Náttúrusýning loks sett upp í Perlunni Svavar Hávarðsson skrifar 4. mars 2016 07:00 Sýningin mun beita nýustu tækni í vísindamiðlun í bland við hefðbundna sýningartækni. mynd/Xibitz, Bowen Technovation og Lord Cultural Resources Borgarráð hefur falið skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg að ganga til samninga við félagið Perlu norðursins um leigu á Perlunni en fyrirtækið hyggst setja upp veglega náttúrusýningu. Eigendur Perlu norðursins eru félög sem hafa sterkan fjárhagslegan og faglegan bakgrunn í ferðaþjónustu og náttúrufræðum. Reykjavíkurborg óskaði í byrjun janúar eftir umsóknum áhugasamra aðila um rekstur á sýningu í Perlunni sem fjalla skyldi á metnaðarfullan hátt um náttúru Íslands. Gert er ráð fyrir því að náttúrusýning skapi nýjan og áhugaverðan áfangastað í Öskjuhlíð sem dragi til sín fjölda innlendra og erlendra gesta. Perla norðursins var eini aðilinn sem skilaði inn tillögu.Helga ViðarsdóttirFélagið var stofnað í fyrra um verkefnið af þremur sjálfstæðum félögum sem öll höfðu á stefnuskrá sinni að leggja fram tillögu að sýningu, en ákváðu að sameinast um tillöguna sem borgarráð fjallaði um í gær. Þau eru Landsbréf – Icelandic Tourism Fund I, framtakssjóður í eigu Landsbankans, Icelandair Group og íslenskir lífeyrissjóðair, sem hefur fjárfestingagetu upp á rúma fjóra milljarða, Perluvinir – 80 manna hópur sem hvatt hefur til uppbyggingar náttúrusýningar í Perlunni, og Salta ehf. & Lappland ehf. – fjárfestingarfélög sem hafa það að markmiði að fjárfesta í ferðaþjónustu á sviði afþreyingar, hótela og safna. Helga Viðarsdóttir, stjórnarformaður Perlu norðursins, segir það hafa verið skynsamlegt að félögin ynnu öll saman að verkefninu og ráðið því að svo fór – sameinuð væru þau fjárhagslega sterkari og með faglegri og breiðari bakgrunn en annars hefði verið. Helga telur, vægast sagt, löngu tímabært að sýning sem þessi verði í boði hér á landi, enda litið til Íslands vegna náttúrunnar fyrst og síðast. Staðsetning landsins geri það að verkum að breytingar í náttúrunni eru ekki víða jafn greinilegar á byggðu bóli, sem gefur fjölþætta möguleika. „Við getum verið miðstöð áhugafólks um náttúru og vísindi og sérfræðinga á þessum sviðum. Það er ekki síst það sem okkur langar til að gera. Þetta er spennandi fyrir alla landsmenn,“ segir Helga. Áætlað er að stofnkostnaður sýningarinnar verði rúmlega 1,5 milljarðar króna, en þá hefur ekki verið gert ráð fyrir virðisaukaskatti. Eigendur hafa skuldbundið sig til að leggja fram 900 milljónir króna í hlutafé og hefur lánsfjármögnun að upphæð 650 milljónir króna verið tryggð. Gangi allt að óskum munu framkvæmdir við uppbyggingu sýningarinnar skiptast í tvo áfanga sem mun báðum ljúka fyrir árslok 2017 en fyrstu sýningarrýmin verði opnuð á fyrri hluta sama árs.Setja upp íshelli og stjörnuver Sýning Perlu norðursins mun leggja megináherslu á norðurljós, jarðvarma, eldvirkni, ferskvatn, hafið, jökla, loftslagsbreytingar og síðast en ekki síst lífríki Íslands. Sýningin mun beita nýjustu tækni í vísindamiðlun í bland við hefðbundna sýningartækni. Gestum verður auðveldað að skilja flókin fyrirbæri á einfaldan hátt svo þeir uppgötvi nýja þekkingu. Sýningin mun hafa mikið fræðslugildi og nýtast skólum vel til að fræða nemendur um íslenska náttúru. Sýningin mun verða mikið aðdráttarafl fyrir erlenda ferðamenn. Perla norðursins mun nýta tækni sem ekki hefur sést á Íslandi – hægt verður að skoða himinhvolfið í sérstöku stjörnuveri (Planetarium) og settur verður upp íshellir þar sem gestir geta kynnst því hvernig er að vera á jökli. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Sjá meira
Borgarráð hefur falið skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg að ganga til samninga við félagið Perlu norðursins um leigu á Perlunni en fyrirtækið hyggst setja upp veglega náttúrusýningu. Eigendur Perlu norðursins eru félög sem hafa sterkan fjárhagslegan og faglegan bakgrunn í ferðaþjónustu og náttúrufræðum. Reykjavíkurborg óskaði í byrjun janúar eftir umsóknum áhugasamra aðila um rekstur á sýningu í Perlunni sem fjalla skyldi á metnaðarfullan hátt um náttúru Íslands. Gert er ráð fyrir því að náttúrusýning skapi nýjan og áhugaverðan áfangastað í Öskjuhlíð sem dragi til sín fjölda innlendra og erlendra gesta. Perla norðursins var eini aðilinn sem skilaði inn tillögu.Helga ViðarsdóttirFélagið var stofnað í fyrra um verkefnið af þremur sjálfstæðum félögum sem öll höfðu á stefnuskrá sinni að leggja fram tillögu að sýningu, en ákváðu að sameinast um tillöguna sem borgarráð fjallaði um í gær. Þau eru Landsbréf – Icelandic Tourism Fund I, framtakssjóður í eigu Landsbankans, Icelandair Group og íslenskir lífeyrissjóðair, sem hefur fjárfestingagetu upp á rúma fjóra milljarða, Perluvinir – 80 manna hópur sem hvatt hefur til uppbyggingar náttúrusýningar í Perlunni, og Salta ehf. & Lappland ehf. – fjárfestingarfélög sem hafa það að markmiði að fjárfesta í ferðaþjónustu á sviði afþreyingar, hótela og safna. Helga Viðarsdóttir, stjórnarformaður Perlu norðursins, segir það hafa verið skynsamlegt að félögin ynnu öll saman að verkefninu og ráðið því að svo fór – sameinuð væru þau fjárhagslega sterkari og með faglegri og breiðari bakgrunn en annars hefði verið. Helga telur, vægast sagt, löngu tímabært að sýning sem þessi verði í boði hér á landi, enda litið til Íslands vegna náttúrunnar fyrst og síðast. Staðsetning landsins geri það að verkum að breytingar í náttúrunni eru ekki víða jafn greinilegar á byggðu bóli, sem gefur fjölþætta möguleika. „Við getum verið miðstöð áhugafólks um náttúru og vísindi og sérfræðinga á þessum sviðum. Það er ekki síst það sem okkur langar til að gera. Þetta er spennandi fyrir alla landsmenn,“ segir Helga. Áætlað er að stofnkostnaður sýningarinnar verði rúmlega 1,5 milljarðar króna, en þá hefur ekki verið gert ráð fyrir virðisaukaskatti. Eigendur hafa skuldbundið sig til að leggja fram 900 milljónir króna í hlutafé og hefur lánsfjármögnun að upphæð 650 milljónir króna verið tryggð. Gangi allt að óskum munu framkvæmdir við uppbyggingu sýningarinnar skiptast í tvo áfanga sem mun báðum ljúka fyrir árslok 2017 en fyrstu sýningarrýmin verði opnuð á fyrri hluta sama árs.Setja upp íshelli og stjörnuver Sýning Perlu norðursins mun leggja megináherslu á norðurljós, jarðvarma, eldvirkni, ferskvatn, hafið, jökla, loftslagsbreytingar og síðast en ekki síst lífríki Íslands. Sýningin mun beita nýjustu tækni í vísindamiðlun í bland við hefðbundna sýningartækni. Gestum verður auðveldað að skilja flókin fyrirbæri á einfaldan hátt svo þeir uppgötvi nýja þekkingu. Sýningin mun hafa mikið fræðslugildi og nýtast skólum vel til að fræða nemendur um íslenska náttúru. Sýningin mun verða mikið aðdráttarafl fyrir erlenda ferðamenn. Perla norðursins mun nýta tækni sem ekki hefur sést á Íslandi – hægt verður að skoða himinhvolfið í sérstöku stjörnuveri (Planetarium) og settur verður upp íshellir þar sem gestir geta kynnst því hvernig er að vera á jökli.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Sjá meira