengið mikið af umsóknum og fyrirspurnum um starfið? „Það hefur eitthvað verið af því að menn hafi látið vita af sér. Aðallega útlendingar. Ég man þó ekki hversu margar þessar fyrirspurnir eru en það er innan við tuginn,“ segir Guðmundur en hvernig vinnur HSÍ þetta mál? Hverjir sjá um og leiða þetta mál? „Það er landsliðsnefnd karla sem er með verkefnið ásamt mér, varaformanninum og framkvæmdastjóranum. Það er frekar breiður hópur sem kemur að þessu. Í landsliðsnefndinni eru gamlir landsliðsmenn meðal annars sem eru með mikla reynslu. Við höfum hist þegar við teljum vera þörf á en ég leiði vinnuna.“ Þó svo málið virðist lítið hafa þokast áfram síðustu vikur þá er formaðurinn langt frá því að vera áhyggjufullur. „Alls ekki. Við teljum okkur vera með gott starf í boði og trúum ekki öðru en að við finnum góðan mann í starfið. Við viljum aftur á móti vanda valið við að finna góðan mann.“
Íslenski handboltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira